Ingibjörg hafði gleymt samráðshópi 15. apríl 2010 02:00 Á blaðamannafundi stuttu eftir hrun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, vissu lítið sem ekkert um vinnu samráðshóps sem fjallaði um viðbrögð við fjármálaáfalli. fréttablaðið/gva Boðleiðum milli embættis- og stjórnmálamanna var stórlega ábótavant og því skilaði viðleitni stjórnvalda til að búa sig undir efnahagsleg áföll sáralitlum árangri. Vantraust ríkti milli embættismanna fagráðuneyta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagðist hafa verið búin að gleyma því að samráðshópur um fjármálastöðugleika og viðbrögð hefði verið starfandi um árabil þegar hún var innt eftir áliti um þá vinnu af rannsóknarnefnd Alþingis. Hópurinn hafði það hlutverk að samræma viðbrögð við hugsanlegum áföllum í fjármálakerfinu. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra vissu lítið sem ekkert um vinnu hópsins. Samráðshópurinn var skipaður með samkomulagi forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabankans í febrúar 2006 en vinnan hafði hafist tveimur árum fyrr. Þá voru stjórnvöldum kynntar viðlagaáætlanir sem gerðar höfðu verið hjá FME og Seðlabanka Íslands og tóku mið af sambærilegum erlendum áætlunum. Ingibjörg segir að aldrei hafi borist á borð ríkisstjórnarinnar neitt af vinnu hópsins: …hvorki minnisblað, tillögur, greining eða eitt eða neitt.“ Í drögum að fundargerð samráðshópsins í janúar 2008 kemur fram að Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri taldi á þeim tímapunkti að fjármálaáfall væri ekki lengur fjarstæður möguleiki. Vinnuhópur um siðferði og starfshætti telur athugasemd Ingibjargar um vinnu hópsins athyglisverða og segja mikið um boðskiptavanda innan stjórnkerfisins. Hún segir að frá vinnuhópum sem þessum berist yfirleitt aldrei neitt. Menn líti svo að „þetta sé vettvangur til að tala saman og svo fer bara hver til síns heima og það er eins og enginn líti á það sem sína skyldu að gera eitthvað með það sem þarna á sér stað“. Aðspurðir um störf samráðshópsins segja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, að þeir hafi lítið eða ekkert heyrt af vinnu hópsins. Tiltekið er að Árni vissi til dæmis ekki af skjalinu „Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli.“ Í skjalinu, sem lagt var fram í samráðshópnum 7. júlí 2008, segir meðal annars: „Stjórnvöld þurfa á næstu vikum að marka stefnuna í grundvallaratriðum, það er hvaða meginleið á að fara ef til fjármálaáfalls kemur. Eftir því sem lengur dregst að marka stefnuna er hættara við því að trúverðugleiki minnki, úrræðum fækki og kostnaður stjórnvalda og þjóðarbúsins aukist.“ [email protected] Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Sjá meira
Boðleiðum milli embættis- og stjórnmálamanna var stórlega ábótavant og því skilaði viðleitni stjórnvalda til að búa sig undir efnahagsleg áföll sáralitlum árangri. Vantraust ríkti milli embættismanna fagráðuneyta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagðist hafa verið búin að gleyma því að samráðshópur um fjármálastöðugleika og viðbrögð hefði verið starfandi um árabil þegar hún var innt eftir áliti um þá vinnu af rannsóknarnefnd Alþingis. Hópurinn hafði það hlutverk að samræma viðbrögð við hugsanlegum áföllum í fjármálakerfinu. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra vissu lítið sem ekkert um vinnu hópsins. Samráðshópurinn var skipaður með samkomulagi forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabankans í febrúar 2006 en vinnan hafði hafist tveimur árum fyrr. Þá voru stjórnvöldum kynntar viðlagaáætlanir sem gerðar höfðu verið hjá FME og Seðlabanka Íslands og tóku mið af sambærilegum erlendum áætlunum. Ingibjörg segir að aldrei hafi borist á borð ríkisstjórnarinnar neitt af vinnu hópsins: …hvorki minnisblað, tillögur, greining eða eitt eða neitt.“ Í drögum að fundargerð samráðshópsins í janúar 2008 kemur fram að Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri taldi á þeim tímapunkti að fjármálaáfall væri ekki lengur fjarstæður möguleiki. Vinnuhópur um siðferði og starfshætti telur athugasemd Ingibjargar um vinnu hópsins athyglisverða og segja mikið um boðskiptavanda innan stjórnkerfisins. Hún segir að frá vinnuhópum sem þessum berist yfirleitt aldrei neitt. Menn líti svo að „þetta sé vettvangur til að tala saman og svo fer bara hver til síns heima og það er eins og enginn líti á það sem sína skyldu að gera eitthvað með það sem þarna á sér stað“. Aðspurðir um störf samráðshópsins segja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, að þeir hafi lítið eða ekkert heyrt af vinnu hópsins. Tiltekið er að Árni vissi til dæmis ekki af skjalinu „Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli.“ Í skjalinu, sem lagt var fram í samráðshópnum 7. júlí 2008, segir meðal annars: „Stjórnvöld þurfa á næstu vikum að marka stefnuna í grundvallaratriðum, það er hvaða meginleið á að fara ef til fjármálaáfalls kemur. Eftir því sem lengur dregst að marka stefnuna er hættara við því að trúverðugleiki minnki, úrræðum fækki og kostnaður stjórnvalda og þjóðarbúsins aukist.“ [email protected]
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Sjá meira