Hönnuðir opna verslunina Kiosk Búðardóttur 22. júlí 2010 13:00 Tíu efnilegir hönnuðir opna saman verslunina Kiosk Búðardóttur. Á myndina vantar Rebekku Jónsdóttur, Ýr Þrastardóttur og Sævar Markús. fréttablaðið/Arnþór Birkisson „Þetta er samvinnuverkefni tíu hönnuða sem ákváðu að opna verslun á eigin vegum svo hægt væri að halda verðinu niðri. Okkur fannst líka sniðugt að standa saman í þessu þar sem það er minni fjárhagsleg áhætta fyrir hvern og einn auk þess sem fyrirkomulagið hentar okkur vel. Við skiptum á milli okkar vöktum og því gefst meiri tími til að sinna hönnunarvinnu," útskýrir Ásgrímur Már Friðriksson, en hann er á meðal þeirra hönnuða sem opna verslunina Kiosk Búðardóttur við Laugaveg 33. Ásgrímur Már segir hönnuðina sjálfa hafa tekið að sér hlutverk iðnaðarmanna og hafi blóð, sviti og tár farið í að hanna verslunina. „Við stóðum sjálf í því að taka allt húsnæðið í gegn og við erum afskaplega stolt af versluninni. Þetta er gamalt hús og það var mikið sparslað," segir hann og hlær. Auk Ásmundar Más munu hönnuðirnir Eygló Lárusdóttur, Rebekka Jónsdóttir, Sævar Markús, Ýr Þrastardóttir, Arna Sigrún Haraldsdóttir, Hlín Reykdal, María Sigurðardóttir og Edda og Sólveig Guðmundsdætur selja hönnun sína í versluninni. Sérstakt opnunarteiti verður haldið í tilefni opnunarinnar og hefst gamanið klukkan 17.00 í dag. Danski plötusnúðurinn Dj Djuna Barnes mun leika létta tóna og veitingar verða í boði. - sm Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Þetta er samvinnuverkefni tíu hönnuða sem ákváðu að opna verslun á eigin vegum svo hægt væri að halda verðinu niðri. Okkur fannst líka sniðugt að standa saman í þessu þar sem það er minni fjárhagsleg áhætta fyrir hvern og einn auk þess sem fyrirkomulagið hentar okkur vel. Við skiptum á milli okkar vöktum og því gefst meiri tími til að sinna hönnunarvinnu," útskýrir Ásgrímur Már Friðriksson, en hann er á meðal þeirra hönnuða sem opna verslunina Kiosk Búðardóttur við Laugaveg 33. Ásgrímur Már segir hönnuðina sjálfa hafa tekið að sér hlutverk iðnaðarmanna og hafi blóð, sviti og tár farið í að hanna verslunina. „Við stóðum sjálf í því að taka allt húsnæðið í gegn og við erum afskaplega stolt af versluninni. Þetta er gamalt hús og það var mikið sparslað," segir hann og hlær. Auk Ásmundar Más munu hönnuðirnir Eygló Lárusdóttur, Rebekka Jónsdóttir, Sævar Markús, Ýr Þrastardóttir, Arna Sigrún Haraldsdóttir, Hlín Reykdal, María Sigurðardóttir og Edda og Sólveig Guðmundsdætur selja hönnun sína í versluninni. Sérstakt opnunarteiti verður haldið í tilefni opnunarinnar og hefst gamanið klukkan 17.00 í dag. Danski plötusnúðurinn Dj Djuna Barnes mun leika létta tóna og veitingar verða í boði. - sm
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira