IBM kynnir nýjan öflugan og orkusparandi örgjörva 3. mars 2010 10:46 Alþjóðlegi upplýsingatæknirisinn IBM mun á morgun, fimmtudag, kynna fyrir íslenskum upplýsingatækniiðnaði IBM POWER7 örgjörvann sem er einn allra öflugasti örgjörvi heims nú um stundir miðað við afkastagetu.Í tilkynningu segir að kynningin er í samvinnu við upplýsingatæknifélögin Nýherja og Skyggni. IBM POWER örgjörvar keyra lausnir í viðskiptalífinu ásamt því að stjórna ýmsum tækjum sem eru hluti af okkar daglega lífi svo sem bifreiðum, rafmagnstækjum og leikjatölvum. Má þar nefna PlayStation 3 og Xbox 360 leikjavélar, AEG heimilistæki og Ford bifreiðar.Þá var frægt þegar Deep Blue ofurtölva IBM, sem keyrði IBM POWER örgjörva, háði einvígi við Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák á árunum 1996 og 1997. Kasparov vann fyrra einvígið 4-2 en Deep Blue vann það síðara 3½-2½. IBM POWER örgjörvi er notaður í mörgum af stærstu ofurtölvum heimsins í dag, svokölluðum IBM Blue Gene.Þrátt fyrir aukin afköst eyðir POWER7 örgjörvinn mun minni orku en sambærilegir örgjörvar. Vélar sem keyra á POWER7 örgjörva hafa til dæmis tvöfalt til fjórfalt meiri afköst á orkueiningu.Kynning á IBM POWER7 örgjörvanum fer fram í Akóges salnum í Lágmúla 4, fimmtudaginn 4. mars. Þar verður einnig sagt frá nýrri kynslóð IBM Power Systems netþjóna og nýjungum í IBM stýrikerfum. Frítt er inn á kynninguna en skráning fer fram vef Nýherja. Leikjavísir Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Alþjóðlegi upplýsingatæknirisinn IBM mun á morgun, fimmtudag, kynna fyrir íslenskum upplýsingatækniiðnaði IBM POWER7 örgjörvann sem er einn allra öflugasti örgjörvi heims nú um stundir miðað við afkastagetu.Í tilkynningu segir að kynningin er í samvinnu við upplýsingatæknifélögin Nýherja og Skyggni. IBM POWER örgjörvar keyra lausnir í viðskiptalífinu ásamt því að stjórna ýmsum tækjum sem eru hluti af okkar daglega lífi svo sem bifreiðum, rafmagnstækjum og leikjatölvum. Má þar nefna PlayStation 3 og Xbox 360 leikjavélar, AEG heimilistæki og Ford bifreiðar.Þá var frægt þegar Deep Blue ofurtölva IBM, sem keyrði IBM POWER örgjörva, háði einvígi við Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák á árunum 1996 og 1997. Kasparov vann fyrra einvígið 4-2 en Deep Blue vann það síðara 3½-2½. IBM POWER örgjörvi er notaður í mörgum af stærstu ofurtölvum heimsins í dag, svokölluðum IBM Blue Gene.Þrátt fyrir aukin afköst eyðir POWER7 örgjörvinn mun minni orku en sambærilegir örgjörvar. Vélar sem keyra á POWER7 örgjörva hafa til dæmis tvöfalt til fjórfalt meiri afköst á orkueiningu.Kynning á IBM POWER7 örgjörvanum fer fram í Akóges salnum í Lágmúla 4, fimmtudaginn 4. mars. Þar verður einnig sagt frá nýrri kynslóð IBM Power Systems netþjóna og nýjungum í IBM stýrikerfum. Frítt er inn á kynninguna en skráning fer fram vef Nýherja.
Leikjavísir Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira