Steingrímur íhugi stöðu sína 10. desember 2010 06:00 Þór Saari „Það er greinilegt að það borgar sig að hafa fagmenn í vinnu," segir Þór Saari, Hreyfingunni, um nýjan Icesave-samning. „Þeir hafa náð umtalsverðum árangri miðað við það sem áður var uppi á borðum. Nú þegar þetta er komið niður í upphæðir eins og kemur þarna fram hef ég velt upp þeirri hugmynd, og meðal annars rætt hana við fjármálaráðherra, að aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja verði einfaldlega látin borga þetta. Hrunið er þeim að kenna og þótt þetta yrðu bara fjármálafyrirtækin myndu þau ekki finna fyrir því að borga þetta," segir Þór. Þór segist ekki vita á þessari stundu hvort hann muni greiða atkvæði með samningnum á þingi. Til þess þurfi að lúslesa hann og öll fylgiskjöl. „Við höfum brennt okkur á því áður í tvígang að taka við skjölum frá ríkisstjórninni sem segja að við séum með æðislegan Icesave-samning sem hefur svo verið bara blekkingin innantóm. Ég reikna að vísu ekki með því að það sé þannig í þetta skiptið því ég treysti Lee Buchheit fyllilega til að segja sannleikann." Hins vegar telji hann líklegt að umtalsverður meirihluti verði fyrir þessu á þingi ef því verði gefinn nægur tími til að fara yfir málið og að því gefnu að hvergi sé fiskur undir steini. „En það er kurr í mönnum af því að það heyrðist strax á Steingrími að hann langaði að keyra þetta í gegn fyrir jól. Ef hann ætlar að reyna það verður allt vitlaust." Þór segir ekki víst að Steingrími J. Sigfússyni sé sætt sem fjármálaráðherra eftir þetta mál. Hann hafi haft kolrangt fyrir sér þegar hann reyndi að keyra í gegn samninga sem hefðu kostað þjóðina tugi ef ekki hundruð milljarða. „Ég held að hann ætti að sjálfsögðu að skoða sína stöðu mjög rækilega eftir þetta allt saman. Við ættum kannski að gera Lee Buchheit að fjármálaráðherra."- sh Icesave Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
„Það er greinilegt að það borgar sig að hafa fagmenn í vinnu," segir Þór Saari, Hreyfingunni, um nýjan Icesave-samning. „Þeir hafa náð umtalsverðum árangri miðað við það sem áður var uppi á borðum. Nú þegar þetta er komið niður í upphæðir eins og kemur þarna fram hef ég velt upp þeirri hugmynd, og meðal annars rætt hana við fjármálaráðherra, að aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja verði einfaldlega látin borga þetta. Hrunið er þeim að kenna og þótt þetta yrðu bara fjármálafyrirtækin myndu þau ekki finna fyrir því að borga þetta," segir Þór. Þór segist ekki vita á þessari stundu hvort hann muni greiða atkvæði með samningnum á þingi. Til þess þurfi að lúslesa hann og öll fylgiskjöl. „Við höfum brennt okkur á því áður í tvígang að taka við skjölum frá ríkisstjórninni sem segja að við séum með æðislegan Icesave-samning sem hefur svo verið bara blekkingin innantóm. Ég reikna að vísu ekki með því að það sé þannig í þetta skiptið því ég treysti Lee Buchheit fyllilega til að segja sannleikann." Hins vegar telji hann líklegt að umtalsverður meirihluti verði fyrir þessu á þingi ef því verði gefinn nægur tími til að fara yfir málið og að því gefnu að hvergi sé fiskur undir steini. „En það er kurr í mönnum af því að það heyrðist strax á Steingrími að hann langaði að keyra þetta í gegn fyrir jól. Ef hann ætlar að reyna það verður allt vitlaust." Þór segir ekki víst að Steingrími J. Sigfússyni sé sætt sem fjármálaráðherra eftir þetta mál. Hann hafi haft kolrangt fyrir sér þegar hann reyndi að keyra í gegn samninga sem hefðu kostað þjóðina tugi ef ekki hundruð milljarða. „Ég held að hann ætti að sjálfsögðu að skoða sína stöðu mjög rækilega eftir þetta allt saman. Við ættum kannski að gera Lee Buchheit að fjármálaráðherra."- sh
Icesave Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira