Í-listinn mælist með hreinan meirihluta 20. maí 2010 06:00 Könnunin. Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Framboðið nýtur stuðnings 48,4 prósenta þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni. Verði það niðurstaða kosninga fengi framboðið fimm bæjarfulltrúa af níu. Framboðið fékk 40 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006 og fjóra menn kjörna í bæjarstjórn sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er samkvæmt könnuninni fallinn. Sjálfstæðisflokkurinn tapar verulegu fylgi samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi 29,1 prósent atkvæða, en naut stuðnings 42,4 prósenta Ísfirðinga í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi miðað við þetta fylgi þrjá bæjarfulltrúa, en er með fjóra í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 16,2 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það er lítils háttar aukning frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 15,6 prósent. Niðurstaðan hefur ekki áhrif á fjölda bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Flokkurinn myndi halda sínum eina fulltrúa yrðu þetta niðurstöður kosninga. Alls sagðist 8,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa Kammónistalistann yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga nú. Verði það niðurstaðan í komandi kosningum nær listinn ekki inn bæjarfulltrúa. Kammónistalistinn er nýtt framboð skipað nemendum úr Menntaskólanum á Ísafirði. Menntskælingar hafa áður boðið fram, og náðu tveimur mönnum í bæjarstjórn árið 1996 undir merkjum Fönklistans. Þeir virðast langt frá þeim árangri samkvæmt könnun gærkvöldsins. Hringt var í 600 manns miðvikudaginn 19. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 65,8 prósent afstöðu til spurningarinnar. [email protected] Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Framboðið nýtur stuðnings 48,4 prósenta þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni. Verði það niðurstaða kosninga fengi framboðið fimm bæjarfulltrúa af níu. Framboðið fékk 40 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006 og fjóra menn kjörna í bæjarstjórn sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er samkvæmt könnuninni fallinn. Sjálfstæðisflokkurinn tapar verulegu fylgi samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi 29,1 prósent atkvæða, en naut stuðnings 42,4 prósenta Ísfirðinga í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi miðað við þetta fylgi þrjá bæjarfulltrúa, en er með fjóra í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 16,2 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það er lítils háttar aukning frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 15,6 prósent. Niðurstaðan hefur ekki áhrif á fjölda bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Flokkurinn myndi halda sínum eina fulltrúa yrðu þetta niðurstöður kosninga. Alls sagðist 8,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa Kammónistalistann yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga nú. Verði það niðurstaðan í komandi kosningum nær listinn ekki inn bæjarfulltrúa. Kammónistalistinn er nýtt framboð skipað nemendum úr Menntaskólanum á Ísafirði. Menntskælingar hafa áður boðið fram, og náðu tveimur mönnum í bæjarstjórn árið 1996 undir merkjum Fönklistans. Þeir virðast langt frá þeim árangri samkvæmt könnun gærkvöldsins. Hringt var í 600 manns miðvikudaginn 19. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 65,8 prósent afstöðu til spurningarinnar. [email protected]
Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira