Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins og þú átt möguleika á því að komast á forsíðu næsta helgarblaðs og vinna glæsileg verðlaun. Þema myndarinnar er „Fólk um haust".
Besta myndin verður á forsíðu helgarblaðs Fréttablaðsins næstkomandi laugardag, 9. október.
Verðlaun fyrir bestu myndina er gjafabréf fyrir tvo frá Iceland Express til einhvers af áfangastöðum í Evrópu. Verðlaun fyrir annað og þriðja sæti eru gjafakort frá Þjóðleikhúsinu fyrir tvo á almenna sýningu.
Tilkynnt verður um val forsíðumyndarinnar um miðjan dag á föstudag.
Reglur
- Samkeppnin stendur frá morgni 7. október til klukkan tólf á hádegi þann 8. október.
- Hver þátttakandi má bara senda eina mynd inn.
- Óheimilt er að senda inn eða eigna sér ljósmyndir sem eru teknar af öðrum en sendanda.
- Myndirnar skulu hafa verið teknar nú í haust.
- Þann 8. október á hádegi tekur dómnefnd til starfa og hefur frest til kl. 15 sama dag til að úrskurða um bestu myndina.
- Áskilinn er réttur til að hafna hvaða mynd sem er og til að breyta fyrirsögn og myndatexta í birtingu hennar, jafnframt er áskilinn réttur til birtingar myndar á forsíðu blaðsins.
- Innsendar myndir eru eign höfunda, en Fréttablaðinu og Vísir.is er heimilt að birta þær í tengslum við keppnina og í kjölfar hennar svo fremi sem höfundarnafn sé tiltekið.
- Tekið er við myndum á netfangið ljosmyndasamkeppni@frettabladid.is og skulu þær vera í nægilegri upplausn til að birta í blaðinu.
- Myndinni þarf að fylgja nafn höfundar og upplýsingar um heimilisfang, netfang og símanúmer.