Viðskipti erlent

Hyggja á opnun nýs Dis­n­ey-skemmtigarðs í Abú Dabí

Atli Ísleifsson skrifar
Fram kemur í tilkynningu að um verði að ræða sjöunda Disney-skemmtigarðinn, en Miral mun bæði þróa og reka garðinn.
Fram kemur í tilkynningu að um verði að ræða sjöunda Disney-skemmtigarðinn, en Miral mun bæði þróa og reka garðinn. Disney

Bandaríska Walt Disney Company og upplifunarfyrirtækið Miral í Abú Dabí ætla sér að opna nýja risa Disney-skemmtigarð í Abú Dabí.

Greint var frá fyrirætlununum í hádeginu en skemmtigarðurinn verður staðsettur á Yas-eyju og er stefnt að því fá ferðamenn frá Miðausturlöndum, Afríku, Indlandi og öðrum Asíuríkjum, Evrópu og víðar til að sækja staðinn heim.

Fram kemur í tilkynningu að um verði að ræða sjöunda Disney-skemmtigarðinn, en Miral mun bæði þróa og reka garðinn.

Bent er á mikilvæga staðsetningu Abú Dabí á heimskortinu þar sem þriðjungur mannkyns býr á svæði sem er innan við fjögurra tíma flugferð frá Abú Dabí. Um 120 milljónir flugfarþega ferðast nú um Abú Dabí og Dúbaí á ári hverju.

Josh D’Amaro, forstjóri Disney Experiences, segir að garðurinn verði ólíkur fyrri görðum og einnig sá tæknilegasti. Þá verði hann staðsettur á einstakri strandlengju Abú Dabí.

Ekki er tekið fram í tilkynningunni hvenær stefnt sé að opnun garðsins.

Disney





Fleiri fréttir

Sjá meira


×