Brothers gengur vel í miðasölu 19. janúar 2010 05:00 Ánægður Sigurjón er ánægður með árangur Brothers en hún mun sennilega ná þrjátíu milljóna dollara markinu í miðasölu í Bandaríkjunum. Myndin verður frumsýnd í Bretlandi um helgina. „Við settum okkur það markmið að ná þrjátíu millljón dollara markinu og mér sýnist við vera að ná því," segir Sigurjón Sighvatsson, einn af framleiðendum kvikmyndarinnar Brothers en hún hefur fengið prýðilega dóma í bandarískum fjölmiðlum þótt myndin hafi ekki náð neinum Golden Globe-styttum á sunnudagskvöldið. „Það voru vissulega vonbrigði, maður hélt að U2 myndi nú rúlla þessu upp en svona er þetta," segir Sigurjón en írsku rokkrisarnir voru tilnefndir fyrir lag kvikmyndarinnar, Winter. Þá var Tobey Maguire einnig tilnefndur sem besti karlleikari í aukahlutverki en sá á eftir styttunni til Jeff Bridges. Sigurjón kveðst vera nokkuð sáttur við aðsóknina en segir að mikið vilji alltaf meira. „Myndin fékk mjög góða dóma og aðsóknin var mjög góð. En svo kom Avatar og hún gerði eiginlega það sem enginn bjóst við að myndi gerast, hún gleypti gjörsamlega alla aðsókn," útskýrir Sigurjón. Brothers skartar auk Maguire þeim Jake Gyllenhaal og Natalie Portman í aðalhlutverkum en myndin verður frumsýnd í Bretlandi um helgina. Sigurjón kveðst bjartsýnn á gott gengi enda er írskur leikstjóri myndarinnar, Jim Sheridan, í miklum metum þar, að ekki sé talað um Bono og félaga. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð á forsýningum og ég held að myndin eigi eftir að ganga vel í Evrópu, þetta er ádeila á Ameríku og Ameríkanar eru ekkert sérstaklega mikið fyrir að láta deila á sig. Evrópubúar kunna hins vegar vel að meta slíkar myndir."- fgg Golden Globes Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Við settum okkur það markmið að ná þrjátíu millljón dollara markinu og mér sýnist við vera að ná því," segir Sigurjón Sighvatsson, einn af framleiðendum kvikmyndarinnar Brothers en hún hefur fengið prýðilega dóma í bandarískum fjölmiðlum þótt myndin hafi ekki náð neinum Golden Globe-styttum á sunnudagskvöldið. „Það voru vissulega vonbrigði, maður hélt að U2 myndi nú rúlla þessu upp en svona er þetta," segir Sigurjón en írsku rokkrisarnir voru tilnefndir fyrir lag kvikmyndarinnar, Winter. Þá var Tobey Maguire einnig tilnefndur sem besti karlleikari í aukahlutverki en sá á eftir styttunni til Jeff Bridges. Sigurjón kveðst vera nokkuð sáttur við aðsóknina en segir að mikið vilji alltaf meira. „Myndin fékk mjög góða dóma og aðsóknin var mjög góð. En svo kom Avatar og hún gerði eiginlega það sem enginn bjóst við að myndi gerast, hún gleypti gjörsamlega alla aðsókn," útskýrir Sigurjón. Brothers skartar auk Maguire þeim Jake Gyllenhaal og Natalie Portman í aðalhlutverkum en myndin verður frumsýnd í Bretlandi um helgina. Sigurjón kveðst bjartsýnn á gott gengi enda er írskur leikstjóri myndarinnar, Jim Sheridan, í miklum metum þar, að ekki sé talað um Bono og félaga. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð á forsýningum og ég held að myndin eigi eftir að ganga vel í Evrópu, þetta er ádeila á Ameríku og Ameríkanar eru ekkert sérstaklega mikið fyrir að láta deila á sig. Evrópubúar kunna hins vegar vel að meta slíkar myndir."- fgg
Golden Globes Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira