Skrímslin vöknuð til lífsins á Bíldudal 17. júní 2010 04:15 Valdimar Gunnarsson Um hundrað sjálfboðaliðar úr röðum heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga unnu í tvö ár við að koma Skrímslasetrinu á laggirnar. Hugmyndin að Skrímslasetrinu kviknaði sumarið 2007 á bæjarhátíðinni Bíldudals grænar baunir, þar sem meðal annars var boðið upp á skrímslaferðir. „Þetta var gífurlega vinsælt og vakti mikla athygli í fjölmiðlum," segir Valdimar Gunnarsson, formaður Félags áhugamanna um Skrímslasetur. „Við sáum að það var hægt að gera eitthvað meira og stofnuðum því félagið." Skrímslafélagið er angi af Arnfirðingafélaginu í Reykjavík, sem hefur það meðal annars að markmiði að aðstoða og efla heimabyggðina. Valdimar segir að á Bíldudal hafi vantað afþreyingu fyrir ferðamenn í bænum. Þeir hafi þar af leiðandi ekki haft langa viðdvöl þar. Skrímslasetrið sé liður í að breyta því. Setrið er til húsa í gömlu matvælaiðjunni á Bíldudal; 800 fermetra byggingu sem var að hruni komin þegar skrímslafélagið keypti það. „Þarna var hausaþurrkun fyrir nokkrum árum og allt orðið kasúldið og ógeðslegt," segir Valdimar. „En þetta var eina húsnæðið í bænum sem hentaði. Við sáum fram á að það þyrfti kraftaverk til að koma því í gott ástand og leituðum til heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga til að leggja okkur lið." Um hundrað sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg og reiknast Valdimar til að þeir hafi unnið í um 3.000 vinnustundir. „Samheldnin og velviljinn hjá fólki hefur verið hreint ótrúlegur. Setrið hefði ekki orðið að raunveruleika án þess." Til stóð að opna Skrímslasetrið í fyrra en við hrun bankanna skrúfaðist fyrir allar fjárveitingar. Því var brugðið á það ráð að opna safnið í tveimur áföngum. Sá fyrri var opnaður nú á dögunum og nemur heildarkostnaður við hann um 45 milljónum króna. Setrið var opið í um hálfan mánuð í fyrrasumar í tilraunaskyni og heimsóttu á fimmta þúsund það þá. „Ferðamannatíminn fer greinilega aðeins hægar af stað í ár en í fyrra," segir Valdimar. „En miðað við hvernig gekk í fyrra erum við bjartsýn fyrir sumarið." Um fimmtán milljónir króna vantar til að ljúka við seinni áfanga setursins. Valdimar vonast þó til að það geti orðið áður en langt um líður. [email protected] Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Hugmyndin að Skrímslasetrinu kviknaði sumarið 2007 á bæjarhátíðinni Bíldudals grænar baunir, þar sem meðal annars var boðið upp á skrímslaferðir. „Þetta var gífurlega vinsælt og vakti mikla athygli í fjölmiðlum," segir Valdimar Gunnarsson, formaður Félags áhugamanna um Skrímslasetur. „Við sáum að það var hægt að gera eitthvað meira og stofnuðum því félagið." Skrímslafélagið er angi af Arnfirðingafélaginu í Reykjavík, sem hefur það meðal annars að markmiði að aðstoða og efla heimabyggðina. Valdimar segir að á Bíldudal hafi vantað afþreyingu fyrir ferðamenn í bænum. Þeir hafi þar af leiðandi ekki haft langa viðdvöl þar. Skrímslasetrið sé liður í að breyta því. Setrið er til húsa í gömlu matvælaiðjunni á Bíldudal; 800 fermetra byggingu sem var að hruni komin þegar skrímslafélagið keypti það. „Þarna var hausaþurrkun fyrir nokkrum árum og allt orðið kasúldið og ógeðslegt," segir Valdimar. „En þetta var eina húsnæðið í bænum sem hentaði. Við sáum fram á að það þyrfti kraftaverk til að koma því í gott ástand og leituðum til heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga til að leggja okkur lið." Um hundrað sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg og reiknast Valdimar til að þeir hafi unnið í um 3.000 vinnustundir. „Samheldnin og velviljinn hjá fólki hefur verið hreint ótrúlegur. Setrið hefði ekki orðið að raunveruleika án þess." Til stóð að opna Skrímslasetrið í fyrra en við hrun bankanna skrúfaðist fyrir allar fjárveitingar. Því var brugðið á það ráð að opna safnið í tveimur áföngum. Sá fyrri var opnaður nú á dögunum og nemur heildarkostnaður við hann um 45 milljónum króna. Setrið var opið í um hálfan mánuð í fyrrasumar í tilraunaskyni og heimsóttu á fimmta þúsund það þá. „Ferðamannatíminn fer greinilega aðeins hægar af stað í ár en í fyrra," segir Valdimar. „En miðað við hvernig gekk í fyrra erum við bjartsýn fyrir sumarið." Um fimmtán milljónir króna vantar til að ljúka við seinni áfanga setursins. Valdimar vonast þó til að það geti orðið áður en langt um líður. [email protected]
Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira