Verkefni kirkjunnar Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 14. september 2010 06:00 Málefni kirkjunnar eru mikið rædd sem von er. Ljóst er að æðsti maður hennar um tíma braut gegn þeim sem hann átti að verja og sýna trúnað og komst því miður upp með það í stað þess að svara fyrir gjörðir sínar. Kirkjan hefur brugðist við með að skýra hvernig hún bregst við málum sem þessum. Fagna ég því að lærðir og leikmenn ætli að gera allt til að viðbrögð við glæpum sem þessum verði rétt. Ég trúi því að barátta þeirra sem brotið var á muni leiða af sér betri kirkju og betra samfélag. Kirkjan byggir, eins og flestir aðrir söfnuðir eða félög, á fólkinu sem þar starfar, lærðum og leikmönnum. Fyrir þessa aðila eru atburðir sem þessir áfall og sorg þó með öðrum hætti en hjá fórnarlömbunum. Því er mikilvægt að þessi stóri hópur verði ekki dæmdur af atburðum sem þessum. Innan kirkjunnar starfar mikið af afar hæfu og góðu fólki sem tekið hefur þátt í að skapa gleðilegustu minningar margra eða verið huggun og styrkur í sorg. Þetta góða fólk, presta, starfsmenn eða almenna þegna kirkjunnar má ekki líta á sem sakamenn. Þetta er fólkið sem breyta mun starfsháttum kirkjunnar til lengri tíma. Ég er í þjóðkirkjunni en sumir í minni fjölskyldu eru það ekki, t.d. konan mín. Synir mínir ráða því sjálfir hvort þeir láti ferma sig eða ekki og hefur einn kosið að gera það ekki. Ég ber jafn hlýjan hug til þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni og þeirra sem þar eru. Á Sauðárkróki, þar sem ég ólst upp og fjölskyldan hefur lengstum búið, hafa prestar og starfsfólk kirkjunnar reynst íbúum afar vel og skipta miklu í samfélaginu og fyrir það er ég þakklátur. Of margir, þar á meðal stjórnmálamenn, virðast ætla að nýta þá varnarstöðu sem kirkjan er í til að veikja stöðu hennar enn frekar. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að blanda saman þessum hræðilegu atburðum og stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá eða fella dóma yfir öðrum starfsmönnum hennar. Innan kirkjunnar eru skiptar skoðanir um ýmis mál sem tekist er á um í ræðu og riti. Í raun er ekkert óeðlilegt við það, en ég tel rangt ef þessar hörmungar eru tengdar slíkum átökum. Tugþúsundir Íslendinga eiga sínar bestu minningar í kringum athafnir tengdar kirkjunni og leita þangað eftir huggun í sorg. Það eigum við að virða um leið og við gerum kröfu um að kirkjan verðskuldi það traust sem við sýnum henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Málefni kirkjunnar eru mikið rædd sem von er. Ljóst er að æðsti maður hennar um tíma braut gegn þeim sem hann átti að verja og sýna trúnað og komst því miður upp með það í stað þess að svara fyrir gjörðir sínar. Kirkjan hefur brugðist við með að skýra hvernig hún bregst við málum sem þessum. Fagna ég því að lærðir og leikmenn ætli að gera allt til að viðbrögð við glæpum sem þessum verði rétt. Ég trúi því að barátta þeirra sem brotið var á muni leiða af sér betri kirkju og betra samfélag. Kirkjan byggir, eins og flestir aðrir söfnuðir eða félög, á fólkinu sem þar starfar, lærðum og leikmönnum. Fyrir þessa aðila eru atburðir sem þessir áfall og sorg þó með öðrum hætti en hjá fórnarlömbunum. Því er mikilvægt að þessi stóri hópur verði ekki dæmdur af atburðum sem þessum. Innan kirkjunnar starfar mikið af afar hæfu og góðu fólki sem tekið hefur þátt í að skapa gleðilegustu minningar margra eða verið huggun og styrkur í sorg. Þetta góða fólk, presta, starfsmenn eða almenna þegna kirkjunnar má ekki líta á sem sakamenn. Þetta er fólkið sem breyta mun starfsháttum kirkjunnar til lengri tíma. Ég er í þjóðkirkjunni en sumir í minni fjölskyldu eru það ekki, t.d. konan mín. Synir mínir ráða því sjálfir hvort þeir láti ferma sig eða ekki og hefur einn kosið að gera það ekki. Ég ber jafn hlýjan hug til þeirra sem ekki eru í þjóðkirkjunni og þeirra sem þar eru. Á Sauðárkróki, þar sem ég ólst upp og fjölskyldan hefur lengstum búið, hafa prestar og starfsfólk kirkjunnar reynst íbúum afar vel og skipta miklu í samfélaginu og fyrir það er ég þakklátur. Of margir, þar á meðal stjórnmálamenn, virðast ætla að nýta þá varnarstöðu sem kirkjan er í til að veikja stöðu hennar enn frekar. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að blanda saman þessum hræðilegu atburðum og stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá eða fella dóma yfir öðrum starfsmönnum hennar. Innan kirkjunnar eru skiptar skoðanir um ýmis mál sem tekist er á um í ræðu og riti. Í raun er ekkert óeðlilegt við það, en ég tel rangt ef þessar hörmungar eru tengdar slíkum átökum. Tugþúsundir Íslendinga eiga sínar bestu minningar í kringum athafnir tengdar kirkjunni og leita þangað eftir huggun í sorg. Það eigum við að virða um leið og við gerum kröfu um að kirkjan verðskuldi það traust sem við sýnum henni.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun