Hera Björk og Örlygur Smári höfundar lagsins Je Ne Sais Quoi og fylgdarlið eru ánægð með síðustu æfinguna sem fram fór í Telenor höllinni í Osló dag.
Við fylgdumst með rennslinu og komumst ekki hjá því að taka eftir því þegar nærstaddir klöppuðu og hrópuðu eftir flutning íslenska hópsins.
Í kvöld flytja þau lagið í beinni útsendingu í fyrra undanúrslitakvöldi Evrópusöngvakeppninnar sem hefst klukkan 19:00.