Sinnir sárustu neyð í sumarlokuninni 2. júlí 2010 04:15 Sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar Íslands við 1.000 fermetra kartöflugarða í Skammadal. Skjólstæðingar stofnunarinnar fá að njóta uppskerunnar í haust. FRETTABLADID/VILHELM Mæðrastyrksnefnd mun hjálpa skjólstæðingum sem eru í sárustu neyð, þótt hefðbundin sumarlokun standi nú yfir hjá nefndinni, svo fremi sem það er mögulegt. Þetta segir Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður hennar. Sumarlokanir eru hafnar hjá hjálparstofnunum og eru þær settar á sama tíma. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands úthluta næst 18. ágúst. Spurð hvort ekki hefði komið til greina að forráðamenn stofnananna hefðu með sér samráð um að dreifa lokununum, þannig að fólk í brýnni þörf gæti leitað eitthvert til að fá aðstoð segir Ragnhildur að þótt nefndin hafi haft samstarf við Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn fyrir jólin, hafi ekki verið haft samstarf um lokanir. „Hjá okkur vinna allir í sjálfboðavinnu. Málin hafa æxlast þannig að það eru margar konur sem ætla að fara í frí hjá okkur og þá skellur það allt á sama tíma eins og venjulega.“ Ragnhildur bætir við að þeir sem fara ekki í frí noti þann tíma þegar lokað er til þess að þrífa, mála og ganga frá ýmsu sem koma þurfi í lag innanhúss. „Svo erum við svolítið að hugsa um okkur sjálfar. Við þurfum að efla okkur og styrkja fyrir veturinn til að geta tekið á móti þeim verkefnum sem við vitum að bíða okkar í vetur.“ Ragnhildur segir sjálfboðaliða nefndarinnar vera farna að þekkja skjólstæðinga sína og viti hvar þörfin sé brýnust. Geti þeir greitt götu þeirra sem í allra mestum erfiðleikum eigi þá verði það gert. „Ef hjálparstofnanirnar myndu loka sitt í hvoru lagi yrði alveg gríðarlegt álag. Ég sé ekki fyrir mér hvernig við ættum að geta sinnt því með hefðbundnum úthlutunum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastýra Fjölskylduhjálparinnar. Hún segir enn fremur að Fjölskylduhjálpin þurfi einnig að huga að fjármögnun fyrir haustið og jólin, þegar álagið verði fyrirsjáanlega mjög mikið. Það sé þó engin spurning í sínum huga að fengi stofnunin fjárstyrk, til að mynda frá Reykjavíkurborg, þá yrði reynt að rétta þeim verst stöddu hjálparhönd þótt sumarlokun standi yfir. „Við reynum að gera sem mest úr því fjármagni sem við höfum úr að spila,“ segir hún og nefnir að í vor hafi sjálfboðaliðarnir sett niður kartöflur í 1.000 fermetra svæði sem leigt hafi verið í Skammadal. Uppskerunni verði svo úthlutað með haustinu. [email protected] Innlent Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Mæðrastyrksnefnd mun hjálpa skjólstæðingum sem eru í sárustu neyð, þótt hefðbundin sumarlokun standi nú yfir hjá nefndinni, svo fremi sem það er mögulegt. Þetta segir Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður hennar. Sumarlokanir eru hafnar hjá hjálparstofnunum og eru þær settar á sama tíma. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands úthluta næst 18. ágúst. Spurð hvort ekki hefði komið til greina að forráðamenn stofnananna hefðu með sér samráð um að dreifa lokununum, þannig að fólk í brýnni þörf gæti leitað eitthvert til að fá aðstoð segir Ragnhildur að þótt nefndin hafi haft samstarf við Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn fyrir jólin, hafi ekki verið haft samstarf um lokanir. „Hjá okkur vinna allir í sjálfboðavinnu. Málin hafa æxlast þannig að það eru margar konur sem ætla að fara í frí hjá okkur og þá skellur það allt á sama tíma eins og venjulega.“ Ragnhildur bætir við að þeir sem fara ekki í frí noti þann tíma þegar lokað er til þess að þrífa, mála og ganga frá ýmsu sem koma þurfi í lag innanhúss. „Svo erum við svolítið að hugsa um okkur sjálfar. Við þurfum að efla okkur og styrkja fyrir veturinn til að geta tekið á móti þeim verkefnum sem við vitum að bíða okkar í vetur.“ Ragnhildur segir sjálfboðaliða nefndarinnar vera farna að þekkja skjólstæðinga sína og viti hvar þörfin sé brýnust. Geti þeir greitt götu þeirra sem í allra mestum erfiðleikum eigi þá verði það gert. „Ef hjálparstofnanirnar myndu loka sitt í hvoru lagi yrði alveg gríðarlegt álag. Ég sé ekki fyrir mér hvernig við ættum að geta sinnt því með hefðbundnum úthlutunum,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastýra Fjölskylduhjálparinnar. Hún segir enn fremur að Fjölskylduhjálpin þurfi einnig að huga að fjármögnun fyrir haustið og jólin, þegar álagið verði fyrirsjáanlega mjög mikið. Það sé þó engin spurning í sínum huga að fengi stofnunin fjárstyrk, til að mynda frá Reykjavíkurborg, þá yrði reynt að rétta þeim verst stöddu hjálparhönd þótt sumarlokun standi yfir. „Við reynum að gera sem mest úr því fjármagni sem við höfum úr að spila,“ segir hún og nefnir að í vor hafi sjálfboðaliðarnir sett niður kartöflur í 1.000 fermetra svæði sem leigt hafi verið í Skammadal. Uppskerunni verði svo úthlutað með haustinu. [email protected]
Innlent Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira