Að slíta í sundur friðinn 27. mars 2010 06:00 Eitt af því sem hefur því miður einkennt okkur Íslendinga eftir hrunið er skortur á samstöðu. Í mörgum mikilvægum málum hefur þjóðin skipst í fylkingar og hver höndin verið upp á móti annarri. Þetta hefur síðan valdið því að lausn mikilvægra mála hefur tafist úr hófi. Þegar frá líður verður það væntanlega verkefni sagnfræðinga eða jafnvel sálfræðinga að greina af hverju þjóðin valdi leið sundurlyndis þegar þörfin fyrir samstöðu var meiri en nokkru sinni fyrr. Segja má að ljósið í myrkrinu hafi verið undirritun Stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var af hálfu ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í lok júní árið 2009. Við undirritunina ríkti bjartsýni meðal manna en engu að síður var ljóst að verkefnin fram undan voru erfið og myndu reyna á. Eins og við mátti búast hrikti stundum í stoðum sáttmálans enda kom fljótlega í ljós að sáttmálinn var ekki að ganga eftir eins og menn höfðu vonast til. Dráttur á lausn Icesave olli vandræðum og hafði í för með sér tafir meðal annars á lækkun vaxta, styrkingu krónunnar, afnámi gjaldeyrishafta og skapaði erfiðleika varðandi fjármögnun ýmissa framkvæmda. En það sem á endanum olli því að upp úr slitnaði var að menn misstu sjónar á stóru málunum og urðu ákveðinni hugmyndafræði að bráð. Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir erfiðleikum – en ekki meiri erfiðleikum en svo að með samhentu átaki eigum við að geta verið komin á nokkuð lygnan sjó innan 2-3 ára. Ef við hins vegar ákveðum að velja stöðugt ófrið frekar en samstöðu erum við að gera okkur miklu erfiðara fyrir og lengja þann tíma sem við erum stödd í öldudalnum. Í ljósi þessa verða það því að teljast mikil vonbrigði að stjórnarflokkarnir skyldu ákveða að keyra í gegn skötuselsfrumvarpið svokallaða í mikilli óþökk Samtaka atvinnulífsins. Skötuselurinn einn og sér olli þó ekki gliðnun Stöðugleikasáttmálans heldur var þessi ófrýnilega skepna punkturinn yfir i-ið. Því skal hins vegar haldið til haga að afar brýnt er að ná víðtækri sátt um stjórnun fiskveiða meðal þjóðarinnar og þar verða allir aðilar að koma til leiks með ábyrgum hætti og láta af óbilgirni og oft gamaldags baráttuaðferðum. Það verður hins vegar að teljast undarleg tímasetning að keyra í gegn breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í óþökk hagsmunaaðila á sama tíma og þjóðin er stödd í miðjum skafli efnahagshrunsins. Skynsamlegra hefði verið að koma þjóðarskútunni í var – einblína á brýnustu úrlausnarmálin – og taka síðan á öðrum málum þar sem ekki skiptir öllu hvort lausn finnist á komandi vikum eða dragist eitthvað á langinn. Þegar verið er að ausa úr leku skipi á liturinn á bátnum ekki að skipta máli. Fyrst þegar búið er að koma skipinu til hafnar og gera sjófært á ný má velta fyrir sér að gera ýmsar aðrar breytingar sem teljast til bóta.margrét kristmannssdóttirVið Íslendingar stöndum nú frammi fyrir því að sú framsýni sem náðist með undirritun Stöðugleikasáttmálans er horfin og aðilar sáttmálans stefna hraðbyri í átt að sundurlyndi með ófyrirséðum afleiðingum. Fast er skotið úr öllum áttum og aðilar sem áður sneru bökum saman nýta nú flest tækifæri til að senda mótaðilum tóninn. Skrattanum er skemmt! Þetta er óheillaþróun og aðilar verða að þoka sér í átt að samstöðu á ný. Þjóðarhagur krefst þess og þjóðin hefur ekki efni á því að aðilar í lykilhlutverki endurreisnarinnar – stjórnarflokkarnir og aðilar vinnumarkaðarins – gangi ekki í takt. Við verðum að stíga eitt skref til baka – finna taktinn á ný og einblína á stóru sameiginlegu hagsmunamálin. Það er einsýnt að til að finna þann takt verða sumir að brjóta odd af oflæti sínu, éta ofan í sig þegar sögð orð og taka til baka þegar gerða hluti. Það eru ekki miklar fórnir þegar framtíð fyrirtækja landsins og þar með heimila er í húfi. Þegar Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður fyrir níu mánuðum síðan héldum við að staðan yrði önnur nú en raun ber vitni. Við erum á krossgötum og verðum að vinna okkur út úr núverandi stöðu í stað þess að einblína í baksýnisspegilinn og harma glötuð tækifæri. Við sem lifum og hrærumst í viðskiptalífinu vitum að þegar upp úr viðskiptasamböndum slitnar er alltaf hægt að róa á önnur mið og leita nýrra viðskiptasambanda. Þetta getur ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins ekki gert. Þau sitja uppi með hvort annað – hvort sem mönnum líkar það nú betur eða verr. Við getum haldið áfram að skemmta skrattanum og þá eigum við vafalaust skilið döpur eftirmæli um okkar þátt í endurreisninni. Við höfum val um að ganga veg sundurlyndis og ósátta eða gyrða okkur í brók og takast í sameiningu á við þau gríðarlegu verkefni sem við þjóðinni blasa. Þjóðin gerir bæði kröfur um og á skilið að seinni kosturinn sé valinn. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem hefur því miður einkennt okkur Íslendinga eftir hrunið er skortur á samstöðu. Í mörgum mikilvægum málum hefur þjóðin skipst í fylkingar og hver höndin verið upp á móti annarri. Þetta hefur síðan valdið því að lausn mikilvægra mála hefur tafist úr hófi. Þegar frá líður verður það væntanlega verkefni sagnfræðinga eða jafnvel sálfræðinga að greina af hverju þjóðin valdi leið sundurlyndis þegar þörfin fyrir samstöðu var meiri en nokkru sinni fyrr. Segja má að ljósið í myrkrinu hafi verið undirritun Stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var af hálfu ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í lok júní árið 2009. Við undirritunina ríkti bjartsýni meðal manna en engu að síður var ljóst að verkefnin fram undan voru erfið og myndu reyna á. Eins og við mátti búast hrikti stundum í stoðum sáttmálans enda kom fljótlega í ljós að sáttmálinn var ekki að ganga eftir eins og menn höfðu vonast til. Dráttur á lausn Icesave olli vandræðum og hafði í för með sér tafir meðal annars á lækkun vaxta, styrkingu krónunnar, afnámi gjaldeyrishafta og skapaði erfiðleika varðandi fjármögnun ýmissa framkvæmda. En það sem á endanum olli því að upp úr slitnaði var að menn misstu sjónar á stóru málunum og urðu ákveðinni hugmyndafræði að bráð. Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir erfiðleikum – en ekki meiri erfiðleikum en svo að með samhentu átaki eigum við að geta verið komin á nokkuð lygnan sjó innan 2-3 ára. Ef við hins vegar ákveðum að velja stöðugt ófrið frekar en samstöðu erum við að gera okkur miklu erfiðara fyrir og lengja þann tíma sem við erum stödd í öldudalnum. Í ljósi þessa verða það því að teljast mikil vonbrigði að stjórnarflokkarnir skyldu ákveða að keyra í gegn skötuselsfrumvarpið svokallaða í mikilli óþökk Samtaka atvinnulífsins. Skötuselurinn einn og sér olli þó ekki gliðnun Stöðugleikasáttmálans heldur var þessi ófrýnilega skepna punkturinn yfir i-ið. Því skal hins vegar haldið til haga að afar brýnt er að ná víðtækri sátt um stjórnun fiskveiða meðal þjóðarinnar og þar verða allir aðilar að koma til leiks með ábyrgum hætti og láta af óbilgirni og oft gamaldags baráttuaðferðum. Það verður hins vegar að teljast undarleg tímasetning að keyra í gegn breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í óþökk hagsmunaaðila á sama tíma og þjóðin er stödd í miðjum skafli efnahagshrunsins. Skynsamlegra hefði verið að koma þjóðarskútunni í var – einblína á brýnustu úrlausnarmálin – og taka síðan á öðrum málum þar sem ekki skiptir öllu hvort lausn finnist á komandi vikum eða dragist eitthvað á langinn. Þegar verið er að ausa úr leku skipi á liturinn á bátnum ekki að skipta máli. Fyrst þegar búið er að koma skipinu til hafnar og gera sjófært á ný má velta fyrir sér að gera ýmsar aðrar breytingar sem teljast til bóta.margrét kristmannssdóttirVið Íslendingar stöndum nú frammi fyrir því að sú framsýni sem náðist með undirritun Stöðugleikasáttmálans er horfin og aðilar sáttmálans stefna hraðbyri í átt að sundurlyndi með ófyrirséðum afleiðingum. Fast er skotið úr öllum áttum og aðilar sem áður sneru bökum saman nýta nú flest tækifæri til að senda mótaðilum tóninn. Skrattanum er skemmt! Þetta er óheillaþróun og aðilar verða að þoka sér í átt að samstöðu á ný. Þjóðarhagur krefst þess og þjóðin hefur ekki efni á því að aðilar í lykilhlutverki endurreisnarinnar – stjórnarflokkarnir og aðilar vinnumarkaðarins – gangi ekki í takt. Við verðum að stíga eitt skref til baka – finna taktinn á ný og einblína á stóru sameiginlegu hagsmunamálin. Það er einsýnt að til að finna þann takt verða sumir að brjóta odd af oflæti sínu, éta ofan í sig þegar sögð orð og taka til baka þegar gerða hluti. Það eru ekki miklar fórnir þegar framtíð fyrirtækja landsins og þar með heimila er í húfi. Þegar Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður fyrir níu mánuðum síðan héldum við að staðan yrði önnur nú en raun ber vitni. Við erum á krossgötum og verðum að vinna okkur út úr núverandi stöðu í stað þess að einblína í baksýnisspegilinn og harma glötuð tækifæri. Við sem lifum og hrærumst í viðskiptalífinu vitum að þegar upp úr viðskiptasamböndum slitnar er alltaf hægt að róa á önnur mið og leita nýrra viðskiptasambanda. Þetta getur ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins ekki gert. Þau sitja uppi með hvort annað – hvort sem mönnum líkar það nú betur eða verr. Við getum haldið áfram að skemmta skrattanum og þá eigum við vafalaust skilið döpur eftirmæli um okkar þátt í endurreisninni. Við höfum val um að ganga veg sundurlyndis og ósátta eða gyrða okkur í brók og takast í sameiningu á við þau gríðarlegu verkefni sem við þjóðinni blasa. Þjóðin gerir bæði kröfur um og á skilið að seinni kosturinn sé valinn. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun