Börnin mín drukku FM 957 í sig með móðurmjólkinni 21. maí 2010 08:45 Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir er nýjasti liðsmaður FM 957. Hún er einn þáttastjórnanda nýs morgunþáttar sem ber heitið Svali og félagar og hófst í morgun. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég held að ég hafi þurft eitthvað ögrandi til að takast á við," segir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, nýr liðsmaður útvarpsstöðvarinnar FM 957. Ásdís verður í morgunútvarpsteymi Sigvalda Kaldalóns, sem hóf upp raust sína í fyrsta sinn í morgun. Þátturinn tekur við af hinum ofurvinsæla Zúúber sem nú er hættur og í staðinn hefur Svali, eins og Sigvaldi er jafnan kallaður, fengið til sín nýtt fólk í nýjan þátt sem ber heitið Svali og félagar. Og er Ásdís í þeim hópi. Ný heimasíða er komin í loftið undir sama nafni og þar verður hægt að finna upptökur og útskriftir af efni þáttarins. Ásdís viðurkennir að hún hafi enga reynslu af útvarpi. „Nei, ég heyrði bara auglýsingu í útvarpinu þar sem ég var að keyra börnin í skólann á náttbuxunum og var síðan mætt í atvinnuviðtal þremur tímum seinna. Svona gerast bara hlutirnir," segir Ásdís. Hún er þriggja barna móðir og er að klára fjórða árið í lögfræði. „Nú er það bara lokaspretturinn sem tekur við," bætir hún við en eins og flestir vita er lögfræðinámið strembið og útheimtir mikla vinnu. Ásdís segist þó kvíða því að tíminn verði hennar versti óvinur. „Nei, það verður eiginlega að koma í ljós með haustinu og ég er einmitt bara að spá í því hvað ég eigi að gera í öllum mínum frístundum," grínast Ásdís með. Sjálf segist hún vera mikil áhugamanneskja um útvarp. „Ég er mikill FM-hnakki og smellpassa því alveg inn í umhverfið," bætir hún við. Verandi þriggja barna móðir hefur Ásdís ágætis reynslu af því að vakna eldsnemma á morgnana en þátturinn hefst á slaginu korter í sjö. „Það er bara ræs klukkan fimm og það verður ekkert mál," segir hún en börnin hennar eru sjö, tólf og fjórtán ára. Að sögn Ásdísar eru þau líkt og mamman ákaflega spennt fyrir nýja starfinu. „Já, þau fengu hnakkamenninguna með móðurmjólkinni." [email protected] Hægt er að hlusta á FM 957 í beinni hér á Vísi. Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
„Ég held að ég hafi þurft eitthvað ögrandi til að takast á við," segir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, nýr liðsmaður útvarpsstöðvarinnar FM 957. Ásdís verður í morgunútvarpsteymi Sigvalda Kaldalóns, sem hóf upp raust sína í fyrsta sinn í morgun. Þátturinn tekur við af hinum ofurvinsæla Zúúber sem nú er hættur og í staðinn hefur Svali, eins og Sigvaldi er jafnan kallaður, fengið til sín nýtt fólk í nýjan þátt sem ber heitið Svali og félagar. Og er Ásdís í þeim hópi. Ný heimasíða er komin í loftið undir sama nafni og þar verður hægt að finna upptökur og útskriftir af efni þáttarins. Ásdís viðurkennir að hún hafi enga reynslu af útvarpi. „Nei, ég heyrði bara auglýsingu í útvarpinu þar sem ég var að keyra börnin í skólann á náttbuxunum og var síðan mætt í atvinnuviðtal þremur tímum seinna. Svona gerast bara hlutirnir," segir Ásdís. Hún er þriggja barna móðir og er að klára fjórða árið í lögfræði. „Nú er það bara lokaspretturinn sem tekur við," bætir hún við en eins og flestir vita er lögfræðinámið strembið og útheimtir mikla vinnu. Ásdís segist þó kvíða því að tíminn verði hennar versti óvinur. „Nei, það verður eiginlega að koma í ljós með haustinu og ég er einmitt bara að spá í því hvað ég eigi að gera í öllum mínum frístundum," grínast Ásdís með. Sjálf segist hún vera mikil áhugamanneskja um útvarp. „Ég er mikill FM-hnakki og smellpassa því alveg inn í umhverfið," bætir hún við. Verandi þriggja barna móðir hefur Ásdís ágætis reynslu af því að vakna eldsnemma á morgnana en þátturinn hefst á slaginu korter í sjö. „Það er bara ræs klukkan fimm og það verður ekkert mál," segir hún en börnin hennar eru sjö, tólf og fjórtán ára. Að sögn Ásdísar eru þau líkt og mamman ákaflega spennt fyrir nýja starfinu. „Já, þau fengu hnakkamenninguna með móðurmjólkinni." [email protected] Hægt er að hlusta á FM 957 í beinni hér á Vísi.
Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira