Sjálfstæðisflokkur stærstur á ný með yfir 40% fylgi 19. mars 2010 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi á kostnað stjórnarflokkanna samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 40,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði kosið nú. Í síðustu könnun Fréttablaðsins naut flokkurinn stuðnings 31,1 prósents aðspurðra, og hækkar því um 9,2 prósentustig milli kannana. Flokkurinn er 16,6 prósentustigum yfir kjörfylgi sínu, sem var 23,7 prósent og á ný sá flokkur sem nýtur mests fylgis. Síðast mældist flokkurinn með sambærilegt fylgi í könnun Fréttablaðsins í febrúar 2008. Samfylkingin nýtur nú stuðnings 23,1 prósents kjósenda samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Í könnun blaðsins í janúar síðastliðnum sögðust 28,7 prósent styðja flokkinn, og fylgið hefur því dregist saman um tæpan fimmtung, eða 5,6 prósentustig. Samfylkingin fékk 29,8 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum, 6,7 prósentustigum meira en í könnun Fréttablaðsins nú. Vinstri græn tapa einnig töluverðu fylgi og mælast nú með stuðning 20,6 prósenta kjósenda, fjórum prósentustigum minna en í könnun Fréttablaðsins í janúar. VG er þó ekki langt frá kjörfylgi, en flokkurinn naut stuðnings 21,7 prósenta kjósenda í kosningunum fyrir tæpu ári. Afar litlar breytingar mælast á stuðningi við Framsóknarflokkinn. Flokkurinn fengi 13,3 prósent atkvæða samkvæmt könnun Fréttablaðsins í gær, svipað og hann mældist með í janúar síðastliðnum þegar 13,7 prósent sögðust myndu styðja flokkinn. Alls studdu 14,8 prósent Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum. Borgarahreyfingin mælist með 2,1 prósents fylgi í könnuninni í gær, en var með 0,4 prósent í janúar. Flokkurinn er samt langt frá 7,2 prósenta kjörfylgi sínu. Hreyfingin, sem klofnaði úr Borgarahreyfingunni skömmu eftir kosningar, mælist með stuðning 0,6 prósenta kjósenda, samanborið við 1,6 prósent í síðustu könnun. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengi Sjálfstæðisflokkurinn 27 þingmenn, en er með 16 í dag. Samfylkingin fengi 15 þingmenn, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn myndu tapa þingmanni yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina, fengju 13 en eru með 14 í dag. Stjórnarflokkarnir fengju samtals 28 þingmenn af 63 samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn myndi fá átta þingmenn samkvæmt könnun Fréttablaðsins, einum færri en hann er með nú. Hvorki Borgarahreyfingin né Hreyfingin kæmu manni að yrðu þetta niðurstöður kosninga. Einnig var spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Alls sögðust 38,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja ríkisstjórnina, en 61,1 prósent ekki. Hringt var í 800 manns sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá fimmtudaginn 18. mars. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tók 60,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Styður þú núverandi ríkisstjórn? Alls tóku 88,8 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. Skoðanakönnunin er sú fyrsta sem Fréttablaðið gerir með örlítið breyttri aðferð frá fyrri könnunum blaðsins. Í fyrsta skipti er nú notast við úrtak valið af handahófi úr þjóðskrá, í stað þess að velja úrtak af handahófi af skráðum sí[email protected] Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi á kostnað stjórnarflokkanna samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 40,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði kosið nú. Í síðustu könnun Fréttablaðsins naut flokkurinn stuðnings 31,1 prósents aðspurðra, og hækkar því um 9,2 prósentustig milli kannana. Flokkurinn er 16,6 prósentustigum yfir kjörfylgi sínu, sem var 23,7 prósent og á ný sá flokkur sem nýtur mests fylgis. Síðast mældist flokkurinn með sambærilegt fylgi í könnun Fréttablaðsins í febrúar 2008. Samfylkingin nýtur nú stuðnings 23,1 prósents kjósenda samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Í könnun blaðsins í janúar síðastliðnum sögðust 28,7 prósent styðja flokkinn, og fylgið hefur því dregist saman um tæpan fimmtung, eða 5,6 prósentustig. Samfylkingin fékk 29,8 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum, 6,7 prósentustigum meira en í könnun Fréttablaðsins nú. Vinstri græn tapa einnig töluverðu fylgi og mælast nú með stuðning 20,6 prósenta kjósenda, fjórum prósentustigum minna en í könnun Fréttablaðsins í janúar. VG er þó ekki langt frá kjörfylgi, en flokkurinn naut stuðnings 21,7 prósenta kjósenda í kosningunum fyrir tæpu ári. Afar litlar breytingar mælast á stuðningi við Framsóknarflokkinn. Flokkurinn fengi 13,3 prósent atkvæða samkvæmt könnun Fréttablaðsins í gær, svipað og hann mældist með í janúar síðastliðnum þegar 13,7 prósent sögðust myndu styðja flokkinn. Alls studdu 14,8 prósent Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum. Borgarahreyfingin mælist með 2,1 prósents fylgi í könnuninni í gær, en var með 0,4 prósent í janúar. Flokkurinn er samt langt frá 7,2 prósenta kjörfylgi sínu. Hreyfingin, sem klofnaði úr Borgarahreyfingunni skömmu eftir kosningar, mælist með stuðning 0,6 prósenta kjósenda, samanborið við 1,6 prósent í síðustu könnun. Yrðu þetta niðurstöður kosninga fengi Sjálfstæðisflokkurinn 27 þingmenn, en er með 16 í dag. Samfylkingin fengi 15 þingmenn, en fékk 20 í síðustu kosningum. Vinstri græn myndu tapa þingmanni yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina, fengju 13 en eru með 14 í dag. Stjórnarflokkarnir fengju samtals 28 þingmenn af 63 samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn myndi fá átta þingmenn samkvæmt könnun Fréttablaðsins, einum færri en hann er með nú. Hvorki Borgarahreyfingin né Hreyfingin kæmu manni að yrðu þetta niðurstöður kosninga. Einnig var spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Alls sögðust 38,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja ríkisstjórnina, en 61,1 prósent ekki. Hringt var í 800 manns sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá fimmtudaginn 18. mars. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tók 60,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Styður þú núverandi ríkisstjórn? Alls tóku 88,8 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. Skoðanakönnunin er sú fyrsta sem Fréttablaðið gerir með örlítið breyttri aðferð frá fyrri könnunum blaðsins. Í fyrsta skipti er nú notast við úrtak valið af handahófi úr þjóðskrá, í stað þess að velja úrtak af handahófi af skráðum sí[email protected]
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira