Tónleikar með Metallica og Slayer í bíó í sumar 22. maí 2010 09:00 metallica aftur á íslandi Samt ekki alveg. Hljómsveitin kom fram í Egilshöll árið 2004. Yfir 18.000 mættu á tónleika sem eru þeir stærstu í Íslandssögunni. Aðdáendur geta séð hljómsveitina í bíó í sumar.fréttablaðið/hari Hljómsveitirnar Metallica, Megadeth, Slayer og Anthrax koma fram á tónleikum í Búlgaríu í sumar. Tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu víða um heim - meðal annars á Íslandi. Hljómar ótrúlega vel, segir þungarokksspekingurinn Haukur Viðar. „Þetta hljómar kjánalega til að byrja með, en er það ekki vegna þess að þetta er óvenjulegt?" segir Haukur Viðar Alfreðsson, þungarokkssérfræðingur Fréttablaðsins. Tónleikar hljómsveitanna Metallica, Megadeth, Slayer og Anthrax verða í beinni útsendingu í Sambíóunum 22. júní í sumar. Tónleikarnir fara fram í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu og ferðast um gervihnött í bíóhús um allan heim. Haukur Viðar þekkir til hljómsveitanna betur en margir og ætlar ekki að láta sig vanta í sumar. „Það er engin spurning. Svo þegar maður er orðinn gamall fara minningarnar að blekkja mann og maður heldur að maður hafi séð fullt af böndum á tónleikum," segir Haukur léttur í lundu. Hann efast þó um að þetta verði sama upplifun og að vera á staðnum, enda á tæknin eftir að slípa þungarokkið til. „Nú eru komnar digital-sýningar og svona þannig að hljómurinn verður fyrsta flokks. Þetta er örugglega eins að horfa á DVD í ógeðslega góðu heimabíói," segir Haukur. „En þetta hljómar ótrúlega vel. Spurning hvort þetta gæti verið eitthvað fyrir bönd sem finnst ógeðslega leiðinlegt að túra. Að halda bara eina tónleika í heimaborg sinni og þá klára þeir heimstúrinn á einu kvöldi. Þetta er mjög þægilegt fyrir lata tónlistarmenn." Hljómsveitirnar eru allar komnar til ára sinna, en samanlagður starfsaldur þeirra spannar yfir 110 ár. En í hvernig formi eru hljómsveitirnar þessa dagana? „Ég er búinn að fylgjast með Metallica á túrnum," segir Haukur. „Þeir virðast vera í ágætisformi. Ég er ánægður með lögin sem þeir taka. Þeir eru duglegir við að taka alls konar lög og binda sig ekki við einhverja ímyndaða „greatest hits-plötu". Haukur segir erfitt að festa fingur á form Megadeth, enda skiptir forsprakkinn Dave Mustaine reglulega um hljóðfæraleikara. Þá segir hann Slayer heimsþekkta fyrir að vera pottþétt, en Anthrax þykir honum ekki hafa elst eins vel og hinar hljómsveitirnar þrjár og sparar ekki stóru orðin: „Mér finnst Anthrax ógeðslega hallærislegt band." [email protected] Lífið Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Hljómsveitirnar Metallica, Megadeth, Slayer og Anthrax koma fram á tónleikum í Búlgaríu í sumar. Tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu víða um heim - meðal annars á Íslandi. Hljómar ótrúlega vel, segir þungarokksspekingurinn Haukur Viðar. „Þetta hljómar kjánalega til að byrja með, en er það ekki vegna þess að þetta er óvenjulegt?" segir Haukur Viðar Alfreðsson, þungarokkssérfræðingur Fréttablaðsins. Tónleikar hljómsveitanna Metallica, Megadeth, Slayer og Anthrax verða í beinni útsendingu í Sambíóunum 22. júní í sumar. Tónleikarnir fara fram í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu og ferðast um gervihnött í bíóhús um allan heim. Haukur Viðar þekkir til hljómsveitanna betur en margir og ætlar ekki að láta sig vanta í sumar. „Það er engin spurning. Svo þegar maður er orðinn gamall fara minningarnar að blekkja mann og maður heldur að maður hafi séð fullt af böndum á tónleikum," segir Haukur léttur í lundu. Hann efast þó um að þetta verði sama upplifun og að vera á staðnum, enda á tæknin eftir að slípa þungarokkið til. „Nú eru komnar digital-sýningar og svona þannig að hljómurinn verður fyrsta flokks. Þetta er örugglega eins að horfa á DVD í ógeðslega góðu heimabíói," segir Haukur. „En þetta hljómar ótrúlega vel. Spurning hvort þetta gæti verið eitthvað fyrir bönd sem finnst ógeðslega leiðinlegt að túra. Að halda bara eina tónleika í heimaborg sinni og þá klára þeir heimstúrinn á einu kvöldi. Þetta er mjög þægilegt fyrir lata tónlistarmenn." Hljómsveitirnar eru allar komnar til ára sinna, en samanlagður starfsaldur þeirra spannar yfir 110 ár. En í hvernig formi eru hljómsveitirnar þessa dagana? „Ég er búinn að fylgjast með Metallica á túrnum," segir Haukur. „Þeir virðast vera í ágætisformi. Ég er ánægður með lögin sem þeir taka. Þeir eru duglegir við að taka alls konar lög og binda sig ekki við einhverja ímyndaða „greatest hits-plötu". Haukur segir erfitt að festa fingur á form Megadeth, enda skiptir forsprakkinn Dave Mustaine reglulega um hljóðfæraleikara. Þá segir hann Slayer heimsþekkta fyrir að vera pottþétt, en Anthrax þykir honum ekki hafa elst eins vel og hinar hljómsveitirnar þrjár og sparar ekki stóru orðin: „Mér finnst Anthrax ógeðslega hallærislegt band." [email protected]
Lífið Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp