Að snupra siðferðið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 24. mars 2010 06:00 Sérkennileg umræða hefur komið upp í kjölfar hugmynda um að hernaðarfyrirtæki frá Hollandi hefji starfsemi á Suðurnesjum. Þeir sem hafa sett spurningarmerki við komu fyrirtækisins hafa, í blöðum, á öldum ljósvakans og á hinu alltumlykjandi interneti, þurft að sitja undir því að vera á móti atvinnuuppbyggingu, Suðurnesjum og gott ef nútímanum og framtíðinni var ekki hent með í pottinn. Þeir voru afturhald og kommar og gamaldags og skammsýnir og kreddufullir og ég veit ekki hvað og hvað. Og hvers vegna? Jú, þeir voguðu sér að setja spurningarmerki við það að græða fé á starfsemi tengdri hernaði. Það er sérkennilegt að nú, svo skömmu eftir að þjóðin rak af höndum sér ríkisstjórn í fyrsta skipti í sögunni, séu hugsjónir orðnar að skammaryrði. Fólk sé snuprað fyrir að vilja láta hugsjónir stýra gerðum sínum. Einhvern veginn hefði maður fyrirfram búist við því að einn fylgifiskur hrunsins hefði verið breyttur hugsanaháttur, en svo er ekki. Óvirðing fyrir hugmyndum annarra tröllríður enn umræðunni. Þeir sem eru svo typpilsinna yfir hugsjónum þessa dagana verða hins vegar að svara því hvort þeir dragi einhver mörk út frá hugsjónum eða siðferði. Ef ekki má vera á móti umsvifum hernaðarfyrirtækis hér á landi vegna þeirra peninga sem það skilar inn í samfélagið, er þá eitthvað sem má vera á móti? Kjarnorkuver? Olíuhreinsunarstöð? Vopnaverksmiðja? Vændishús? Mansalsmiðstöð? Þrælakista? Auðvitað er hér verið að grípa til öfga í umræðunni, en aldrei þessu vant eiga þær nokkurn rétt á sér. Það er ekki einfaldlega hægt að blása þetta út af borðinu sem bull. Annaðhvort hefur siðferði fólks áhrif á afstöðu þess til hvernig peningar græðast, eða ekki. Hitt snýst svo bara um að finna línuna. Mönnum getur þótt hollenska fyrirtækið ekki fara yfir þessi siðferðismörk, hver og einn verður að gera það upp við sig og hvar þau mörk liggja. En að gera lítið úr þeim siðferðismörkum hjá öðrum sýnir eitt af tvennu; þá hræsni að þykja siðferðismörk annarra ómerkilegri en eigin, eða það að viðkomandi hafi engin siðferðileg mörk. Sem er enn verra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun
Sérkennileg umræða hefur komið upp í kjölfar hugmynda um að hernaðarfyrirtæki frá Hollandi hefji starfsemi á Suðurnesjum. Þeir sem hafa sett spurningarmerki við komu fyrirtækisins hafa, í blöðum, á öldum ljósvakans og á hinu alltumlykjandi interneti, þurft að sitja undir því að vera á móti atvinnuuppbyggingu, Suðurnesjum og gott ef nútímanum og framtíðinni var ekki hent með í pottinn. Þeir voru afturhald og kommar og gamaldags og skammsýnir og kreddufullir og ég veit ekki hvað og hvað. Og hvers vegna? Jú, þeir voguðu sér að setja spurningarmerki við það að græða fé á starfsemi tengdri hernaði. Það er sérkennilegt að nú, svo skömmu eftir að þjóðin rak af höndum sér ríkisstjórn í fyrsta skipti í sögunni, séu hugsjónir orðnar að skammaryrði. Fólk sé snuprað fyrir að vilja láta hugsjónir stýra gerðum sínum. Einhvern veginn hefði maður fyrirfram búist við því að einn fylgifiskur hrunsins hefði verið breyttur hugsanaháttur, en svo er ekki. Óvirðing fyrir hugmyndum annarra tröllríður enn umræðunni. Þeir sem eru svo typpilsinna yfir hugsjónum þessa dagana verða hins vegar að svara því hvort þeir dragi einhver mörk út frá hugsjónum eða siðferði. Ef ekki má vera á móti umsvifum hernaðarfyrirtækis hér á landi vegna þeirra peninga sem það skilar inn í samfélagið, er þá eitthvað sem má vera á móti? Kjarnorkuver? Olíuhreinsunarstöð? Vopnaverksmiðja? Vændishús? Mansalsmiðstöð? Þrælakista? Auðvitað er hér verið að grípa til öfga í umræðunni, en aldrei þessu vant eiga þær nokkurn rétt á sér. Það er ekki einfaldlega hægt að blása þetta út af borðinu sem bull. Annaðhvort hefur siðferði fólks áhrif á afstöðu þess til hvernig peningar græðast, eða ekki. Hitt snýst svo bara um að finna línuna. Mönnum getur þótt hollenska fyrirtækið ekki fara yfir þessi siðferðismörk, hver og einn verður að gera það upp við sig og hvar þau mörk liggja. En að gera lítið úr þeim siðferðismörkum hjá öðrum sýnir eitt af tvennu; þá hræsni að þykja siðferðismörk annarra ómerkilegri en eigin, eða það að viðkomandi hafi engin siðferðileg mörk. Sem er enn verra.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun