Björn Þorvaldsson, fulltrúi sérstaks saksóknara, segist ekki staðfesta neitt varðandi handtökur Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi og Steingríms Kárason, framkvæmdastjóra áhættustýringar bankans.
Samkvæmt RÚV voru þeir handteknir í nótt.
„Það er bara verið að taka skýrslur á fullu og við vinnum hratt og vel," segir Björn en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, er staddur erlendis. Björn segir það með ólíkindum hversu hratt upplýsingar leka út í fjölmiðla.
Þegar er búið að úrskurða Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, bankastjóri Haviland banka, í gæsluvarðhald. Samkvæmt staðfestingu Hæstaréttar á gæsluvarðhaldsúrskurðinum, og Vísir hefur undir höndum, þá ber mikið í milli í framburði þeirra tveggja.