Varúð! Heiladauði 19. apríl 2010 10:00 Klaufi Jackie Chan leikur klaufalega ljúflinginn Chan Bob Ho í þessari slæmu mynd. * The Spy Next Door Leikstjóri: Brian Levant Aðalhlutverk: Jackie Chan, Magnús Scheving, Madeline Carroll, Will Shadley The Spy Next Door er asnalegasta, leiðinlegasta og tilgangslausasta Jackie Chan-mynd sem maður hefur séð og á meðan undir henni er setið er óhjákvæmilegt að spyrja sig hvenær fólk fatti hversu sjúklega þreytt það er orðið að horfa á Chan lumbra á vondum köllum með reiðhjólum, ísskápum og alls konar heimilistækjum? Chan hefur þó sem betur fer einhvern sjarma sem bjargar þessum ósköpum frá því að fá feita hauskúpu. Að þessu sinni leikur Chan Bob Ho, klaufalegan ljúfling, sem hefur fyrir einhver undur og stórmerki náð að heilla nágrannakonu sína sem er bráðhugguleg, einstæð þriggja barna móðir. Börnin þrjú leggja vitaskuld fæð á hallærislega Kínverjann í næsta húsi. En þau vita líka ekkert um að undir sauðagæru aulans leynist ofurnjósnari sem er jafnvel klárari en James Bond. Þetta breytist allt þegar mamma þarf að bregða sér burt og voða vondur Rússi, sem Magnús Scheving leikur, leggur til atlögu við Ho og börnin til þess að varðveita leynilega efnaformúlu sem hann ætlar að nota til þess að eyða öllum olíubirgðum heimsins. Þá þarf nú Bob heldur betur að sýna hvað í honum býr og heillar um leið börnin þegar hann lumbrar á útsendurum Íþróttaálfsins með pottum, pönnum og klappstólum. Hér á landi er myndin merkilegust fyrir þær sakir að einn af glæsilegustu sonum Íslands leikur illmennið. Magnús Scheving er þarna, illu heilli, alveg eins og fábjáni í ömurlega skrifaðri rullu meinlausasta illmennis sem sögur fara af. Þá skartar hann einhverjum glataðasta rússneska hreim sem heyrst hefur í bíó en virðist sem betur fer gera sér grein fyrir því. Gaurinn er hins vegar auðvitað kattliðugur og er hress í slagsmálunum við Chan þótt leikfimiæfingarnar sem hann sýnir í átökunum séu margar hverjar vægast sagt kunnuglegar. Það má því ekki taka það af Magnúsi að hann er flottur gaur og hann er merkilega ábúðarmikill á meðan hann þegir og vissulega getum við svo reynt að hugga okkur með því að hann er hugsanlega ekki að leika neitt illa. Kannski er hann bara að fylgja handritinu og fyrirmælum afdankaðs leikstjórans með illbærilegum hallærislegheitunum. Svo allrar sanngirni sé svo gætt er rétt að láta þess getið að 11 ára álitsgjafi minn sagði myndina „æðislega" og hann ætti erfitt með að trúa því að skúrkurinn væri Íþróttaálfurinn vegna þess að hérna væri hann miklu meira „kúl". Þetta er því í fínu lagi fyrir börnin en fullorðnir gætu orðið fyrir tímabundnum heilaskaða við það að fara með börnunum í bíó. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Leiðinlegt og innantómt drasl sem virkar fyrir börn en er beinlínis skaðlegt fullorðnum. Sjarmi Jackie Chan bjargar því sem bjargað verður en Magnús Scheving nælir sér ekki í neinar rósir í hnappagatið. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
* The Spy Next Door Leikstjóri: Brian Levant Aðalhlutverk: Jackie Chan, Magnús Scheving, Madeline Carroll, Will Shadley The Spy Next Door er asnalegasta, leiðinlegasta og tilgangslausasta Jackie Chan-mynd sem maður hefur séð og á meðan undir henni er setið er óhjákvæmilegt að spyrja sig hvenær fólk fatti hversu sjúklega þreytt það er orðið að horfa á Chan lumbra á vondum köllum með reiðhjólum, ísskápum og alls konar heimilistækjum? Chan hefur þó sem betur fer einhvern sjarma sem bjargar þessum ósköpum frá því að fá feita hauskúpu. Að þessu sinni leikur Chan Bob Ho, klaufalegan ljúfling, sem hefur fyrir einhver undur og stórmerki náð að heilla nágrannakonu sína sem er bráðhugguleg, einstæð þriggja barna móðir. Börnin þrjú leggja vitaskuld fæð á hallærislega Kínverjann í næsta húsi. En þau vita líka ekkert um að undir sauðagæru aulans leynist ofurnjósnari sem er jafnvel klárari en James Bond. Þetta breytist allt þegar mamma þarf að bregða sér burt og voða vondur Rússi, sem Magnús Scheving leikur, leggur til atlögu við Ho og börnin til þess að varðveita leynilega efnaformúlu sem hann ætlar að nota til þess að eyða öllum olíubirgðum heimsins. Þá þarf nú Bob heldur betur að sýna hvað í honum býr og heillar um leið börnin þegar hann lumbrar á útsendurum Íþróttaálfsins með pottum, pönnum og klappstólum. Hér á landi er myndin merkilegust fyrir þær sakir að einn af glæsilegustu sonum Íslands leikur illmennið. Magnús Scheving er þarna, illu heilli, alveg eins og fábjáni í ömurlega skrifaðri rullu meinlausasta illmennis sem sögur fara af. Þá skartar hann einhverjum glataðasta rússneska hreim sem heyrst hefur í bíó en virðist sem betur fer gera sér grein fyrir því. Gaurinn er hins vegar auðvitað kattliðugur og er hress í slagsmálunum við Chan þótt leikfimiæfingarnar sem hann sýnir í átökunum séu margar hverjar vægast sagt kunnuglegar. Það má því ekki taka það af Magnúsi að hann er flottur gaur og hann er merkilega ábúðarmikill á meðan hann þegir og vissulega getum við svo reynt að hugga okkur með því að hann er hugsanlega ekki að leika neitt illa. Kannski er hann bara að fylgja handritinu og fyrirmælum afdankaðs leikstjórans með illbærilegum hallærislegheitunum. Svo allrar sanngirni sé svo gætt er rétt að láta þess getið að 11 ára álitsgjafi minn sagði myndina „æðislega" og hann ætti erfitt með að trúa því að skúrkurinn væri Íþróttaálfurinn vegna þess að hérna væri hann miklu meira „kúl". Þetta er því í fínu lagi fyrir börnin en fullorðnir gætu orðið fyrir tímabundnum heilaskaða við það að fara með börnunum í bíó. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Leiðinlegt og innantómt drasl sem virkar fyrir börn en er beinlínis skaðlegt fullorðnum. Sjarmi Jackie Chan bjargar því sem bjargað verður en Magnús Scheving nælir sér ekki í neinar rósir í hnappagatið.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira