Stefnir skilanefnd fyrir ærumeiðingar 9. apríl 2010 06:00 Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar að stefna skilanefndinni. Mynd/ Anton. Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu hennar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum. „Þessi stefna virðist eingöngu hafa það markmið að vera mannorðsmeiðandi," segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann ætlar að krefjast þess að stefnunni verði vísað frá dómi, enda sé hún uppfull af rangindum. Jón segir enga tilviljun að stefnan komi fram núna. Hún komi vísvitandi fram þegar stutt sé í birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir hrunsins. Jón þvertekur fyrir að hafa hagnast persónulega á láni Glitnis til Fons, félags Pálma Haraldssonar. Hann segir að tjón Glitnis hefði aldrei geta orðið sex milljarðar króna þrátt fyrir að bankinn hafi lánað Fons þá upphæð, 4,8 milljarðar af láninu hafi aldrei farið út úr Glitni, heldur hafi verið notaðir til að greiða upp skuldir. Einn milljarð hafi Pálmi notað til að greiða upp skuld við Kaupþing í Lúxemborg. Í stefnunni er vitnað í tölvupóst Jóns til Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Þar ýtir Jón á eftir því að málum sé lokið, og segir að lokum: „Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður [Glitnis banka]." Jón þvertekur fyrir að hann hafi með þessu verið að hóta Lárusi, og segir þessa setningu hafa verið grín. Það hafi verið augljóst á tölvupóstinum, enda broskarl fyrir aftan ummælin. Broskarlinn hafi hins vegar verið klipptur út í stefnu Glitnis til að gera setninguna tortryggilega. Lán Glitnis til Fons var lánað áfram, og notað til að kaupa hlut Fons í breska skartgripafyrirtækinu Aurum Holding Limited. Jón Ásgeir hafnar því algerlega sem fram kemur í stefnunni að fyrirtækið Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. Hann vísar til verðmats Capacent á fyrirtækinu því til staðfestingar. Þá hafi tilboð upp á sex milljarða komið frá fyrirtæki í Dubaí. Þess ber að geta að Jón Ásgeir er eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda fjölmiðlafyrirtækisins 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið. - bj Aurum Holding málið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu hennar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum. „Þessi stefna virðist eingöngu hafa það markmið að vera mannorðsmeiðandi," segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann ætlar að krefjast þess að stefnunni verði vísað frá dómi, enda sé hún uppfull af rangindum. Jón segir enga tilviljun að stefnan komi fram núna. Hún komi vísvitandi fram þegar stutt sé í birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir hrunsins. Jón þvertekur fyrir að hafa hagnast persónulega á láni Glitnis til Fons, félags Pálma Haraldssonar. Hann segir að tjón Glitnis hefði aldrei geta orðið sex milljarðar króna þrátt fyrir að bankinn hafi lánað Fons þá upphæð, 4,8 milljarðar af láninu hafi aldrei farið út úr Glitni, heldur hafi verið notaðir til að greiða upp skuldir. Einn milljarð hafi Pálmi notað til að greiða upp skuld við Kaupþing í Lúxemborg. Í stefnunni er vitnað í tölvupóst Jóns til Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Þar ýtir Jón á eftir því að málum sé lokið, og segir að lokum: „Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður [Glitnis banka]." Jón þvertekur fyrir að hann hafi með þessu verið að hóta Lárusi, og segir þessa setningu hafa verið grín. Það hafi verið augljóst á tölvupóstinum, enda broskarl fyrir aftan ummælin. Broskarlinn hafi hins vegar verið klipptur út í stefnu Glitnis til að gera setninguna tortryggilega. Lán Glitnis til Fons var lánað áfram, og notað til að kaupa hlut Fons í breska skartgripafyrirtækinu Aurum Holding Limited. Jón Ásgeir hafnar því algerlega sem fram kemur í stefnunni að fyrirtækið Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. Hann vísar til verðmats Capacent á fyrirtækinu því til staðfestingar. Þá hafi tilboð upp á sex milljarða komið frá fyrirtæki í Dubaí. Þess ber að geta að Jón Ásgeir er eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda fjölmiðlafyrirtækisins 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið. - bj
Aurum Holding málið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira