Raunsæi og ábyrgð Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. febrúar 2010 06:00 Það var öllum ljóst í aðdraganda síðustu kosninga að verkefni nýrrar ríkisstjórnar yrðu risavaxin og að þau myndu fyrst og fremst snúast um tiltekt og niðurskurð og þá loks endurreisn. Við sem buðum okkur fram vissum að það þyrfti að gera meira en bara það sem til vinsælda er fallið á þessu kjörtímabili. Það hefur strax komið í ljós. Vinna okkar í fjárlaganefnd hefur ekki aðeins verið strembin vegna hins yfirþyrmandi leiðindamáls sem kennt er við Icesave heldur einnig, og ekki síður, vegna þess að mikill niðurskurður er nauðsynlegur. Tugmilljarða halli er á ríkissjóði og það er vandi sem verður að taka á strax og af festu. Við höfum reynt að hlífa sem mest heilbrigðisstofnunum og félagslegri þjónustu en engu að síður þurfti að rifa þar seglin um 5%. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki farið varhluta af þessum niðurskurði þrátt fyrir mikinn rekstrarvanda undanfarin ár. Árið 2008 tókst okkur sem störfuðum í sveitarstjórnum á Suðurnesjum að fá leiðréttingu á reiknilíkani sem liggur fjárveitingum til stofnunarinnar til grundvallar. Sú leiðrétting gaf 60 milljón króna viðbót til rekstrar og í fjárlögum 2010 voru auk þess veittar 15 milljónir til heilsugæslunnar. Þrátt fyrir þetta er enn tekist á um fjárveitingar til HSS. Ég hef lagt á það áherslu að við Suðurnesjamenn veigrum okkur ekki við að hagræða og spara eins og aðrir landsmenn þegar kreppir að, en við gerum jafnframt kröfu til þess að tekið sé tillit til starfsaðstæðna HSS og að fjárveitingar séu í samræmi við þær líkt og á öðrum landssvæðum þannig að tryggt sé að réttlætis sé gætt. Krafa íbúanna hlýtur að vera að ráðuneytið og stjórnendur HSS leggi sig alla fram við að leita allra mögulegra leiða til að halda uppi góðri heilsugæslu á svæðinu. Þá þarf að velta öllu við og raða upp að nýju. Helsti vandi okkar hefur verið skortur á læknum. Við þurfum að fá fleiri lækna til stofnunarinnar og greiða þeim eðlileg laun en eyða ekki umtalsverðum fjármunum í álagsgreiðslur fyrir fáa lækna sem sannanlega eru undir alltof miklu álagi. Miðað við íbúafjölda ættu að starfa við heilsugæsluna 17 læknar en þeir eru aðeins sex sem starfa þar núna og með þeim tveir til þrír unglæknar. Reksturinn væri mun hagkvæmari ef við hefðum fleiri heilsugæslulækna við stofnunina. Það útheimtir mikla yfirlegu hjá stjórnendum stofnana að finna út hvernig þeir geti uppfyllt leiðarljós ráðuneyta um að skera niður, hagræða og spara, þ.e. að verja eins og kostur er störf og þjónustu. Þetta gengur ekki alls staðar vel. Á síðustu dögum hefur þó öllu verið til tjaldað til að gera niðurskurðinn á HSS sem sársaukaminnstan. Við höfum farið með ráðuneytinu yfir forsendur reiknilíkans, ráðuneytið mun greina kostnað vegna fjölgunar á fyrrverandi varnarsvæðinu við Ásbrú, meta kostnað vegna nálægðar við alþjóðaflugvöll og leiðrétta útreikninga vegna sjúkrarúma fyrir aldraða sem hafa verið vanmetnir. Hér nefni ég aðeins nokkur dæmi um það sem gert hefur verið og ítreka þá skoðun mína að ég er reiðubúin að skoða allar góðar hugmyndir, þar með talið yfirtöku sveitarfélaga á rekstri HSS, megi það verða til þess að þjónusta þessarar allra mikilvægustu stofnunar Suðurnesja verði í samræmi við þarfir þess fjölda íbúa sem reiðir sig á hana. Þeir sem berjast gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar verða líka að gera sér grein fyrir því að viðsnúningur í þeim efnum kallar á enn frekari niðurskurð. Þeir sem berjast gegn niðurskurði OG skattahækkunum verða því að sýna með ábyrgum hætti hvar ná á í fjármagn til að viðhalda óbreyttum rekstri. Á tímum niðurskurðar er mikilvægt að forgangsraða með réttum hætti. Það er hægt að bíða með ýmislegt en enginn getur skotið veikindum á frest. Raunsæi og ábyrgð eru lykilatriði í baráttu okkar Suðurnesjamanna fyrir sameiginlegri velferð. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og bæjarfulltrúi Sveitarfélagsins Garðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það var öllum ljóst í aðdraganda síðustu kosninga að verkefni nýrrar ríkisstjórnar yrðu risavaxin og að þau myndu fyrst og fremst snúast um tiltekt og niðurskurð og þá loks endurreisn. Við sem buðum okkur fram vissum að það þyrfti að gera meira en bara það sem til vinsælda er fallið á þessu kjörtímabili. Það hefur strax komið í ljós. Vinna okkar í fjárlaganefnd hefur ekki aðeins verið strembin vegna hins yfirþyrmandi leiðindamáls sem kennt er við Icesave heldur einnig, og ekki síður, vegna þess að mikill niðurskurður er nauðsynlegur. Tugmilljarða halli er á ríkissjóði og það er vandi sem verður að taka á strax og af festu. Við höfum reynt að hlífa sem mest heilbrigðisstofnunum og félagslegri þjónustu en engu að síður þurfti að rifa þar seglin um 5%. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki farið varhluta af þessum niðurskurði þrátt fyrir mikinn rekstrarvanda undanfarin ár. Árið 2008 tókst okkur sem störfuðum í sveitarstjórnum á Suðurnesjum að fá leiðréttingu á reiknilíkani sem liggur fjárveitingum til stofnunarinnar til grundvallar. Sú leiðrétting gaf 60 milljón króna viðbót til rekstrar og í fjárlögum 2010 voru auk þess veittar 15 milljónir til heilsugæslunnar. Þrátt fyrir þetta er enn tekist á um fjárveitingar til HSS. Ég hef lagt á það áherslu að við Suðurnesjamenn veigrum okkur ekki við að hagræða og spara eins og aðrir landsmenn þegar kreppir að, en við gerum jafnframt kröfu til þess að tekið sé tillit til starfsaðstæðna HSS og að fjárveitingar séu í samræmi við þær líkt og á öðrum landssvæðum þannig að tryggt sé að réttlætis sé gætt. Krafa íbúanna hlýtur að vera að ráðuneytið og stjórnendur HSS leggi sig alla fram við að leita allra mögulegra leiða til að halda uppi góðri heilsugæslu á svæðinu. Þá þarf að velta öllu við og raða upp að nýju. Helsti vandi okkar hefur verið skortur á læknum. Við þurfum að fá fleiri lækna til stofnunarinnar og greiða þeim eðlileg laun en eyða ekki umtalsverðum fjármunum í álagsgreiðslur fyrir fáa lækna sem sannanlega eru undir alltof miklu álagi. Miðað við íbúafjölda ættu að starfa við heilsugæsluna 17 læknar en þeir eru aðeins sex sem starfa þar núna og með þeim tveir til þrír unglæknar. Reksturinn væri mun hagkvæmari ef við hefðum fleiri heilsugæslulækna við stofnunina. Það útheimtir mikla yfirlegu hjá stjórnendum stofnana að finna út hvernig þeir geti uppfyllt leiðarljós ráðuneyta um að skera niður, hagræða og spara, þ.e. að verja eins og kostur er störf og þjónustu. Þetta gengur ekki alls staðar vel. Á síðustu dögum hefur þó öllu verið til tjaldað til að gera niðurskurðinn á HSS sem sársaukaminnstan. Við höfum farið með ráðuneytinu yfir forsendur reiknilíkans, ráðuneytið mun greina kostnað vegna fjölgunar á fyrrverandi varnarsvæðinu við Ásbrú, meta kostnað vegna nálægðar við alþjóðaflugvöll og leiðrétta útreikninga vegna sjúkrarúma fyrir aldraða sem hafa verið vanmetnir. Hér nefni ég aðeins nokkur dæmi um það sem gert hefur verið og ítreka þá skoðun mína að ég er reiðubúin að skoða allar góðar hugmyndir, þar með talið yfirtöku sveitarfélaga á rekstri HSS, megi það verða til þess að þjónusta þessarar allra mikilvægustu stofnunar Suðurnesja verði í samræmi við þarfir þess fjölda íbúa sem reiðir sig á hana. Þeir sem berjast gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar verða líka að gera sér grein fyrir því að viðsnúningur í þeim efnum kallar á enn frekari niðurskurð. Þeir sem berjast gegn niðurskurði OG skattahækkunum verða því að sýna með ábyrgum hætti hvar ná á í fjármagn til að viðhalda óbreyttum rekstri. Á tímum niðurskurðar er mikilvægt að forgangsraða með réttum hætti. Það er hægt að bíða með ýmislegt en enginn getur skotið veikindum á frest. Raunsæi og ábyrgð eru lykilatriði í baráttu okkar Suðurnesjamanna fyrir sameiginlegri velferð. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og bæjarfulltrúi Sveitarfélagsins Garðs.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun