Jón Ásgeir hafnar ásökunum um stuld 12. september 2010 18:30 Telji slitastjórnin að við höfum stolið peningum frá Glitni, ber henni að kæra málið til lögreglu en ekki ferðast með það til New York, segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem segir fullyrðingu þar um, ekki standast skoðun. Hann bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi ekki fundið neina falda sjóði, þrátt fyrir rúmlega 12 mánaða leit. Slitastjórn Glitnis lagði í vikunni fram fjölda gagna fyrir dómstóli í New York í tengslum við skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis. Hinir stefndu hafa lagt fram frávísunarkröfu, því þeir telja málið ekki eiga heima fyrir dómstólum ytra. Sjömenningarnir hafa til 8. október til að svara slitastjórninni. Frávísunarmálið verður væntanlega tekið fyrir í nóvember en niðurstöðu úr því er örugglega að vænta um áramót. Fréttastofa vitnaði í greinargerð slitastjórnar í gær, þar sem sagði að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York væri lítill í samanburði við þær upphæðir sem þeir hafi stolið frá bankanum. Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni við þessu í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann að ef slitastjórnin telji að hann hafi stolið frá Glitni, beri þeim að kæra slíkt til lögreglu á skúlagötu en ekki ferðast með málið í lægsta dómsstig í New York borg. Fullyrðingin standist enga skoðun, engu hafi verið stolið og það viti slitastjórn vel. Slitastjórn Glitnis telur víst að sjömenningarnir eigi falda sjóði, enda telur slitastjórnin að þeir hafi hagnast persónulega á kostnað bankans. Jón Ásgeir bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi, þrátt fyrir 12 mánaða vinnu, ekki fundið neinar eignir sem hann hafi fengið með ólögmætum hætti inn á sína reikninga. Þá hafi henni ekki tekist að sýna fram peningar hafi farið beint úr hirslum Glitnis inn á reikninga í eigu hinna stefndu. Hann segir að málið sé allt sett fram með því markmiði að ná hámarksathygli hjá fréttamiðlum. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37 Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Telji slitastjórnin að við höfum stolið peningum frá Glitni, ber henni að kæra málið til lögreglu en ekki ferðast með það til New York, segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem segir fullyrðingu þar um, ekki standast skoðun. Hann bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi ekki fundið neina falda sjóði, þrátt fyrir rúmlega 12 mánaða leit. Slitastjórn Glitnis lagði í vikunni fram fjölda gagna fyrir dómstóli í New York í tengslum við skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis. Hinir stefndu hafa lagt fram frávísunarkröfu, því þeir telja málið ekki eiga heima fyrir dómstólum ytra. Sjömenningarnir hafa til 8. október til að svara slitastjórninni. Frávísunarmálið verður væntanlega tekið fyrir í nóvember en niðurstöðu úr því er örugglega að vænta um áramót. Fréttastofa vitnaði í greinargerð slitastjórnar í gær, þar sem sagði að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York væri lítill í samanburði við þær upphæðir sem þeir hafi stolið frá bankanum. Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni við þessu í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann að ef slitastjórnin telji að hann hafi stolið frá Glitni, beri þeim að kæra slíkt til lögreglu á skúlagötu en ekki ferðast með málið í lægsta dómsstig í New York borg. Fullyrðingin standist enga skoðun, engu hafi verið stolið og það viti slitastjórn vel. Slitastjórn Glitnis telur víst að sjömenningarnir eigi falda sjóði, enda telur slitastjórnin að þeir hafi hagnast persónulega á kostnað bankans. Jón Ásgeir bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi, þrátt fyrir 12 mánaða vinnu, ekki fundið neinar eignir sem hann hafi fengið með ólögmætum hætti inn á sína reikninga. Þá hafi henni ekki tekist að sýna fram peningar hafi farið beint úr hirslum Glitnis inn á reikninga í eigu hinna stefndu. Hann segir að málið sé allt sett fram með því markmiði að ná hámarksathygli hjá fréttamiðlum.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37 Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37
Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14