Baugur og tengdir aðilar fengu hátt í þúsund milljarða 12. apríl 2010 11:43 Baugur Group stendur upp úr þegar kemur að stórum áhættulánum bankanna á árunum fyrir hrun. Þegar mest lét skuldaði Baugur og tengd félög hátt í þúsund milljarða króna hjá stóru bönkunum þremur miðað við gengi dagsins í dag.Rúmlega helmingur af eiginfjárgrunni bankanna þriggja var undir í lánveitingum til Baugs og tengdra fyrirtækja. Lán til Baugs samstæðunnar námu yfir 10% af heildarútlánum móðurfélaga Kaupþings, Glitnis og Landsbankans.Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að áhætta allra bankanna vegna Baugs Group hafi verið gríðarleg. Glitnir hafi borið mestu áhættuna vegna hópsins, ef horft sé til hlutfalls af eiginfjárgrunni bankans. Aðrir af stærstu hópunum sem fengu lán hjá bönkunum voru allir stórir hluthafar í bönkunum. Baugur Group hf. og tengdir aðilar skulduðu 85,5% af eiginfjárgrunni Glitnis.Hjá Kaupþingi námu skuldbindingar Baugs Group 42,3% af eiginfjárgrunni og hjá Landsbankanum var hlutfallið 68,8%. Svipaða sögu er að segja af lánveitingum Straums Burðaráss til Baugs Group, en hlutfallið er þó eilítið lægra þar. Baugur Group og tengd félög voru stærsti viðskiptavinur íslensku bankanna.Rannsóknarnefnd Alþingis telur að samþjöppun áhættu hjá íslensku bönkunum hafi verið orðin hættulega mikil þó nokkru fyrir fall þeirra. Bæði eigi þetta við um lánveitingar til ákveðinna hópa innan hvers banka og jafnframt að sömu hópar hafi myndað stórar áhættur í fleiri en einum banka. Af þeim sökum hafi kerfisleg áhætta vegna útlána verið orðin veruleg. Skýrasta dæmið um þetta sé Baugur Group og fyrirtæki tengd þeirri samsteypu.Í öllum stóru bönkunum og Straumi hafi Baugshópurinn verið orðin of stór áhætta. Segir í skýrslu nefndarinnar að það sé ámælisvert að áhættustýringar bankanna hafi leyft þessari áhættu að byggjast upp. Sömu sögu megi segja um Exista, Björgólf Thor Björgólfsson , Björgólf Guðmundsson og Ólaf Ólafsson, þó áhætta vegna þessara aðila hafi verið nokkru minni en Baugshópsins. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Baugur Group stendur upp úr þegar kemur að stórum áhættulánum bankanna á árunum fyrir hrun. Þegar mest lét skuldaði Baugur og tengd félög hátt í þúsund milljarða króna hjá stóru bönkunum þremur miðað við gengi dagsins í dag.Rúmlega helmingur af eiginfjárgrunni bankanna þriggja var undir í lánveitingum til Baugs og tengdra fyrirtækja. Lán til Baugs samstæðunnar námu yfir 10% af heildarútlánum móðurfélaga Kaupþings, Glitnis og Landsbankans.Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að áhætta allra bankanna vegna Baugs Group hafi verið gríðarleg. Glitnir hafi borið mestu áhættuna vegna hópsins, ef horft sé til hlutfalls af eiginfjárgrunni bankans. Aðrir af stærstu hópunum sem fengu lán hjá bönkunum voru allir stórir hluthafar í bönkunum. Baugur Group hf. og tengdir aðilar skulduðu 85,5% af eiginfjárgrunni Glitnis.Hjá Kaupþingi námu skuldbindingar Baugs Group 42,3% af eiginfjárgrunni og hjá Landsbankanum var hlutfallið 68,8%. Svipaða sögu er að segja af lánveitingum Straums Burðaráss til Baugs Group, en hlutfallið er þó eilítið lægra þar. Baugur Group og tengd félög voru stærsti viðskiptavinur íslensku bankanna.Rannsóknarnefnd Alþingis telur að samþjöppun áhættu hjá íslensku bönkunum hafi verið orðin hættulega mikil þó nokkru fyrir fall þeirra. Bæði eigi þetta við um lánveitingar til ákveðinna hópa innan hvers banka og jafnframt að sömu hópar hafi myndað stórar áhættur í fleiri en einum banka. Af þeim sökum hafi kerfisleg áhætta vegna útlána verið orðin veruleg. Skýrasta dæmið um þetta sé Baugur Group og fyrirtæki tengd þeirri samsteypu.Í öllum stóru bönkunum og Straumi hafi Baugshópurinn verið orðin of stór áhætta. Segir í skýrslu nefndarinnar að það sé ámælisvert að áhættustýringar bankanna hafi leyft þessari áhættu að byggjast upp. Sömu sögu megi segja um Exista, Björgólf Thor Björgólfsson , Björgólf Guðmundsson og Ólaf Ólafsson, þó áhætta vegna þessara aðila hafi verið nokkru minni en Baugshópsins.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira