Viðskiptavinir reikni út kjötverðið sjálfir 29. september 2010 04:00 guðmundur marteinsson „Verslunin á að sjá til þess að verðmerkja viðkomandi vöru með hillumiða með uppgefnu kílóverði. Þá þarf neytandinn að margfalda í huganum hvað varan kostar frammi á kassa," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Varðandi afslætti við kassa, þá munu þeir einnig hætta." Á mánudag féllust Hagar á að greiða 270 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að verslanir Bónuss, í eigu Haga, hafi átt í samráði við átta kjötframleiðendur um verðlagningu á kjötvörum, með því að verðmerkja vörurnar áður en þær koma í verslanir. Frá 1. desember næstkomandi verður Bónus óheimilt að taka við forverðmerktum kjötvörum sem seldar eru í stykkjatali. Eftir 1. mars 2011 verður óheimilt að taka við öllum forverðmerktum vörum. Þá er um að ræða allar kjötvörur og einnig osta í stykkjatali, segir Guðmundur. Hann segir þetta leiða af sér að Bónus muni einungis gefa upp kílóverð og þyngd viðkomandi vöru, en ekki útreiknað verð. Bónus hafi verið sektað fyrir fyrirkomulag sem hafi verið við líði á markaðnum löngu fyrir opnanir verslananna árið 1989. Hann telur Samkeppniseftirlitið vera að leggja til atlögu gegn fyrirtækinu. „Þetta mál er með ólíkindum og öll umræða á þann veg að reynt er að gera Bónus tortryggilegt í augum neytenda," segir Guðmundur. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir þessar áætlanir Bónuss um verðmerkingar stangast á við lög. Hann segir að verslunum beri samkvæmt lögum að birta þyngd, kílóverð og endanlegt verð hverrar vöru fyrir sig. Tryggvi fagnar aðgerðum Samkeppniseftirlitsins og segir Neytendastofu hafa beðið eftir ákvörðuninni. „Það hefur að okkar mati verið ótækt ástand að endanlegt verð til neytenda hefur ekki verið á vörunum eins og lög og reglur mæla fyrir um," segir Tryggvi. „Neytendur hafa þurft að beita stöðugum hugarreikningi til að finna út hið endanlega verð vörunnar þegar þeir eru að gera sitt upplýsta val." [email protected] Fréttir Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Verslunin á að sjá til þess að verðmerkja viðkomandi vöru með hillumiða með uppgefnu kílóverði. Þá þarf neytandinn að margfalda í huganum hvað varan kostar frammi á kassa," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Varðandi afslætti við kassa, þá munu þeir einnig hætta." Á mánudag féllust Hagar á að greiða 270 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að verslanir Bónuss, í eigu Haga, hafi átt í samráði við átta kjötframleiðendur um verðlagningu á kjötvörum, með því að verðmerkja vörurnar áður en þær koma í verslanir. Frá 1. desember næstkomandi verður Bónus óheimilt að taka við forverðmerktum kjötvörum sem seldar eru í stykkjatali. Eftir 1. mars 2011 verður óheimilt að taka við öllum forverðmerktum vörum. Þá er um að ræða allar kjötvörur og einnig osta í stykkjatali, segir Guðmundur. Hann segir þetta leiða af sér að Bónus muni einungis gefa upp kílóverð og þyngd viðkomandi vöru, en ekki útreiknað verð. Bónus hafi verið sektað fyrir fyrirkomulag sem hafi verið við líði á markaðnum löngu fyrir opnanir verslananna árið 1989. Hann telur Samkeppniseftirlitið vera að leggja til atlögu gegn fyrirtækinu. „Þetta mál er með ólíkindum og öll umræða á þann veg að reynt er að gera Bónus tortryggilegt í augum neytenda," segir Guðmundur. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir þessar áætlanir Bónuss um verðmerkingar stangast á við lög. Hann segir að verslunum beri samkvæmt lögum að birta þyngd, kílóverð og endanlegt verð hverrar vöru fyrir sig. Tryggvi fagnar aðgerðum Samkeppniseftirlitsins og segir Neytendastofu hafa beðið eftir ákvörðuninni. „Það hefur að okkar mati verið ótækt ástand að endanlegt verð til neytenda hefur ekki verið á vörunum eins og lög og reglur mæla fyrir um," segir Tryggvi. „Neytendur hafa þurft að beita stöðugum hugarreikningi til að finna út hið endanlega verð vörunnar þegar þeir eru að gera sitt upplýsta val." [email protected]
Fréttir Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira