Fréttaskýring:Gengislán fyrir dómi [email protected] skrifar 2. júlí 2010 05:30 Óvissunni um uppgjör gengistryggðu lánanna er enn ekki lokið og gæti jafnvel varað í vel á annað ár. Fréttablaðið/stefán Hvernig ratar hin nýja leið yfirvalda til að gera upp gengistryggð lán fyrir Hæstarétt? Hálft til eitt ár getur liðið þar til héraðsdómur kemst að niðurstöðu um það hvort leið yfirvalda til að endurreikna ólögmæt gengistryggð lán stenst lög, ef slíkt mál hlýtur ekki sérstaka flýtimeðferð. Þetta segja lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið beindu á miðvikudag þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að endurreikna lánin miðað við hagstæðustu vexti Seðlabankans á lánstímanum. Fjármálafyrirtækin lýstu því mörg hver yfir þegar í gær að þau hygðust fara að tilmælunum og hefja innheimtuaðgerðir á nýjan leik. Ljóst er að það mun koma til kasta dómstóla að kveða upp úr með það hvort þessi leið samræmist lögum. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í fyrradag að ríkisstjórnin hefði heimildir fyrir því innan úr dómskerfinu að slík niðurstaða úr héraðsdómi kynni jafnvel að liggja fyrir snemma á haustmánuðum. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við telja það mikla bjartsýni. Ef málið fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi sé nær að miða við hálft til eitt ár, að því gefnu að deiluaðilar leggi sig fram um að flýta málinu og vera sammála um staðreyndir, svo ekki þurfi mikla gagnaöflun og vitnaleiðslur. Þá á Hæstiréttur enn eftir að taka málið fyrir, sem einnig getur tekið drjúgan tíma. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála getur aðili máls óskað eftir flýtimeðferð ef málið er höfðað vegna athafna eða ákvörðunar stjórnvalds og „brýn þörf er á skjótri úrlausn, enda hafi hún almenna þýðingu eða varði stórfellda hagsmuni hans". Ekki er hins vegar víst að þetta ákvæði eigi við um málin sem rísa munu vegna gengistryggingarinnar. Samtök atvinnulífsins skoruðu í gær á stjórnvöld að beita sér fyrir því að málin fái flýtimeðferð. Ekki megi dragast lengur en tvo til þrjá mánuði að fá niðurstöðu. Til að málið endi að nýju fyrir dómstólum þarf skuldari að neita að greiða afborganir af láni sínu samkvæmt hinni nýju reikniaðferð Seðlabankans og FME. Fjármálafyrirtækið getur þá stefnt honum til greiðslu skuldarinnar og það er síðan dómstólsins að skera úr um lögmæti skilmálanna. Komist Hæstiréttur að því að leið yfirvalda sé ólögmæt þarf að kokka upp nýja reiknireglu og líklega að láta einnig reyna á hana fyrir dómi. Innlent Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Hvernig ratar hin nýja leið yfirvalda til að gera upp gengistryggð lán fyrir Hæstarétt? Hálft til eitt ár getur liðið þar til héraðsdómur kemst að niðurstöðu um það hvort leið yfirvalda til að endurreikna ólögmæt gengistryggð lán stenst lög, ef slíkt mál hlýtur ekki sérstaka flýtimeðferð. Þetta segja lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið beindu á miðvikudag þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að endurreikna lánin miðað við hagstæðustu vexti Seðlabankans á lánstímanum. Fjármálafyrirtækin lýstu því mörg hver yfir þegar í gær að þau hygðust fara að tilmælunum og hefja innheimtuaðgerðir á nýjan leik. Ljóst er að það mun koma til kasta dómstóla að kveða upp úr með það hvort þessi leið samræmist lögum. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í fyrradag að ríkisstjórnin hefði heimildir fyrir því innan úr dómskerfinu að slík niðurstaða úr héraðsdómi kynni jafnvel að liggja fyrir snemma á haustmánuðum. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við telja það mikla bjartsýni. Ef málið fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi sé nær að miða við hálft til eitt ár, að því gefnu að deiluaðilar leggi sig fram um að flýta málinu og vera sammála um staðreyndir, svo ekki þurfi mikla gagnaöflun og vitnaleiðslur. Þá á Hæstiréttur enn eftir að taka málið fyrir, sem einnig getur tekið drjúgan tíma. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála getur aðili máls óskað eftir flýtimeðferð ef málið er höfðað vegna athafna eða ákvörðunar stjórnvalds og „brýn þörf er á skjótri úrlausn, enda hafi hún almenna þýðingu eða varði stórfellda hagsmuni hans". Ekki er hins vegar víst að þetta ákvæði eigi við um málin sem rísa munu vegna gengistryggingarinnar. Samtök atvinnulífsins skoruðu í gær á stjórnvöld að beita sér fyrir því að málin fái flýtimeðferð. Ekki megi dragast lengur en tvo til þrjá mánuði að fá niðurstöðu. Til að málið endi að nýju fyrir dómstólum þarf skuldari að neita að greiða afborganir af láni sínu samkvæmt hinni nýju reikniaðferð Seðlabankans og FME. Fjármálafyrirtækið getur þá stefnt honum til greiðslu skuldarinnar og það er síðan dómstólsins að skera úr um lögmæti skilmálanna. Komist Hæstiréttur að því að leið yfirvalda sé ólögmæt þarf að kokka upp nýja reiknireglu og líklega að láta einnig reyna á hana fyrir dómi.
Innlent Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira