Efndir kosningaloforða reyndust verstu hagstjórnamistökin 13. apríl 2010 21:01 Geir H. Haarde efndi kosningaloforð sem reyndust verulega alvarlega vond fyrir hagstjórnina. Tekjuskattur einstaklinga í staðgreiðslu var lækkaður um eina prósentu hvert ár 2005, 2006 og 2007, en þar til haustið 2006 hafði verið stefnt að lækkun um tvær prósentur 2007. Lækkun tekjuskatts var fylgt eftir með lækkun virðisaukaskatts á matvælum og fleiri vörum skömmu fyrir kosningar 2007, þrátt fyrir að stuttu áður hefði verið talin ástæða til að draga úr fyrirhuguðum tekjuskattslækkunum vegna viðvarandi þenslu í hagkerfinu. Í sjöunda bindi rannsóknarskýrslunnar, kemur fram að Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, síðar forsætisráðherra, mat það svo á þessum tíma að tímasetning skattalækkana væri óheppileg. Hún gæti verið sem olía á eldinn, það er aukið ofþensluna verulega og þar með líkurnar á kröftugum samdrætti að þensluskeiðinu loknu. Svo segir orðrétt í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: Engu að síður var skattalækkunum hrint í framkvæmd þótt þær kynnu að valda hagkerfinu skaða vegna þess að þeim hafði verið lofað í samkeppni stjórnmálaflokka um atkvæði í aðdraganda kosninga sem snerist „...með mjög furðulegum hætti upp í kapphlaup um skattalækkanir", svo notuð séu orð Geirs." Annarstaðar í sama bindi skýrslunnar, er greint frá öðru kosningaloforði sem reyndist síðar ein dýrkeyptustu hagstjórnarmistökin að mati nefndarinnar. Það voru 90 prósent íbúðarlánsloforð Framsóknarflokksins árið 2003. Þá kom fram að Geir H. Haarde hafi þótt það verulega varasamt að standa við kosningaloforðið. En hann taldi hinsvegar að ella hefði stjórnin ekki verið mynduð. Svo sagði orðrétt í skýrslunni: „Hann hefði þá metið það svo að væntanlegur skaði fyrir samfélagið væri ásættanlegur kostnaður við það að sitjandi flokkar héldu völdum. Að mati rannsóknarnefndar má líta á þetta sem ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda falls bankanna, mistök sem gerð voru með fullri þekkingu á mögulegum afleiðingum, sem ekki létu á sér standa og voru tvíefldar í alþjóðlegu lágvaxtaumhverfi." Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Kosningaloforð Framsóknar ein dýrkeyptustu hagstjórnarmistökin Kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2003 um 90 prósent íbúðarlán eru talin ein stærstu hagstjórnarmistök ríkisins samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. 12. apríl 2010 23:05 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Tekjuskattur einstaklinga í staðgreiðslu var lækkaður um eina prósentu hvert ár 2005, 2006 og 2007, en þar til haustið 2006 hafði verið stefnt að lækkun um tvær prósentur 2007. Lækkun tekjuskatts var fylgt eftir með lækkun virðisaukaskatts á matvælum og fleiri vörum skömmu fyrir kosningar 2007, þrátt fyrir að stuttu áður hefði verið talin ástæða til að draga úr fyrirhuguðum tekjuskattslækkunum vegna viðvarandi þenslu í hagkerfinu. Í sjöunda bindi rannsóknarskýrslunnar, kemur fram að Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, síðar forsætisráðherra, mat það svo á þessum tíma að tímasetning skattalækkana væri óheppileg. Hún gæti verið sem olía á eldinn, það er aukið ofþensluna verulega og þar með líkurnar á kröftugum samdrætti að þensluskeiðinu loknu. Svo segir orðrétt í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: Engu að síður var skattalækkunum hrint í framkvæmd þótt þær kynnu að valda hagkerfinu skaða vegna þess að þeim hafði verið lofað í samkeppni stjórnmálaflokka um atkvæði í aðdraganda kosninga sem snerist „...með mjög furðulegum hætti upp í kapphlaup um skattalækkanir", svo notuð séu orð Geirs." Annarstaðar í sama bindi skýrslunnar, er greint frá öðru kosningaloforði sem reyndist síðar ein dýrkeyptustu hagstjórnarmistökin að mati nefndarinnar. Það voru 90 prósent íbúðarlánsloforð Framsóknarflokksins árið 2003. Þá kom fram að Geir H. Haarde hafi þótt það verulega varasamt að standa við kosningaloforðið. En hann taldi hinsvegar að ella hefði stjórnin ekki verið mynduð. Svo sagði orðrétt í skýrslunni: „Hann hefði þá metið það svo að væntanlegur skaði fyrir samfélagið væri ásættanlegur kostnaður við það að sitjandi flokkar héldu völdum. Að mati rannsóknarnefndar má líta á þetta sem ein af stærri hagstjórnarmistökum í aðdraganda falls bankanna, mistök sem gerð voru með fullri þekkingu á mögulegum afleiðingum, sem ekki létu á sér standa og voru tvíefldar í alþjóðlegu lágvaxtaumhverfi."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Kosningaloforð Framsóknar ein dýrkeyptustu hagstjórnarmistökin Kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2003 um 90 prósent íbúðarlán eru talin ein stærstu hagstjórnarmistök ríkisins samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. 12. apríl 2010 23:05 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Kosningaloforð Framsóknar ein dýrkeyptustu hagstjórnarmistökin Kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2003 um 90 prósent íbúðarlán eru talin ein stærstu hagstjórnarmistök ríkisins samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. 12. apríl 2010 23:05