Hefur mikla þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf 7. apríl 2010 11:00 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli á Rás 2, telja Söngkeppni framhaldsskólanna gegna mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt tónlistarlíf. "Keppnin er gríðarlega stór vettvangur fyrir þessa krakka til að koma sér á framfæri. Fólk hefur líka svakalega gaman af því að horfa á þetta," segir Katrín. "Svo má heldur ekki gleyma því að margar af okkar skærustu stjörnum í tónlistarlífinu eru gamlir keppendur; Páll Óskar, Emilíana Torrini, Móeiður. Allt þetta fólk og fleiri hófu feril sinn í þessari keppni." Óli Palli er sammála Katrínu um mikilvægi söngkeppninnar fyrir íslenskt tónlistarlíf: "Ég man meira að segja hvar ég var og hvernig ég var klæddur þegar ég sá Móu stíga á svið í fyrsta skipti. Með þessa ótrúlega sérstöku, flottu rödd." Óli Palli segir keppnina einnig mikilvægan farveg fyrir framhaldsskólakrakka til að koma sér á framfæri. "Ásamt Músíktilraunum er þetta í raun einn helsti vettvangurinn fyrir stjörnur framtíðarinnar til að láta ljós sitt skína og það má ekki skemma." Katrín tók sjálf þátt í söngkeppninni á sínum tíma fyrir hönd Menntaskólans við Sund. "Þetta var frábær stemning, þó svo að ég hafi nú bara farið með lítið hlutverk," segir Katrín. "Ég var, ásamt tveimur öðrum bakrödd við lag Páls Óskars TF Stuð. En það þróaðist þannig að ég varð eina bakröddin sem steig á svið og úr því varð mikið atriði. Það er nauðsynlegt fyrir alla að fá að losa um sínar listrænu hvatir." "Já, þetta er bara mjög skemmtilegt í alla staði," segir Óli Palli. "Mér finnst þetta frábært krydd í íslenskt tónlistarlíf og skipta heilmiklu máli. Það er bráðnauðsynlegt að þetta haldi áfram. "Þarna hefur margt af okkar fremsta fólki í dag stigið sín fyrstu skref." Katrín segir að þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem ríkja í samfélaginu í dag sé mikilvægt að keppnir sem þessar fái að lifa áfram. "Þetta er einn af hápunktum ársins fyrir framhaldsskólanema. Það er mikilvægt að keppnir sem þessar fái að halda sínu striki og þeim sé veittur allur sá stuðningur sem mögulegt er," segir Katrín. - sv Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli á Rás 2, telja Söngkeppni framhaldsskólanna gegna mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt tónlistarlíf. "Keppnin er gríðarlega stór vettvangur fyrir þessa krakka til að koma sér á framfæri. Fólk hefur líka svakalega gaman af því að horfa á þetta," segir Katrín. "Svo má heldur ekki gleyma því að margar af okkar skærustu stjörnum í tónlistarlífinu eru gamlir keppendur; Páll Óskar, Emilíana Torrini, Móeiður. Allt þetta fólk og fleiri hófu feril sinn í þessari keppni." Óli Palli er sammála Katrínu um mikilvægi söngkeppninnar fyrir íslenskt tónlistarlíf: "Ég man meira að segja hvar ég var og hvernig ég var klæddur þegar ég sá Móu stíga á svið í fyrsta skipti. Með þessa ótrúlega sérstöku, flottu rödd." Óli Palli segir keppnina einnig mikilvægan farveg fyrir framhaldsskólakrakka til að koma sér á framfæri. "Ásamt Músíktilraunum er þetta í raun einn helsti vettvangurinn fyrir stjörnur framtíðarinnar til að láta ljós sitt skína og það má ekki skemma." Katrín tók sjálf þátt í söngkeppninni á sínum tíma fyrir hönd Menntaskólans við Sund. "Þetta var frábær stemning, þó svo að ég hafi nú bara farið með lítið hlutverk," segir Katrín. "Ég var, ásamt tveimur öðrum bakrödd við lag Páls Óskars TF Stuð. En það þróaðist þannig að ég varð eina bakröddin sem steig á svið og úr því varð mikið atriði. Það er nauðsynlegt fyrir alla að fá að losa um sínar listrænu hvatir." "Já, þetta er bara mjög skemmtilegt í alla staði," segir Óli Palli. "Mér finnst þetta frábært krydd í íslenskt tónlistarlíf og skipta heilmiklu máli. Það er bráðnauðsynlegt að þetta haldi áfram. "Þarna hefur margt af okkar fremsta fólki í dag stigið sín fyrstu skref." Katrín segir að þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem ríkja í samfélaginu í dag sé mikilvægt að keppnir sem þessar fái að lifa áfram. "Þetta er einn af hápunktum ársins fyrir framhaldsskólanema. Það er mikilvægt að keppnir sem þessar fái að halda sínu striki og þeim sé veittur allur sá stuðningur sem mögulegt er," segir Katrín. - sv
Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira