Raunveruleikaþáttaröð um leitina að hamingjunni 3. desember 2010 10:30 Leitar að hamingjunni Ásdís Olsen ætlar að leita að hamingjunni með fimm íslenskum pörum í nýrri raunveruleikaseríu sem verður sýnd á Stöð 2.Fréttablaðið/Anton „Þetta er algjört draumaverkefni sem ég hef gengið með í maganum ansi lengi,“ segir Ásdís Olsen sálfræðingur. Hún stýrir nýrri raunveruleikaþáttaseríu sem hefur göngu sína á Stöð 2 í febrúar á næsta ári. Í stað þess að fólk stingi hvert annað í bakið, verði komið fyrir á eyðieyju eða látið búa saman í kommúnu eins og raunveruleikaþátta er siður fjallar raunveruleikaserían um leitina að hamingjunni og hefur verið gefið vinnuheitið Hamingjan sanna. Á næstunni verður auglýst eftir fimm pörum til að taka þátt í verkefninu en það er Saga Film sem framleiðir. „Þættirnir verða byggðir á bókunum sem við höfum verið að gefa út,“ útskýrir Ásdís og vísar þar meðal annars til bókar dr. Tal Ben-Shahar, Meiri hamingja, sem sló eftirminnilega í gegn um síðustu jól en hann kom einmitt til Íslands og hélt fyrirlestur í Vodafone-höllinni sem var vel sóttur. Ásdís segir það mikinn heiður fyrir sig að fá að auka hamingju þjóðarinnar. Hún ætli að gera það með því að nota aðferðir úr jákvæðri sálfræði, sem að hennar sögn hefur gert ótrúlega hluti fyrir fólk. „Pörin taka þátt í alls konar æfingum og verkefnum sem maður þarf að gera til að auka hamingju sína,“ útskýrir Ásdís og bendir á að jákvæði sálfræði sé skemmtileg og aðgengileg fræði. „Þessi tegund af sálfræði hefur sýnt og sannað að hún virkar ótrúlega vel, ég hef verið með þetta prógramm í mörg ár í kennslu uppi í háskóla og þetta hefur verið opinberun fyrir marga. Það eru ekki bara aðstæðurnar og ytra umhverfi sem ráða því hvernig okkur líður heldur við sjálf.“ Ásdís segir að þátttakendur verði að vera reiðubúnir til að leggjast í sjálfskoðun og ögra sjálfum sér því áhorfendur fái að fylgjast með hvernig þeim gangi á sjónvarpsskjánum heima. „Þau munu gera upp gamlar syndir, þakka gamla kennaranum sínum fyrir, semja við bankastjórann um skuldirnar, segja upp vinnunni og fara í nám. Þetta verða krossgöturnar í lífi hvers og eins og við ætlum að biðja fólk um að setja sig aðeins inn í líf sitt, vega það og meta.“ [email protected] Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Þetta er algjört draumaverkefni sem ég hef gengið með í maganum ansi lengi,“ segir Ásdís Olsen sálfræðingur. Hún stýrir nýrri raunveruleikaþáttaseríu sem hefur göngu sína á Stöð 2 í febrúar á næsta ári. Í stað þess að fólk stingi hvert annað í bakið, verði komið fyrir á eyðieyju eða látið búa saman í kommúnu eins og raunveruleikaþátta er siður fjallar raunveruleikaserían um leitina að hamingjunni og hefur verið gefið vinnuheitið Hamingjan sanna. Á næstunni verður auglýst eftir fimm pörum til að taka þátt í verkefninu en það er Saga Film sem framleiðir. „Þættirnir verða byggðir á bókunum sem við höfum verið að gefa út,“ útskýrir Ásdís og vísar þar meðal annars til bókar dr. Tal Ben-Shahar, Meiri hamingja, sem sló eftirminnilega í gegn um síðustu jól en hann kom einmitt til Íslands og hélt fyrirlestur í Vodafone-höllinni sem var vel sóttur. Ásdís segir það mikinn heiður fyrir sig að fá að auka hamingju þjóðarinnar. Hún ætli að gera það með því að nota aðferðir úr jákvæðri sálfræði, sem að hennar sögn hefur gert ótrúlega hluti fyrir fólk. „Pörin taka þátt í alls konar æfingum og verkefnum sem maður þarf að gera til að auka hamingju sína,“ útskýrir Ásdís og bendir á að jákvæði sálfræði sé skemmtileg og aðgengileg fræði. „Þessi tegund af sálfræði hefur sýnt og sannað að hún virkar ótrúlega vel, ég hef verið með þetta prógramm í mörg ár í kennslu uppi í háskóla og þetta hefur verið opinberun fyrir marga. Það eru ekki bara aðstæðurnar og ytra umhverfi sem ráða því hvernig okkur líður heldur við sjálf.“ Ásdís segir að þátttakendur verði að vera reiðubúnir til að leggjast í sjálfskoðun og ögra sjálfum sér því áhorfendur fái að fylgjast með hvernig þeim gangi á sjónvarpsskjánum heima. „Þau munu gera upp gamlar syndir, þakka gamla kennaranum sínum fyrir, semja við bankastjórann um skuldirnar, segja upp vinnunni og fara í nám. Þetta verða krossgöturnar í lífi hvers og eins og við ætlum að biðja fólk um að setja sig aðeins inn í líf sitt, vega það og meta.“ [email protected]
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira