Snýr sér að KR-útvarpinu eftir 42 ára starf hjá RÚV 22. maí 2010 10:00 bjarni felixson Bjarni ásamt Álfheiði Gísladóttur, konu sinni, á 110 ára afmæli KR. Hann er hættur að lýsa íslenska boltanum á Rás 2 og ætlar þess í stað að lýsa fyrir KR-útvarpið. fréttablaðið/vilhelm „Þetta er afturför,“ segir Bjarni Felixson, sem er hættur að lýsa leikjum úr íslenska fótboltanum á Rás 2. „Íþróttir og íþróttalýsingar virðast vera algjörlega á undanhaldi í útvarpinu og meira að segja í fréttum líka, því miður,“ segir Bjarni. 42 ár eru liðin síðan Bjarni byrjaði að lýsa enska boltanum í Sjónvarpinu og síðan þá hefur hann lýst hinum ýmsum íþróttaviðburðum, þar á meðal íslenska boltanum á sumrin. En núna er rödd Bjarna þögnuð á RÚV og hljóta það að teljast viss vatnaskil í íslenskri íþrótta- og fjölmiðlasögu. Hann viðurkennir að þetta séu viðbrigði fyrir sig eftir öll þessi ár og hefði sjálfur viljað halda áfram að lýsa leikjum fyrir Íslendinga vítt og breitt um landið. Bjarni er þó ekki alveg af baki dottinn því KR-útvarpið hefur falast eftir kröftum hans. „Þeir töluðu við mig í vor og ég lofaði að þegar ég myndi hætta myndi ég sennilega hjálpa þeim eitthvað. Ég verð að efna það,“ segir hann. Svo gæti einnig farið að Bjarni lýsti einum leik fyrir Selfoss-útvarpið en sonur hans Gísli Felix býr á Selfossi. „Sonur minn nefndi það við mig en ég veit ekki hversu mikil alvara er í því. Það getur vel verið að ég taki Selfoss-KR í Selfoss-útvarpinu ef Guð lofar. Bæði Selfyssingar og KR-ingar hafa allavega manndóm í að halda úti svona lýsingum.“ En hvernig líst „Rauða ljóninu“ á sína menn í KR í sumar? „Illa. Mér leist vel á þá í deildarbikarnum. Ég sá þá vinna FH en skildi svo ekkert í því að þeir skyldu ekki vinna Hauka. Ég skil það ekki enn. En við sjáum til, þetta er rétt að byrja.“ [email protected] Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
„Þetta er afturför,“ segir Bjarni Felixson, sem er hættur að lýsa leikjum úr íslenska fótboltanum á Rás 2. „Íþróttir og íþróttalýsingar virðast vera algjörlega á undanhaldi í útvarpinu og meira að segja í fréttum líka, því miður,“ segir Bjarni. 42 ár eru liðin síðan Bjarni byrjaði að lýsa enska boltanum í Sjónvarpinu og síðan þá hefur hann lýst hinum ýmsum íþróttaviðburðum, þar á meðal íslenska boltanum á sumrin. En núna er rödd Bjarna þögnuð á RÚV og hljóta það að teljast viss vatnaskil í íslenskri íþrótta- og fjölmiðlasögu. Hann viðurkennir að þetta séu viðbrigði fyrir sig eftir öll þessi ár og hefði sjálfur viljað halda áfram að lýsa leikjum fyrir Íslendinga vítt og breitt um landið. Bjarni er þó ekki alveg af baki dottinn því KR-útvarpið hefur falast eftir kröftum hans. „Þeir töluðu við mig í vor og ég lofaði að þegar ég myndi hætta myndi ég sennilega hjálpa þeim eitthvað. Ég verð að efna það,“ segir hann. Svo gæti einnig farið að Bjarni lýsti einum leik fyrir Selfoss-útvarpið en sonur hans Gísli Felix býr á Selfossi. „Sonur minn nefndi það við mig en ég veit ekki hversu mikil alvara er í því. Það getur vel verið að ég taki Selfoss-KR í Selfoss-útvarpinu ef Guð lofar. Bæði Selfyssingar og KR-ingar hafa allavega manndóm í að halda úti svona lýsingum.“ En hvernig líst „Rauða ljóninu“ á sína menn í KR í sumar? „Illa. Mér leist vel á þá í deildarbikarnum. Ég sá þá vinna FH en skildi svo ekkert í því að þeir skyldu ekki vinna Hauka. Ég skil það ekki enn. En við sjáum til, þetta er rétt að byrja.“ [email protected]
Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira