Snýr sér að KR-útvarpinu eftir 42 ára starf hjá RÚV 22. maí 2010 10:00 bjarni felixson Bjarni ásamt Álfheiði Gísladóttur, konu sinni, á 110 ára afmæli KR. Hann er hættur að lýsa íslenska boltanum á Rás 2 og ætlar þess í stað að lýsa fyrir KR-útvarpið. fréttablaðið/vilhelm „Þetta er afturför,“ segir Bjarni Felixson, sem er hættur að lýsa leikjum úr íslenska fótboltanum á Rás 2. „Íþróttir og íþróttalýsingar virðast vera algjörlega á undanhaldi í útvarpinu og meira að segja í fréttum líka, því miður,“ segir Bjarni. 42 ár eru liðin síðan Bjarni byrjaði að lýsa enska boltanum í Sjónvarpinu og síðan þá hefur hann lýst hinum ýmsum íþróttaviðburðum, þar á meðal íslenska boltanum á sumrin. En núna er rödd Bjarna þögnuð á RÚV og hljóta það að teljast viss vatnaskil í íslenskri íþrótta- og fjölmiðlasögu. Hann viðurkennir að þetta séu viðbrigði fyrir sig eftir öll þessi ár og hefði sjálfur viljað halda áfram að lýsa leikjum fyrir Íslendinga vítt og breitt um landið. Bjarni er þó ekki alveg af baki dottinn því KR-útvarpið hefur falast eftir kröftum hans. „Þeir töluðu við mig í vor og ég lofaði að þegar ég myndi hætta myndi ég sennilega hjálpa þeim eitthvað. Ég verð að efna það,“ segir hann. Svo gæti einnig farið að Bjarni lýsti einum leik fyrir Selfoss-útvarpið en sonur hans Gísli Felix býr á Selfossi. „Sonur minn nefndi það við mig en ég veit ekki hversu mikil alvara er í því. Það getur vel verið að ég taki Selfoss-KR í Selfoss-útvarpinu ef Guð lofar. Bæði Selfyssingar og KR-ingar hafa allavega manndóm í að halda úti svona lýsingum.“ En hvernig líst „Rauða ljóninu“ á sína menn í KR í sumar? „Illa. Mér leist vel á þá í deildarbikarnum. Ég sá þá vinna FH en skildi svo ekkert í því að þeir skyldu ekki vinna Hauka. Ég skil það ekki enn. En við sjáum til, þetta er rétt að byrja.“ [email protected] Lífið Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Þetta er afturför,“ segir Bjarni Felixson, sem er hættur að lýsa leikjum úr íslenska fótboltanum á Rás 2. „Íþróttir og íþróttalýsingar virðast vera algjörlega á undanhaldi í útvarpinu og meira að segja í fréttum líka, því miður,“ segir Bjarni. 42 ár eru liðin síðan Bjarni byrjaði að lýsa enska boltanum í Sjónvarpinu og síðan þá hefur hann lýst hinum ýmsum íþróttaviðburðum, þar á meðal íslenska boltanum á sumrin. En núna er rödd Bjarna þögnuð á RÚV og hljóta það að teljast viss vatnaskil í íslenskri íþrótta- og fjölmiðlasögu. Hann viðurkennir að þetta séu viðbrigði fyrir sig eftir öll þessi ár og hefði sjálfur viljað halda áfram að lýsa leikjum fyrir Íslendinga vítt og breitt um landið. Bjarni er þó ekki alveg af baki dottinn því KR-útvarpið hefur falast eftir kröftum hans. „Þeir töluðu við mig í vor og ég lofaði að þegar ég myndi hætta myndi ég sennilega hjálpa þeim eitthvað. Ég verð að efna það,“ segir hann. Svo gæti einnig farið að Bjarni lýsti einum leik fyrir Selfoss-útvarpið en sonur hans Gísli Felix býr á Selfossi. „Sonur minn nefndi það við mig en ég veit ekki hversu mikil alvara er í því. Það getur vel verið að ég taki Selfoss-KR í Selfoss-útvarpinu ef Guð lofar. Bæði Selfyssingar og KR-ingar hafa allavega manndóm í að halda úti svona lýsingum.“ En hvernig líst „Rauða ljóninu“ á sína menn í KR í sumar? „Illa. Mér leist vel á þá í deildarbikarnum. Ég sá þá vinna FH en skildi svo ekkert í því að þeir skyldu ekki vinna Hauka. Ég skil það ekki enn. En við sjáum til, þetta er rétt að byrja.“ [email protected]
Lífið Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira