Sýndi fimmtíu flíkur á dag 1. október 2010 14:25 Brynja þykir ein efnilegasta fyrirsæta landsins í dag. Hún sat fyrir á myndum fyrir Urban Outfitters í sumar. Mynd/Anton Brink Brynja Jónbjarnardóttir þykir ein efnilegasta fyrirsæta landsins í dag þrátt fyrir ungan aldur. Brynja sat fyrir á myndum fyrir vefverslun tískumerkisins Urban Outfitters í júní, en merkið er afskaplega vinsælt um allan heim. Aðspurð segir Brynja verkefnið hafa verið auðveldara en mörg önnur sem hún hefur tekið að sér. „Þetta var mjög vel skipulagt hjá þeim og þarna var mikið af starfsfólki sem hugsaði vel um mann. Vinnudagurinn var frá 9 til 5 og ég held ég hafi sýnt að meðaltali um fimmtíu flíkur á dag," segir Brynja og bætir við: „Myndatökurnar voru líka frekar auðveldar því ég þurfti lítið að gera nema bara standa þarna og sýna fötin." Brynja hefur starfað sem fyrirsæta í tvö ár og dvaldi meðal annars í London og New York í sumar þar sem hún sinnti fyrirsætustörfum á vegum umboðsskrifstofunnar Next, sem er ein sú stærsta í heiminum í dag. Hún segist hafa gaman af starfinu og gæti vel hugsað sér að leggja það fyrir sig í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ég mundi vilja láta reyna á í framtíðinni. Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og í gegnum starfið fæ ég tækifæri til að ferðast og hitta nýtt og skemmtilegt fólk. Þetta er samt miklu erfiðari vinna en margir halda, dagarnir eru langir og það er mikil pressa á mann að vera góð fyrirmynd. Maður er líka svolítið einn á báti og þarf að geta reddað sér sjálfur á milli staða. Einu sinni þurfti að hitta sjö mismunandi kúnna á sama deginum og þá er maður meira og minna á hlaupum á milli lesta allan daginn." Brynja hóf nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð í haust og segir skrítið að vera í fastri rútínu aftur eftir öll ferðalögin í sumar. Innt eftir því hvaða verkefni henni hafi þótt hvað skemmtilegast að vinna við segir hún eftir stutta umhugsun: „Það var stuttmynd fyrir hönnuðinn Munda. Við vorum uppi á hálendi í heila viku og það var rosalega gaman þrátt fyrir erfiða vinnudaga." - sm Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Brynja Jónbjarnardóttir þykir ein efnilegasta fyrirsæta landsins í dag þrátt fyrir ungan aldur. Brynja sat fyrir á myndum fyrir vefverslun tískumerkisins Urban Outfitters í júní, en merkið er afskaplega vinsælt um allan heim. Aðspurð segir Brynja verkefnið hafa verið auðveldara en mörg önnur sem hún hefur tekið að sér. „Þetta var mjög vel skipulagt hjá þeim og þarna var mikið af starfsfólki sem hugsaði vel um mann. Vinnudagurinn var frá 9 til 5 og ég held ég hafi sýnt að meðaltali um fimmtíu flíkur á dag," segir Brynja og bætir við: „Myndatökurnar voru líka frekar auðveldar því ég þurfti lítið að gera nema bara standa þarna og sýna fötin." Brynja hefur starfað sem fyrirsæta í tvö ár og dvaldi meðal annars í London og New York í sumar þar sem hún sinnti fyrirsætustörfum á vegum umboðsskrifstofunnar Next, sem er ein sú stærsta í heiminum í dag. Hún segist hafa gaman af starfinu og gæti vel hugsað sér að leggja það fyrir sig í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ég mundi vilja láta reyna á í framtíðinni. Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og í gegnum starfið fæ ég tækifæri til að ferðast og hitta nýtt og skemmtilegt fólk. Þetta er samt miklu erfiðari vinna en margir halda, dagarnir eru langir og það er mikil pressa á mann að vera góð fyrirmynd. Maður er líka svolítið einn á báti og þarf að geta reddað sér sjálfur á milli staða. Einu sinni þurfti að hitta sjö mismunandi kúnna á sama deginum og þá er maður meira og minna á hlaupum á milli lesta allan daginn." Brynja hóf nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð í haust og segir skrítið að vera í fastri rútínu aftur eftir öll ferðalögin í sumar. Innt eftir því hvaða verkefni henni hafi þótt hvað skemmtilegast að vinna við segir hún eftir stutta umhugsun: „Það var stuttmynd fyrir hönnuðinn Munda. Við vorum uppi á hálendi í heila viku og það var rosalega gaman þrátt fyrir erfiða vinnudaga." - sm
Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira