Vinna Íslendingar of mikið? Smári McCarthy og Guðmundur D. Haraldsson skrifar 4. desember 2010 05:45 Árið 1980 vann hver vinnandi maður á íslandi að meðaltali um 1.800 stundir á ári. Árið 2009 var þessi tala óbreytt og hafði haldist óbreytt allan þann tíma; óbreytt í tæp 30 ár. Áratugina frá 1950 hafði vinnan minnkað allnokkuð, en hætti að minnka árið 1980. Ísland er nú í þeirri stöðu að hér vinnur fólk mest af öllum norðurlöndunum og meira en íbúar flestra evrópuríkja. Ísland er líka í þeirri vafasömu stöðu meðal OECD-landanna að landsframleiðsla er hér mikil á hvern íbúa - en fyrir hverja unna vinnustund er hún í lægri kantinum. Á þessu kunna að vera ýmsar skýringar. Ein af þeim gæti hreinlega legið í því að vinnudagurinn sé of langur, fólk nái ekki að hvílast nóg vegna mikillar vinnu. Þorvaldur Gylfason sýndi í Skírnisgrein frá 2007 fram á línulegt samband milli framleiðslu á klukkutíma og vinnustunda íbúa landsins á ári - því fleiri vinnustundir á ári, því minni framleiðsla á klukkustund. Getur hreinlega verið að íslendingar vinni of mikið? Svo teljum við vera. Fleira en léleg framleiðni á klukkustund og fjöldi vinnustunda styður það. Íbúar margra landa kvarta undan því að þeir séu oft of þreyttir til að sinna heimilisstörfunum, þegar þeir koma heim úr vinnu. Ísland trónir að þessu leyti á toppnum miðað við norðurlöndin og hér kvarta hlutfallslega fleiri en íbúar margra evrópulanda undan þessu. Samkvæmt rannsókn Kolbeins H. Stefánssonar segjast um 40% íslendinga jafnframt vilja vinna minna og vilja margir (um 40-50%) eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Einhverjir gætu talið að þetta hafi breyst í kjölfar samdráttar í efnahagslífinu. Það má vera, en breytingarnar eru trúlega litlar. Ástæðan er sú að vinnudagur þeirra sem héldu vinnunni hefur lítið breyst - þeir sem hafa vinnu vinna álíka lengi og áður samkvæmt tölum Hagtofu Íslands. Höfum líka í huga að langir vinnudagar hafa tíðkast hér lengi, samanber að fólk vinnur í dag álíka margar stundir árið 1980. Langur vinnudagur hefur lifað af margar hagsveiflur. Framangreint teljum við góð rök fyrir því að geri eigi það sem vélvæðingin átti upprunalega að gera: Stytta vinnudaginn. Já, það er hægt, þrátt fyrir erfiðleika í atvinnulífinu. Verði vinnudagurinn styttur, er einsýnt að fleiri muni fá vinnu; sú vinna sem þarf að vinna minnkar ekki, og þarf því að ráða fleiri til að vinna hana. Framleiðni mun líklegast ekki minnka, jafnvel mun hún aukast. Ýmsar rannsóknir erlendis frá, til dæmis bók Juliet B. Schor, The Overworked American, sýna að langir vinnudagar (eins og tíðkast á íslandi) stuðla að minnkaðri framleiðni. Með því að stytta vinnutímann, eykst framleiðnin. Stytting vinnudagins í sex stundir er raunhæft markmið. Með því móti myndi atvinnuleysi minnka, álag og ofþreyta myndi minnka, en framleiðnin myndi haldast svipuð. Stéttarfélögin, sem hafa lítt látið í sér heyra undanfarin ár, þurfa að berjast öll sem eitt fyrir styttingu vinnudagsins. Ástandið í samfélaginu er kjörið tækifæri til einmitt breyta fyrirkomulagi vinnunnar. En í kjarasamningum þarf að semja um styttri vinnudag og búa svo um að vinnudagurinn styttist hjá þeim sem svo vilja. Viljinn er klárlega fyrir hendi. Er þetta hægt strax? Já, en full áhrif munu koma í ljós eftir nokkurn tíma. Hafa aðrar þjóðir gert þetta? Já - t.d. er ekki langt síðan almennur vinnudagur í þýskalandi var styttur. Almennur vinnudagur í Bandaríkjunum hefur einnig nokkrum sinnum verið styttur. Stytting vinnudagsins er ekkert nýtt, slíkt hefur margoft verið gert. Slíkar ráðstafanir eru mögulegar og virka; sagan sýnir það. Höldum áfram þar sem frá var horfið árið 1980 og minnkum vinnuna. Lífið er til að lifa, ekki bara vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Smári McCarthy Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Árið 1980 vann hver vinnandi maður á íslandi að meðaltali um 1.800 stundir á ári. Árið 2009 var þessi tala óbreytt og hafði haldist óbreytt allan þann tíma; óbreytt í tæp 30 ár. Áratugina frá 1950 hafði vinnan minnkað allnokkuð, en hætti að minnka árið 1980. Ísland er nú í þeirri stöðu að hér vinnur fólk mest af öllum norðurlöndunum og meira en íbúar flestra evrópuríkja. Ísland er líka í þeirri vafasömu stöðu meðal OECD-landanna að landsframleiðsla er hér mikil á hvern íbúa - en fyrir hverja unna vinnustund er hún í lægri kantinum. Á þessu kunna að vera ýmsar skýringar. Ein af þeim gæti hreinlega legið í því að vinnudagurinn sé of langur, fólk nái ekki að hvílast nóg vegna mikillar vinnu. Þorvaldur Gylfason sýndi í Skírnisgrein frá 2007 fram á línulegt samband milli framleiðslu á klukkutíma og vinnustunda íbúa landsins á ári - því fleiri vinnustundir á ári, því minni framleiðsla á klukkustund. Getur hreinlega verið að íslendingar vinni of mikið? Svo teljum við vera. Fleira en léleg framleiðni á klukkustund og fjöldi vinnustunda styður það. Íbúar margra landa kvarta undan því að þeir séu oft of þreyttir til að sinna heimilisstörfunum, þegar þeir koma heim úr vinnu. Ísland trónir að þessu leyti á toppnum miðað við norðurlöndin og hér kvarta hlutfallslega fleiri en íbúar margra evrópulanda undan þessu. Samkvæmt rannsókn Kolbeins H. Stefánssonar segjast um 40% íslendinga jafnframt vilja vinna minna og vilja margir (um 40-50%) eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Einhverjir gætu talið að þetta hafi breyst í kjölfar samdráttar í efnahagslífinu. Það má vera, en breytingarnar eru trúlega litlar. Ástæðan er sú að vinnudagur þeirra sem héldu vinnunni hefur lítið breyst - þeir sem hafa vinnu vinna álíka lengi og áður samkvæmt tölum Hagtofu Íslands. Höfum líka í huga að langir vinnudagar hafa tíðkast hér lengi, samanber að fólk vinnur í dag álíka margar stundir árið 1980. Langur vinnudagur hefur lifað af margar hagsveiflur. Framangreint teljum við góð rök fyrir því að geri eigi það sem vélvæðingin átti upprunalega að gera: Stytta vinnudaginn. Já, það er hægt, þrátt fyrir erfiðleika í atvinnulífinu. Verði vinnudagurinn styttur, er einsýnt að fleiri muni fá vinnu; sú vinna sem þarf að vinna minnkar ekki, og þarf því að ráða fleiri til að vinna hana. Framleiðni mun líklegast ekki minnka, jafnvel mun hún aukast. Ýmsar rannsóknir erlendis frá, til dæmis bók Juliet B. Schor, The Overworked American, sýna að langir vinnudagar (eins og tíðkast á íslandi) stuðla að minnkaðri framleiðni. Með því að stytta vinnutímann, eykst framleiðnin. Stytting vinnudagins í sex stundir er raunhæft markmið. Með því móti myndi atvinnuleysi minnka, álag og ofþreyta myndi minnka, en framleiðnin myndi haldast svipuð. Stéttarfélögin, sem hafa lítt látið í sér heyra undanfarin ár, þurfa að berjast öll sem eitt fyrir styttingu vinnudagsins. Ástandið í samfélaginu er kjörið tækifæri til einmitt breyta fyrirkomulagi vinnunnar. En í kjarasamningum þarf að semja um styttri vinnudag og búa svo um að vinnudagurinn styttist hjá þeim sem svo vilja. Viljinn er klárlega fyrir hendi. Er þetta hægt strax? Já, en full áhrif munu koma í ljós eftir nokkurn tíma. Hafa aðrar þjóðir gert þetta? Já - t.d. er ekki langt síðan almennur vinnudagur í þýskalandi var styttur. Almennur vinnudagur í Bandaríkjunum hefur einnig nokkrum sinnum verið styttur. Stytting vinnudagsins er ekkert nýtt, slíkt hefur margoft verið gert. Slíkar ráðstafanir eru mögulegar og virka; sagan sýnir það. Höldum áfram þar sem frá var horfið árið 1980 og minnkum vinnuna. Lífið er til að lifa, ekki bara vinna.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun