Friður og frjáls viðskipti Einar Benediktsson skrifar 14. júlí 2010 06:00 Eitt meginþema Evrópusögunnar í aldanna rás voru árekstrar og styrjaldarátök grannríkja. Ósætti Frakka, Þjóðverja og Breta veldur ægilegum Evrópustyrjöldum á tuttugustu öld. Ekki ber að gleyma því hvað Íslendingar máttu líða vegna ófriðar á hafinu. Allir gátu fagnað því markmiði Rómarsamnings sexveldanna frá 1957 að sætta erfðafjendur með það nánu ríkjasamstarfi að hernaðarátök yrðu úr sögunni. Efnt var til tollabandalags og margvíslegs frekara samstarfs en frjálsra vöruviðskipta. Úr þessu varð í mörgum áföngum Evrópusamband nútímans með 27 aðildarríkjum. Á fyrra tímaskeiði var þetta samstarf hvatinn að stofnun EFTA. Þótt Íslendingar væru fyrst eftirbátar um að koma á viðskiptafrelsi, urðum við þátttakendur með aðildinni að EFTA 1970 sem tengdi okkur við samrunaferlið í Evrópu. Síðasta stóra skrefið var aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu, stundum kallað aukaaðild að ESB. Skoðanakannanir eru mjög í tísku nú til dags og sífellt klifað á stefnubreytingu sem þær boði. Aðildin að NATO, EFTA og EES voru allt annað en ljúf viðfangsefni gagnvart almenningsálitinu. Þá var það Sjálfstæðisflokkurinn, kjölfestan við að marka stefnuna í utanríkismálum, sem tók slaginn. Eins og fyrri daginn blæs nú nokkuð á móti varðandi viðhorf Íslendinga um samstarf við aðrar þjóðir. Vafalaust hafa hrunið og Icesave-deilan við Breta og Hollendinga haft sín áhrif á skoðanir fólks í Evrópumálum. Þess ber að gæta, að gert er ráð fyrir að Ísland fari úr kreppunni á næsta ári enda glæðist hagvöxturinn fyrir áramót. Og ætti ekki Icesave-deilan að leysast þegar fyrir liggur að Íslendingar standa við sínar skuldbindingar? Hagræði þess að vera fullgildur aðili að Evrópusambandinu er bættur efnahagslegur stöðugleiki í myntbandalagi, en að sjálfsögðu að því tilskildu að um semjist varðandi sérmál okkar, einkum sjávarútvegsmálin. Evrópusamvinnan heldur sínu fulla gildi sem varanlegur kostur og nú er framundan að ljúka aðildarsamningi okkar og leggja fyrir þjóðina. Fráleitt væri að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Sagan endurtekur sig varðandi Evrópumálin. Það var hart barist á vettvangi íslenskra stjórnmála um aðild Íslands að EFTA fyrir röskum 40 árum. Þeim sem þetta ritar er minnisstætt þegar sú aðild var samþykkt á Alþingi síðla árs 1969 með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalags. Við Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, sem höfðum unnið að þeim samningum undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaráðherra, vorum viðstaddir á Alþingi þá stundina. Gylfi mælti fyrir aðildinni og þegar Bjarni Benediktsson hafði talað fyrir hönd Sjálfstæðismanna mátti skynja að málið var útrætt. En stuðningur Alþýðubandalagsmanna undir forystu Hannibals Valdimarssonar var þýðingarmikill og ekki síst vegna þess, að Jón Baldvin Hannibalsson hóf þá farsæla þátttöku í Evrópuumræðunni með setu í undirbúningsnefndinni að EFTA aðildinni. Það varð strax sátt um aðildina að EFTA. Á árunum 1970-1976 sem höfundurinn var fastafulltrúi hjá EFTA voru það viðskiptaráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason, Lúðvík Jósepsson og Ólafur Jóhannesson sem þar höfðu forsvar um þátttöku Íslands og allir gerðu það skörulega á ráðherrafundunum tvisvar á ári. Tveir þeirra voru þó ekki hlynntir aðild í upphafi. Þeim fækkar sem eru á lífi og stóðu að samningnum um inngönguna í EFTA. Þess er minnst hversu þýðingarmikið það var að hafa tryggan pólitískan stuðning á heimavettvangi þrátt fyrir óróleika í umræðunni. En það er einmitt þetta sem á við nú þegar við gerum út meistaralið til samninga um ESB aðild. Alþingi samþykkti að leita aðildar að ESB og þeir samningar eru að hefjast. Ætla þá einhverjir að sitja með hendur í skauti í stað þess að styðja okkar lið á þeim mikla vettvangi samninga sem nú er framundan? Ég hef þá trú að þar megi vel takast til og Íslendingar njóti aðildar í margvíslegu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitt meginþema Evrópusögunnar í aldanna rás voru árekstrar og styrjaldarátök grannríkja. Ósætti Frakka, Þjóðverja og Breta veldur ægilegum Evrópustyrjöldum á tuttugustu öld. Ekki ber að gleyma því hvað Íslendingar máttu líða vegna ófriðar á hafinu. Allir gátu fagnað því markmiði Rómarsamnings sexveldanna frá 1957 að sætta erfðafjendur með það nánu ríkjasamstarfi að hernaðarátök yrðu úr sögunni. Efnt var til tollabandalags og margvíslegs frekara samstarfs en frjálsra vöruviðskipta. Úr þessu varð í mörgum áföngum Evrópusamband nútímans með 27 aðildarríkjum. Á fyrra tímaskeiði var þetta samstarf hvatinn að stofnun EFTA. Þótt Íslendingar væru fyrst eftirbátar um að koma á viðskiptafrelsi, urðum við þátttakendur með aðildinni að EFTA 1970 sem tengdi okkur við samrunaferlið í Evrópu. Síðasta stóra skrefið var aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu, stundum kallað aukaaðild að ESB. Skoðanakannanir eru mjög í tísku nú til dags og sífellt klifað á stefnubreytingu sem þær boði. Aðildin að NATO, EFTA og EES voru allt annað en ljúf viðfangsefni gagnvart almenningsálitinu. Þá var það Sjálfstæðisflokkurinn, kjölfestan við að marka stefnuna í utanríkismálum, sem tók slaginn. Eins og fyrri daginn blæs nú nokkuð á móti varðandi viðhorf Íslendinga um samstarf við aðrar þjóðir. Vafalaust hafa hrunið og Icesave-deilan við Breta og Hollendinga haft sín áhrif á skoðanir fólks í Evrópumálum. Þess ber að gæta, að gert er ráð fyrir að Ísland fari úr kreppunni á næsta ári enda glæðist hagvöxturinn fyrir áramót. Og ætti ekki Icesave-deilan að leysast þegar fyrir liggur að Íslendingar standa við sínar skuldbindingar? Hagræði þess að vera fullgildur aðili að Evrópusambandinu er bættur efnahagslegur stöðugleiki í myntbandalagi, en að sjálfsögðu að því tilskildu að um semjist varðandi sérmál okkar, einkum sjávarútvegsmálin. Evrópusamvinnan heldur sínu fulla gildi sem varanlegur kostur og nú er framundan að ljúka aðildarsamningi okkar og leggja fyrir þjóðina. Fráleitt væri að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Sagan endurtekur sig varðandi Evrópumálin. Það var hart barist á vettvangi íslenskra stjórnmála um aðild Íslands að EFTA fyrir röskum 40 árum. Þeim sem þetta ritar er minnisstætt þegar sú aðild var samþykkt á Alþingi síðla árs 1969 með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalags. Við Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, sem höfðum unnið að þeim samningum undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaráðherra, vorum viðstaddir á Alþingi þá stundina. Gylfi mælti fyrir aðildinni og þegar Bjarni Benediktsson hafði talað fyrir hönd Sjálfstæðismanna mátti skynja að málið var útrætt. En stuðningur Alþýðubandalagsmanna undir forystu Hannibals Valdimarssonar var þýðingarmikill og ekki síst vegna þess, að Jón Baldvin Hannibalsson hóf þá farsæla þátttöku í Evrópuumræðunni með setu í undirbúningsnefndinni að EFTA aðildinni. Það varð strax sátt um aðildina að EFTA. Á árunum 1970-1976 sem höfundurinn var fastafulltrúi hjá EFTA voru það viðskiptaráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason, Lúðvík Jósepsson og Ólafur Jóhannesson sem þar höfðu forsvar um þátttöku Íslands og allir gerðu það skörulega á ráðherrafundunum tvisvar á ári. Tveir þeirra voru þó ekki hlynntir aðild í upphafi. Þeim fækkar sem eru á lífi og stóðu að samningnum um inngönguna í EFTA. Þess er minnst hversu þýðingarmikið það var að hafa tryggan pólitískan stuðning á heimavettvangi þrátt fyrir óróleika í umræðunni. En það er einmitt þetta sem á við nú þegar við gerum út meistaralið til samninga um ESB aðild. Alþingi samþykkti að leita aðildar að ESB og þeir samningar eru að hefjast. Ætla þá einhverjir að sitja með hendur í skauti í stað þess að styðja okkar lið á þeim mikla vettvangi samninga sem nú er framundan? Ég hef þá trú að þar megi vel takast til og Íslendingar njóti aðildar í margvíslegu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun