Tuttugu rauðhærð börn í Berndsen-myndbandi 14. apríl 2010 11:00 Viðamikil leit fór fram að rauðhærðu fólki til að taka þátt í verkefninu. Berndsen heldur áfram að senda frá sér flott myndbönd. Í því nýjasta verður ekki þverfótað fyrir rauðhærðu fólki. Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen sendi frá sér nýtt myndband á dögunum við lag sitt Young Boy. Myndbandið á sér stað í heimi þar sem allir eru rauðhærðir og flugsyndir og fer Davíð með hlutverk sundhetju sem er dáð og dýrkuð. Á meðal þeirra rauðhærðu leynist þó einn ljóshærður drengur sem að auki er ósyndur og vatnshræddur og því hálf utangátta. Leikstjóri myndbandsins er Helgi Jóhannsson, sá sami og leikstýrði myndbandinu við lagið Supertime. Viðamikil leit fór fram að rauðhærðu fólki til að taka þátt í verkefninu, en tæplega tuttugu rauðhærð börn leika í myndbandinu auk Davíðs sjálfs. Hugmyndin að myndbandinu þróaðist út frá gömlum draumi Berndsen um að ganga á vatni. „Það var mjög absúrd að vera í þessum stóra hópi rauðhærðra og það ríkti mikil samkennd á meðal okkar á tökustað. Ætli þetta verði ekki í eina skiptið sem ég upplifi annað eins á lífsleiðinni. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólki og margir hafa komið til mín og lýst yfir stuðningi við rauðhærða, en við höfum oft þurft að sæta aðkasti vegna háralitarins," segir Davíð. Hugmyndina að myndbandinu vann hann í samstarfi við leikstjórann og segir Davíð að hún hafi þróast út frá gömlum draumi um að ganga á vatni líkt og hann gerir í myndbandinu. Hann segir vatnsgönguna hafa verið erfiðari en hann hafði gert sér í hugarlund en segist ánægður með útkomuna. Þrátt fyrir að leika sundhetju í myndbandinu viðurkennir Davíð að hann sé heldur slakur sundmaður sjálfur. „Ég er hræðilegur sundmaður, kann bara bringusund og smá baksund. En það er aukaatriði þegar maður getur gengið á vatni," segir hann og hlær. Aðspurður segist hann hafa mjög gaman af því að gera tónlistarmyndbönd og er þegar farinn að huga að fjórða myndbandinu. „Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Þetta er eiginlega jafn gaman og að gera tónlistina sjálfa auk þess sem þetta er góð leið til að vekja athygli fólks á hljómsveitinni," segir hann að lokum.Myndbandið má nálgast á vefsíðunni Youtube.com. [email protected] Lífið Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Berndsen heldur áfram að senda frá sér flott myndbönd. Í því nýjasta verður ekki þverfótað fyrir rauðhærðu fólki. Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen sendi frá sér nýtt myndband á dögunum við lag sitt Young Boy. Myndbandið á sér stað í heimi þar sem allir eru rauðhærðir og flugsyndir og fer Davíð með hlutverk sundhetju sem er dáð og dýrkuð. Á meðal þeirra rauðhærðu leynist þó einn ljóshærður drengur sem að auki er ósyndur og vatnshræddur og því hálf utangátta. Leikstjóri myndbandsins er Helgi Jóhannsson, sá sami og leikstýrði myndbandinu við lagið Supertime. Viðamikil leit fór fram að rauðhærðu fólki til að taka þátt í verkefninu, en tæplega tuttugu rauðhærð börn leika í myndbandinu auk Davíðs sjálfs. Hugmyndin að myndbandinu þróaðist út frá gömlum draumi Berndsen um að ganga á vatni. „Það var mjög absúrd að vera í þessum stóra hópi rauðhærðra og það ríkti mikil samkennd á meðal okkar á tökustað. Ætli þetta verði ekki í eina skiptið sem ég upplifi annað eins á lífsleiðinni. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólki og margir hafa komið til mín og lýst yfir stuðningi við rauðhærða, en við höfum oft þurft að sæta aðkasti vegna háralitarins," segir Davíð. Hugmyndina að myndbandinu vann hann í samstarfi við leikstjórann og segir Davíð að hún hafi þróast út frá gömlum draumi um að ganga á vatni líkt og hann gerir í myndbandinu. Hann segir vatnsgönguna hafa verið erfiðari en hann hafði gert sér í hugarlund en segist ánægður með útkomuna. Þrátt fyrir að leika sundhetju í myndbandinu viðurkennir Davíð að hann sé heldur slakur sundmaður sjálfur. „Ég er hræðilegur sundmaður, kann bara bringusund og smá baksund. En það er aukaatriði þegar maður getur gengið á vatni," segir hann og hlær. Aðspurður segist hann hafa mjög gaman af því að gera tónlistarmyndbönd og er þegar farinn að huga að fjórða myndbandinu. „Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Þetta er eiginlega jafn gaman og að gera tónlistina sjálfa auk þess sem þetta er góð leið til að vekja athygli fólks á hljómsveitinni," segir hann að lokum.Myndbandið má nálgast á vefsíðunni Youtube.com. [email protected]
Lífið Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira