Sigurjón Þ. vildi fá nýja eigendur að „öllu draslinu" 12. apríl 2010 16:36 Sigurjón Þ. Árnason kvaðst hafa rætt við Kjartan Gunnarsson, varaformann bankaráðs Landsbankans, um að þessi samningur opnaði leiðina fyrir nýja eigendur að bankanum. Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóri Landsbankans vildi fá nýja eigendur að „öllu draslinu" þ.e. Landsbankanum um mitt ár 2008. Ræddi hann meðal annars þennan möguleika við Kjartan Gunnarsson varaformann stjórnar bankans. Í umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis um þetta segir að um mitt ár 2008 hafði Actavis ekki gengið sem skyldi og því var hætta á að eiginfjárhlutföll gætu fallið niður fyrir umsamin lágmörk fyrir lánum Deutsche Bank. Því leitaði aðaleigandi Actavis, Björgólfur Thor Björgólfsson, til Landsbankans um lánafyrirgreiðslu til þess að koma í veg fyrir að Deutsche Bank gjaldfelldi lán á Actavis. Samkvæmt lánasamningi dagsettum 25. júní 2008 átti Landsbanki Íslands í Lúxemborg að veita félaginu BeeTeeBee Ltd. 50 milljóna evra lán með fullri ábyrgð Landsbankans hf. BeeTeeBee Ltd. var félag í eigu Björgólfs Thors með aðsetur á Bresku Jómfrúaeyjunum. Þremur mánuðum síðar, nánar tiltekið 30. september, var svo bætt við þennan lánasamning og lánið hækkað upp í 153 milljónir evra. Sá samningur var undirritaður af Tómasi O. Hanssyni fyrir hönd lánþega og Marinó Frey Sigurjónssyni fyrir hönd lánveitanda. Samkvæmt Sigurjóni Þ. Árnasyni var þetta lán veitt til BeeTeeBee til að félagið gæti lánað Actavis víkjandi langtímalán til að mæta kröfu Deutsche Bank um aukið eigið fé inn í félagið. Samkvæmt ábyrgðarsamningi dagsettum 30. september 2008 tók Landsbankinn veð í Novator Telecom Poland S.a.r.l. fyrir láninu. Því til viðbótar fékk Landsbankinn Björgólf Thor til að leggja fram ábyrgð Givenshire Equities S.a.r.l. félagsins fyrir skuldbindingum Björgólfs Guðmundssonar vegna sjálfskuldarábyrgðar á skuldbindingum Grettis Eignarhaldsfélags. Givenshire Equities S.a.r.l. hélt utan um eignarhlut Björgólfs í Samson eignarhaldsfélaginu. Sigurjón Þ. Árnason lýsti þessu svo í skýrslutöku fyrir rannsóknarnefnd Alþingis: „Þá endar það þannig að það er þarna í síðustu vikunni, eitthvað svoleiðis, þá endar það þannig að við lánum Björgólfi Thor af okkar pening til þess að hann geti staðið við ákveðna hluti í Actavis, gegn því að hann láti okkur fá veð í seinni hlutanum í, láti pabba sinn fá veð, sem sagt, til þess að láta okkur fá þannig að Landsbankinn sé kominn með 100% veð í Samsoneignarhaldsfélagi. ....næsta verkefni þá í tengslum við það er auðvitað að finna nýja eigendur til þess að taka allt draslið yfir." Sigurjón Þ. Árnason kvaðst hafa rætt við Kjartan Gunnarsson, varaformann bankaráðs Landsbankans, um að þessi samningur opnaði leiðina fyrir nýja eigendur að bankanum. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis spurði Kjartan út í það samtal í skýrslutöku fyrir nefndinni sagði hann: „Já, ég kannast við að það hafi margt verið rætt við mig, og margt á þessum dögum, um marga hluti. En ég væri sem sagt að segja meira en ég treysti mér til þess að standa við ef ég fullyrti að hann hefði nákvæmlega sagt þetta. En ég kannast við nafnið á félögunum og kannast við þennan svona … þessa pakka alla." Hið 153 milljóna evra lán til BeeTeeBee Ltd. var flutt ásamt öðrum lánum frá Lúxemborg til Landsbankans á Íslandi í byrjun október. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóri Landsbankans vildi fá nýja eigendur að „öllu draslinu" þ.e. Landsbankanum um mitt ár 2008. Ræddi hann meðal annars þennan möguleika við Kjartan Gunnarsson varaformann stjórnar bankans. Í umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis um þetta segir að um mitt ár 2008 hafði Actavis ekki gengið sem skyldi og því var hætta á að eiginfjárhlutföll gætu fallið niður fyrir umsamin lágmörk fyrir lánum Deutsche Bank. Því leitaði aðaleigandi Actavis, Björgólfur Thor Björgólfsson, til Landsbankans um lánafyrirgreiðslu til þess að koma í veg fyrir að Deutsche Bank gjaldfelldi lán á Actavis. Samkvæmt lánasamningi dagsettum 25. júní 2008 átti Landsbanki Íslands í Lúxemborg að veita félaginu BeeTeeBee Ltd. 50 milljóna evra lán með fullri ábyrgð Landsbankans hf. BeeTeeBee Ltd. var félag í eigu Björgólfs Thors með aðsetur á Bresku Jómfrúaeyjunum. Þremur mánuðum síðar, nánar tiltekið 30. september, var svo bætt við þennan lánasamning og lánið hækkað upp í 153 milljónir evra. Sá samningur var undirritaður af Tómasi O. Hanssyni fyrir hönd lánþega og Marinó Frey Sigurjónssyni fyrir hönd lánveitanda. Samkvæmt Sigurjóni Þ. Árnasyni var þetta lán veitt til BeeTeeBee til að félagið gæti lánað Actavis víkjandi langtímalán til að mæta kröfu Deutsche Bank um aukið eigið fé inn í félagið. Samkvæmt ábyrgðarsamningi dagsettum 30. september 2008 tók Landsbankinn veð í Novator Telecom Poland S.a.r.l. fyrir láninu. Því til viðbótar fékk Landsbankinn Björgólf Thor til að leggja fram ábyrgð Givenshire Equities S.a.r.l. félagsins fyrir skuldbindingum Björgólfs Guðmundssonar vegna sjálfskuldarábyrgðar á skuldbindingum Grettis Eignarhaldsfélags. Givenshire Equities S.a.r.l. hélt utan um eignarhlut Björgólfs í Samson eignarhaldsfélaginu. Sigurjón Þ. Árnason lýsti þessu svo í skýrslutöku fyrir rannsóknarnefnd Alþingis: „Þá endar það þannig að það er þarna í síðustu vikunni, eitthvað svoleiðis, þá endar það þannig að við lánum Björgólfi Thor af okkar pening til þess að hann geti staðið við ákveðna hluti í Actavis, gegn því að hann láti okkur fá veð í seinni hlutanum í, láti pabba sinn fá veð, sem sagt, til þess að láta okkur fá þannig að Landsbankinn sé kominn með 100% veð í Samsoneignarhaldsfélagi. ....næsta verkefni þá í tengslum við það er auðvitað að finna nýja eigendur til þess að taka allt draslið yfir." Sigurjón Þ. Árnason kvaðst hafa rætt við Kjartan Gunnarsson, varaformann bankaráðs Landsbankans, um að þessi samningur opnaði leiðina fyrir nýja eigendur að bankanum. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis spurði Kjartan út í það samtal í skýrslutöku fyrir nefndinni sagði hann: „Já, ég kannast við að það hafi margt verið rætt við mig, og margt á þessum dögum, um marga hluti. En ég væri sem sagt að segja meira en ég treysti mér til þess að standa við ef ég fullyrti að hann hefði nákvæmlega sagt þetta. En ég kannast við nafnið á félögunum og kannast við þennan svona … þessa pakka alla." Hið 153 milljóna evra lán til BeeTeeBee Ltd. var flutt ásamt öðrum lánum frá Lúxemborg til Landsbankans á Íslandi í byrjun október.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira