Kate Moss er fyrirmynd margra í klæðnaði og förðun. Hún skartar oftar en ekki svokölluðum kisuaugum.
Svanhvít Valgeirsdóttir, yfirkennari hjá Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar, sýnir hvernig mála má slík augu með auðveldum hætti. „Svona kisuaugu, eða „smoky longeye" eins og þetta er líka kallað er mikið í tísku núna og er reyndar mjög klassísk augnförðun," segir Svanhvít og bætir við að allir geti lært að mála sig með þessum hætti. „Enda er þetta auðveldasta augnmálningin til að læra," segir hún.
Svanhvít segir kattaraugun klæða alla og að „smoky longeye" séu sérstaklega flott þegar við hátíðleg tilefni. „Þau henta líka vel konum með þyngri augnlok sem oft er erfitt að skyggja fallega," segir hún og tekur fyrirsætuna Claudiu Schiffer sem dæmi.
Svanhvít notaði vörur frá No Name sem hún heldur mikið upp á, sérstaklega augngel og augnabrúnatúss, enda segir hún miklu máli skipta að augabrúnirnar séu vel mótaðar. „Þá er einnig mikilvægt að muna að þegar augnmálningin er svona áberandi ætti að mála varirnar með ljósari varalit," segir hún að lokum.
solveig@frettabladid.is

aðeins flatari og harðari til að bera á, og svo einn fyrir eyeliner-línuna.






