Stefnu- og ábyrgðarleysi menntamálaráðherra 23. október 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra skrifaði nýlega þrjár greinar undir fyrirsögninni „Háskólar í mótun“ í Fréttablaðið. Þar talar hún um hlutverk háskóla og nauðsyn þess að huga að gæðum í starfi þeirra í yfirstandandi niðurskurði. Hún segir líka að ráðherra geti ekki hlutast til um málefni einstakra háskóla, og skal undir það tekið hér. Tilefni þess er hins vegar rangfærsla af hálfu ráðherra, þar sem hún veitist að tiltekinni háskólamanneskju á fölskum forsendum. Slíkt myndi ráðherra varla líðast í siðuðu landi, en hér gilda aðrar reglur um siðferði ráðamanna. Samtímis skýtur ráðherra sér undan allri ábyrgð á störfum sínum. Þótt umræða um þessi mál hafi e.t.v. ekki náð eyrum almennings getur ráðherra ekki þóst vera óvitandi um harða gagnrýni á starf háskólanna frá mörgum bestu vísindamönnum landsins síðustu árin. Viðbrögð ráðherra nú eru af smjörklípugerðinni; hún útskýrir að ráðherra geti ekki beitt sér í málum einstakra háskóla en leiðir hjá sér umfangsmikla gagnrýni (m.a. frá tveim nefndum á vegum ráðuneytisins árið 2009, og meðlimum svokallaðs rýnihóps sem ráðherra skipaði sjálf í fyrra) um að íslenska háskóla- og vísindakerfið sé afar veikburða, þar skorti eftirlit með hvernig fjármunum sé varið, og lítið sem ekkert eftirlit sé með gæðum þess og skilvirkni. Afskipta- og meint ábyrgðarleysi ráðherra er sama viðhorf og stjórnvöld höfðu til bankanna fyrir hrun. Ráðherra hefur talað um það nánast frá upphafi embættisferils síns að það þurfi að endurskipuleggja háskólastarf hér í kjölfar hrunsins, og hún talar nú um mikilvægi þess að standa vörð um gæði þessa starfs. Það eina sem hún nefnir að gert hafi verið fjallar um svokallað „samstarfsnet“ ríkisháskólanna. Engin leið er að sjá hvernig þetta net muni auka gæði starfsins, hvað þá að það verði í takt við þau hundruð milljóna sem á að setja í þetta skrifræðisapparat. Einnig talar hún um fjölbreytnina í íslensku háskólastarfi (sem nær væri að kalla kraðak) eins og hún sé lykill að gæðum, sem lýsir litlum skilningi á gæðum háskólastarfs. Það er líka ámælisvert að ráðherra réð, sem sérstakan ráðgjafa sinn í endurskipulagningu háskólakerfisins, manneskju sem enga reynslu hefur af háskólastarfi (aðra en sem nemandi). Þetta helst í hendur við þá staðreynd að meðal æðstu stjórnenda íslensku háskólanna er nánast enginn sem hefur reynslu af starfi við erlenda háskóla, þótt HÍ og HR tali digurbarkalega um að hasla sér völl á alþjóðavettvangi. Ráðherra segir einnig í greinum sínum „Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu“. Þetta er ekki rétt. Það hefur mikið verið talað, en engin stefna verið mótuð, heldur rekur ennþá allt á reiðanum. Auk þess hefur ráðherra framselt vald sitt til hagsmunaaðila, nefnilega rektora háskólanna, sem engum dettur í hug að muni gera umtalsverðar breytingar í eigin ranni. Eins og svo margt annað valdafólk á Íslandi þykist ráðherra enga ábyrgð bera á neinu sem undir hana heyrir. Hér verða ekki endurteknar þær tillögur sem fram hafa komið um hvernig efla megi gæði háskólastarfs á Íslandi, en bent er á greinaflokk sem birtist í FB þessa dagana eftir þá Eirík Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, og álit sem samið var af nokkrum meðlimum „rýnihóps“ ráðherra í fyrra. Íslenskir háskólar eru ekki sterkir í alþjóðlegum samanburði, og þeim mun hraka á næstunni, því dálítið af besta fólkinu er horfið úr landi og sá straumur mun þyngjast þegar niðurskurðarhnífnum er beitt á hvað sem fyrir verður, óháð gæðum. Afleiðing af því er að vonlaust verður að fá hingað öflugt fólk erlendis frá í talsverðan tíma. Þetta hefur ráðherra verið bent á ítrekað. Ráðherra hefur algerlega brugðist hlutverki sínu sem æðsta vald í menntamálum þjóðarinnar. Hún virðist ákveðin í að skilja eftir sig sviðna jörð, þar sem klíkur undirmálsfólks drottna yfir rústunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra skrifaði nýlega þrjár greinar undir fyrirsögninni „Háskólar í mótun“ í Fréttablaðið. Þar talar hún um hlutverk háskóla og nauðsyn þess að huga að gæðum í starfi þeirra í yfirstandandi niðurskurði. Hún segir líka að ráðherra geti ekki hlutast til um málefni einstakra háskóla, og skal undir það tekið hér. Tilefni þess er hins vegar rangfærsla af hálfu ráðherra, þar sem hún veitist að tiltekinni háskólamanneskju á fölskum forsendum. Slíkt myndi ráðherra varla líðast í siðuðu landi, en hér gilda aðrar reglur um siðferði ráðamanna. Samtímis skýtur ráðherra sér undan allri ábyrgð á störfum sínum. Þótt umræða um þessi mál hafi e.t.v. ekki náð eyrum almennings getur ráðherra ekki þóst vera óvitandi um harða gagnrýni á starf háskólanna frá mörgum bestu vísindamönnum landsins síðustu árin. Viðbrögð ráðherra nú eru af smjörklípugerðinni; hún útskýrir að ráðherra geti ekki beitt sér í málum einstakra háskóla en leiðir hjá sér umfangsmikla gagnrýni (m.a. frá tveim nefndum á vegum ráðuneytisins árið 2009, og meðlimum svokallaðs rýnihóps sem ráðherra skipaði sjálf í fyrra) um að íslenska háskóla- og vísindakerfið sé afar veikburða, þar skorti eftirlit með hvernig fjármunum sé varið, og lítið sem ekkert eftirlit sé með gæðum þess og skilvirkni. Afskipta- og meint ábyrgðarleysi ráðherra er sama viðhorf og stjórnvöld höfðu til bankanna fyrir hrun. Ráðherra hefur talað um það nánast frá upphafi embættisferils síns að það þurfi að endurskipuleggja háskólastarf hér í kjölfar hrunsins, og hún talar nú um mikilvægi þess að standa vörð um gæði þessa starfs. Það eina sem hún nefnir að gert hafi verið fjallar um svokallað „samstarfsnet“ ríkisháskólanna. Engin leið er að sjá hvernig þetta net muni auka gæði starfsins, hvað þá að það verði í takt við þau hundruð milljóna sem á að setja í þetta skrifræðisapparat. Einnig talar hún um fjölbreytnina í íslensku háskólastarfi (sem nær væri að kalla kraðak) eins og hún sé lykill að gæðum, sem lýsir litlum skilningi á gæðum háskólastarfs. Það er líka ámælisvert að ráðherra réð, sem sérstakan ráðgjafa sinn í endurskipulagningu háskólakerfisins, manneskju sem enga reynslu hefur af háskólastarfi (aðra en sem nemandi). Þetta helst í hendur við þá staðreynd að meðal æðstu stjórnenda íslensku háskólanna er nánast enginn sem hefur reynslu af starfi við erlenda háskóla, þótt HÍ og HR tali digurbarkalega um að hasla sér völl á alþjóðavettvangi. Ráðherra segir einnig í greinum sínum „Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu“. Þetta er ekki rétt. Það hefur mikið verið talað, en engin stefna verið mótuð, heldur rekur ennþá allt á reiðanum. Auk þess hefur ráðherra framselt vald sitt til hagsmunaaðila, nefnilega rektora háskólanna, sem engum dettur í hug að muni gera umtalsverðar breytingar í eigin ranni. Eins og svo margt annað valdafólk á Íslandi þykist ráðherra enga ábyrgð bera á neinu sem undir hana heyrir. Hér verða ekki endurteknar þær tillögur sem fram hafa komið um hvernig efla megi gæði háskólastarfs á Íslandi, en bent er á greinaflokk sem birtist í FB þessa dagana eftir þá Eirík Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, og álit sem samið var af nokkrum meðlimum „rýnihóps“ ráðherra í fyrra. Íslenskir háskólar eru ekki sterkir í alþjóðlegum samanburði, og þeim mun hraka á næstunni, því dálítið af besta fólkinu er horfið úr landi og sá straumur mun þyngjast þegar niðurskurðarhnífnum er beitt á hvað sem fyrir verður, óháð gæðum. Afleiðing af því er að vonlaust verður að fá hingað öflugt fólk erlendis frá í talsverðan tíma. Þetta hefur ráðherra verið bent á ítrekað. Ráðherra hefur algerlega brugðist hlutverki sínu sem æðsta vald í menntamálum þjóðarinnar. Hún virðist ákveðin í að skilja eftir sig sviðna jörð, þar sem klíkur undirmálsfólks drottna yfir rústunum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun