Af hverju þarf niðurskurð? Árni Páll Árnason skrifar 4. nóvember 2010 06:00 Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir miklum samdrætti í útgjöldum. Í kjölfarið hafa margir velt því fyrir sér hvort ástæða sé til að ganga svo langt í niðurskurði ríkisútgjalda. Jafnvel hafa stigið fram lukkuriddarar sem segja enga þörf á niðurskurði og varla heldur á skattahækkunum. Eina sem þurfi sé aukin atvinna og veltuaukning henni samfara. Vandinn er því miður stærri en svo að við leysum hann með aukinni veltu. Við reddum okkur ekki úr vandanum með nýrri stórvirkjun og álveri. Útgjöld ríkisins eru meiri en tekjurnar standa undir. Markmið okkar er að ná jafnvægi í ríkisútgjöldum, óháð hagsveiflu. Ef velta eykst vegna nýrrar fjárfestingar eru það að sjálfsögðu góð tíðindi, en þau koma ekki í veg fyrir þörf á niðurskurði ríkisútgjalda. Afkomubati vegna hagsveiflu telst ekki með í þeirri aðlögun sem nú stendur yfir. Ef vel árar á að safna í hlöðu. Við getum nefnilega ekki haldið áfram að reikna með eilífu blíðviðri. Það er ekki lengur árið 2007. Í aðlögun útgjalda að tekjum skiptir miklu að forgangsraða. Við stundum ekki flatan niðurskurð. Uppsafnaður niðurskurður í yfirstjórn ríkisins nemur 17% í lok þessa árs, en heildarniðurskurður í fjárveitingum til þjónustu við fatlaða er 2,6%. Tillögur um endurskipulagningu heilbrigðisþjónustu eru líka skynsamleg leið til að nýta fjármuni betur, okkur öllum til hagsbóta. Ekki verður komist hjá því að ná þeim sparnaði sem að var stefnt með aðgerðunum þótt við gefum okkur kannski eitthvað lengri tíma til þess, eins og heilbrigðisráðherra hefur gefið ádrátt um. Það er aldrei auðvelt að breyta halla upp á nærri 10% af ríkisútgjöldum í afgang á þremur árum. Þess vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna ára fremur kosið að bæta í útgjöld og forðast erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun. Það verður ekki gert lengur. Á fjárlögum ársins 2010 er næst stærsti útgjaldaliður ríkisins vaxtagjöld. Við greiðum meira í vexti en til allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Við getum ekki lifað áfram um efni fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir miklum samdrætti í útgjöldum. Í kjölfarið hafa margir velt því fyrir sér hvort ástæða sé til að ganga svo langt í niðurskurði ríkisútgjalda. Jafnvel hafa stigið fram lukkuriddarar sem segja enga þörf á niðurskurði og varla heldur á skattahækkunum. Eina sem þurfi sé aukin atvinna og veltuaukning henni samfara. Vandinn er því miður stærri en svo að við leysum hann með aukinni veltu. Við reddum okkur ekki úr vandanum með nýrri stórvirkjun og álveri. Útgjöld ríkisins eru meiri en tekjurnar standa undir. Markmið okkar er að ná jafnvægi í ríkisútgjöldum, óháð hagsveiflu. Ef velta eykst vegna nýrrar fjárfestingar eru það að sjálfsögðu góð tíðindi, en þau koma ekki í veg fyrir þörf á niðurskurði ríkisútgjalda. Afkomubati vegna hagsveiflu telst ekki með í þeirri aðlögun sem nú stendur yfir. Ef vel árar á að safna í hlöðu. Við getum nefnilega ekki haldið áfram að reikna með eilífu blíðviðri. Það er ekki lengur árið 2007. Í aðlögun útgjalda að tekjum skiptir miklu að forgangsraða. Við stundum ekki flatan niðurskurð. Uppsafnaður niðurskurður í yfirstjórn ríkisins nemur 17% í lok þessa árs, en heildarniðurskurður í fjárveitingum til þjónustu við fatlaða er 2,6%. Tillögur um endurskipulagningu heilbrigðisþjónustu eru líka skynsamleg leið til að nýta fjármuni betur, okkur öllum til hagsbóta. Ekki verður komist hjá því að ná þeim sparnaði sem að var stefnt með aðgerðunum þótt við gefum okkur kannski eitthvað lengri tíma til þess, eins og heilbrigðisráðherra hefur gefið ádrátt um. Það er aldrei auðvelt að breyta halla upp á nærri 10% af ríkisútgjöldum í afgang á þremur árum. Þess vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna ára fremur kosið að bæta í útgjöld og forðast erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun. Það verður ekki gert lengur. Á fjárlögum ársins 2010 er næst stærsti útgjaldaliður ríkisins vaxtagjöld. Við greiðum meira í vexti en til allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Við getum ekki lifað áfram um efni fram.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar