Klovn-myndin sló öll met í Danmörku 21. desember 2010 09:30 Vinsælir Frank Hvam og Casper Christensen eru menn ársins í dönsku skemmtanalífi. Klovn: The Movie setti nýtt met í dönskum kvikmyndahúsum. Aldrei hafa fleiri borgað sig inn á danska bíómynd yfir frumsýningarhelgi samkvæmt Jan Lehman hjá Nordisk Films Biografdistribution. Talið er að 167.091 hafi greitt sig inn á myndina og er Klovn: The Movie þar með komin í hóp með kvikmyndum á borð við Harry Potter og Hringadróttinssögu. Frank Hvam og Casper Christensen eru því nýjustu gullkálfar Danmerkur en örlögin virtust ekki vera á þeirra bandi; bandbrjálað veður hefur leikið Dani grátt og svo átti danska kvennalandsliðið í handbolta mikilvæga leiki fyrir höndum á EM. „Þetta er ótrúlega flott,“ segir Casper í samtali við vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende. „Það er algjörlega frábært hversu margir miðar hafa selst en ég veit samt ekkert hvað þetta þýðir,“ bætir gamanleikarinn við. Þegar blaðamaður BT útskýrir fyrir honum að þetta sé glæsilegasta frumsýningarhelgi danskrar kvikmyndar eykst gleðin í rödd Caspers. „Nú, þá er þetta náttúrlega stórkostlegt og það er alltaf gaman að gera eitthvað sem maður er stoltur af. Það vill einmitt svo skemmtilega til að ég er nýbúinn að opna kampavínsflösku.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá verður Klovn: The Movie nýársmyndin hjá Sambíóunum og er unnið að því hörðum höndum að fá þá félaga til að vera viðstadda frumsýninguna. Miðað við dálæti þeirra á landi og þjóð verður að teljast fremur líklegt að þeir láti sjá sig á nýju ári. Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Klovn: The Movie setti nýtt met í dönskum kvikmyndahúsum. Aldrei hafa fleiri borgað sig inn á danska bíómynd yfir frumsýningarhelgi samkvæmt Jan Lehman hjá Nordisk Films Biografdistribution. Talið er að 167.091 hafi greitt sig inn á myndina og er Klovn: The Movie þar með komin í hóp með kvikmyndum á borð við Harry Potter og Hringadróttinssögu. Frank Hvam og Casper Christensen eru því nýjustu gullkálfar Danmerkur en örlögin virtust ekki vera á þeirra bandi; bandbrjálað veður hefur leikið Dani grátt og svo átti danska kvennalandsliðið í handbolta mikilvæga leiki fyrir höndum á EM. „Þetta er ótrúlega flott,“ segir Casper í samtali við vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende. „Það er algjörlega frábært hversu margir miðar hafa selst en ég veit samt ekkert hvað þetta þýðir,“ bætir gamanleikarinn við. Þegar blaðamaður BT útskýrir fyrir honum að þetta sé glæsilegasta frumsýningarhelgi danskrar kvikmyndar eykst gleðin í rödd Caspers. „Nú, þá er þetta náttúrlega stórkostlegt og það er alltaf gaman að gera eitthvað sem maður er stoltur af. Það vill einmitt svo skemmtilega til að ég er nýbúinn að opna kampavínsflösku.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá verður Klovn: The Movie nýársmyndin hjá Sambíóunum og er unnið að því hörðum höndum að fá þá félaga til að vera viðstadda frumsýninguna. Miðað við dálæti þeirra á landi og þjóð verður að teljast fremur líklegt að þeir láti sjá sig á nýju ári.
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira