Wikileaks: Íslenskir karlmenn seldu aðgang að erlendum eiginkonum 8. desember 2010 11:21 Björn Bjarnason talaði niður vandann þegar hann var dómsmálaráðherra, að mati starfsmanna bandaríska sendiráðsins Mynd: Vilhelm Gunnarsson Erlendar konur sem fluttu frá heimalandi sínu til að hefja nýtt líf með íslenskum eiginmanni búa sumar hverjar í aðstæðum sem helst má líkja við þrælahald. Þetta kemur fram í gögnum bandaríska sendiráðsins sem fréttastofa hefur undir höndum og Wikileaks hefur boðað birtingu á.Svaf bara í fjóra tíma á nóttu Kínversk kona sem flutti hingað til lands til að giftast íslenskum manni þurfti að sinna þremur störfum til að sjá fyrir eiginmanninum sem hætti sjálfur í sinni vinnu þegar þau höfðu gift sig. Konan náði aðeins að sofa í fjóra tíma á nóttu og fékk á endanum taugaáfall. Samstarfsmaður hennar á einum vinnustaðnum aðstoðaði hana við að fá ókeypis lögfræðiaðstoð og skilja við eiginmanninn.Seldu aðgang að eiginkonunni Í gögnum sendiráðsins er vitnað í orð lögfræðings hjá Alþjóðahúsi sem þekkir fjölda dæma þar sem „mjög fallegar" konur á þrítugsaldri frá Austur-Evrópu flytja til Íslands til að giftast karlmönnum á sextugsaldri sem virðast líta á konurnar sem eins konar stöðutákn. Margar þessara kvenna vinna afar langan vinnudag en eiginmennirnir hirða launin þeirra. Sumir mennirnir ganga jafnvel svo langt að selja öðrum karlmönnum aðgang að eiginkonum sínum í kynferðislegum tilgangi. Bandaríska sendiráðið virðast hafa verið að afla gagna um mögulegt mansal á Íslandi og komst Wikileaks yfir nokkurn fjölda skjala því tengdu. Þau gögn sem hér er vísað til eru unnin fyrri hluta árs 2006. Talaði vandann niður Þar kemur einnig fram að Alþingi samþykkti árið áður lög þar sem gerðar eru auknar kröfur til vinnumiðlana sem ráða til sín erlent vinnuafl þannig að réttindi starfsmanna séu í hávegum höfð. Starfsmenn sendiráðsins meta það sem svo að pólitískur vilji vil að takast á við mögulegt mansal sé ekki mikill og vísa þeir sérstaklega til þess að Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi gert lítið úr vandanum. Þannig hafi Björn talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Yfirvöld í afneitun Niðurstaðan í þessum gögnum bandaríska sendiráðsins er að þar sem á þessum tíma hafi aldrei komið til dómsmál vegna mansals hér á landi sé mögulegt að mansal sé ekki vandamál. Þeir útiloka þó ekki að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega sú að yfirvöld séu í afneitun. Þess má geta að síðan þessar skýrslur eru unnar hafa íslensk yfirvöld vaknað til meðvitundar um mansal hér á landi og í mars á síðasta ári kynnti ríkisstjórnin yfirgripsmikla aðgerðaáætlun gegn mansali. WikiLeaks Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Erlendar konur sem fluttu frá heimalandi sínu til að hefja nýtt líf með íslenskum eiginmanni búa sumar hverjar í aðstæðum sem helst má líkja við þrælahald. Þetta kemur fram í gögnum bandaríska sendiráðsins sem fréttastofa hefur undir höndum og Wikileaks hefur boðað birtingu á.Svaf bara í fjóra tíma á nóttu Kínversk kona sem flutti hingað til lands til að giftast íslenskum manni þurfti að sinna þremur störfum til að sjá fyrir eiginmanninum sem hætti sjálfur í sinni vinnu þegar þau höfðu gift sig. Konan náði aðeins að sofa í fjóra tíma á nóttu og fékk á endanum taugaáfall. Samstarfsmaður hennar á einum vinnustaðnum aðstoðaði hana við að fá ókeypis lögfræðiaðstoð og skilja við eiginmanninn.Seldu aðgang að eiginkonunni Í gögnum sendiráðsins er vitnað í orð lögfræðings hjá Alþjóðahúsi sem þekkir fjölda dæma þar sem „mjög fallegar" konur á þrítugsaldri frá Austur-Evrópu flytja til Íslands til að giftast karlmönnum á sextugsaldri sem virðast líta á konurnar sem eins konar stöðutákn. Margar þessara kvenna vinna afar langan vinnudag en eiginmennirnir hirða launin þeirra. Sumir mennirnir ganga jafnvel svo langt að selja öðrum karlmönnum aðgang að eiginkonum sínum í kynferðislegum tilgangi. Bandaríska sendiráðið virðast hafa verið að afla gagna um mögulegt mansal á Íslandi og komst Wikileaks yfir nokkurn fjölda skjala því tengdu. Þau gögn sem hér er vísað til eru unnin fyrri hluta árs 2006. Talaði vandann niður Þar kemur einnig fram að Alþingi samþykkti árið áður lög þar sem gerðar eru auknar kröfur til vinnumiðlana sem ráða til sín erlent vinnuafl þannig að réttindi starfsmanna séu í hávegum höfð. Starfsmenn sendiráðsins meta það sem svo að pólitískur vilji vil að takast á við mögulegt mansal sé ekki mikill og vísa þeir sérstaklega til þess að Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi gert lítið úr vandanum. Þannig hafi Björn talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Yfirvöld í afneitun Niðurstaðan í þessum gögnum bandaríska sendiráðsins er að þar sem á þessum tíma hafi aldrei komið til dómsmál vegna mansals hér á landi sé mögulegt að mansal sé ekki vandamál. Þeir útiloka þó ekki að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega sú að yfirvöld séu í afneitun. Þess má geta að síðan þessar skýrslur eru unnar hafa íslensk yfirvöld vaknað til meðvitundar um mansal hér á landi og í mars á síðasta ári kynnti ríkisstjórnin yfirgripsmikla aðgerðaáætlun gegn mansali.
WikiLeaks Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira