FIH seldur fyrir 103 milljarða króna 19. september 2010 18:15 FIH bankinn verður seldur fyrir fimm milljarða danskra króna samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Það gera 103 milljarðar íslenskra króna. Berlingske Tidende greindi frá því fyrr í vikunni að til stæði að selja bankann. Í gær náðist samkomulag við hóp fjárfesta sem samanstendur af danska lífeyrissjóðunum ATP og PFA, sænska tryggingafyrirtækinu Folksam og fyrirtækinu CPDyvig og mun fjárfestahópurinn kaupa 99,89% hlut í FIH. Seðlabankinn á 99,98 prósent hlut í bankanum en hlutinn fékk hann til tryggingar þrautavaraláni sem Kaupþing fékk hjá Seðlabanka Íslands í október 2008 að fjárhæð 500 milljónir evra. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að 1,9 milljarðar danskra króna verði staðgreiddar. Þá verður fjárhæðar sem nemur allt að 3,1 milljarði danskra króna (sem nemur um 64 milljörðum króna eða um 415 milljónum evra) leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóðnum kemur til hækkunar. Ennfremur verður til greiðslu fjárhæð sem tengd verður afkomu fjárfestahópsins af þessari fjárfestingu til 31. desember 2015. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þessi niðurstaða sé ágæt miðað við aðstæður. Seðlabankinn muni strax fá talsverða fjárhæð í erlendum gjaldeyri þegar frágangi viðskiptanna sé lokið auk möguleika á að endurheimta veð sitt að fullu þegar fram líða stundir. Viðskipti þessi eru háð samþykki viðeigandi eftirlitsstofnana. J.P. Morgan sá um fjármálaráðgjöf fyrir Seðlabankann í þessum viðskiptum og lögfræðifyrirtækin Kromann Reumert og LEX sáu um lögfræðilega ráðgjöf fyrir bankann. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Lífeyrissjóðsrisar hafa keypt FIH bankann Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA, ásamt sænska lífeyrissjóðs/tryggingarfélagsrisanum Folksam hafa gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH sem var í eigu skilanefndar Kaupþings. 16. september 2010 19:51 Seðlabankinn og Kaupþing deila um söluna á FIH Samkvæmt frétt á vefsíðunni business.dk er komin upp deila milli Seðlabanka Íslands og skilanefndar Kaupþings um hvoru af tveimur kauptilboðum í FIH bankinn eigi að taka. Töluverður munur er á tilboðunum. 17. september 2010 10:40 FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. 18. september 2010 07:54 Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. 18. september 2010 17:43 Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir. 15. september 2010 08:11 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
FIH bankinn verður seldur fyrir fimm milljarða danskra króna samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Það gera 103 milljarðar íslenskra króna. Berlingske Tidende greindi frá því fyrr í vikunni að til stæði að selja bankann. Í gær náðist samkomulag við hóp fjárfesta sem samanstendur af danska lífeyrissjóðunum ATP og PFA, sænska tryggingafyrirtækinu Folksam og fyrirtækinu CPDyvig og mun fjárfestahópurinn kaupa 99,89% hlut í FIH. Seðlabankinn á 99,98 prósent hlut í bankanum en hlutinn fékk hann til tryggingar þrautavaraláni sem Kaupþing fékk hjá Seðlabanka Íslands í október 2008 að fjárhæð 500 milljónir evra. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að 1,9 milljarðar danskra króna verði staðgreiddar. Þá verður fjárhæðar sem nemur allt að 3,1 milljarði danskra króna (sem nemur um 64 milljörðum króna eða um 415 milljónum evra) leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikningnum þann 30. júní 2010 þar til 31. desember 2014 auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af Axcel III sjóðnum kemur til hækkunar. Ennfremur verður til greiðslu fjárhæð sem tengd verður afkomu fjárfestahópsins af þessari fjárfestingu til 31. desember 2015. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að þessi niðurstaða sé ágæt miðað við aðstæður. Seðlabankinn muni strax fá talsverða fjárhæð í erlendum gjaldeyri þegar frágangi viðskiptanna sé lokið auk möguleika á að endurheimta veð sitt að fullu þegar fram líða stundir. Viðskipti þessi eru háð samþykki viðeigandi eftirlitsstofnana. J.P. Morgan sá um fjármálaráðgjöf fyrir Seðlabankann í þessum viðskiptum og lögfræðifyrirtækin Kromann Reumert og LEX sáu um lögfræðilega ráðgjöf fyrir bankann.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Lífeyrissjóðsrisar hafa keypt FIH bankann Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA, ásamt sænska lífeyrissjóðs/tryggingarfélagsrisanum Folksam hafa gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH sem var í eigu skilanefndar Kaupþings. 16. september 2010 19:51 Seðlabankinn og Kaupþing deila um söluna á FIH Samkvæmt frétt á vefsíðunni business.dk er komin upp deila milli Seðlabanka Íslands og skilanefndar Kaupþings um hvoru af tveimur kauptilboðum í FIH bankinn eigi að taka. Töluverður munur er á tilboðunum. 17. september 2010 10:40 FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. 18. september 2010 07:54 Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. 18. september 2010 17:43 Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir. 15. september 2010 08:11 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Lífeyrissjóðsrisar hafa keypt FIH bankann Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA, ásamt sænska lífeyrissjóðs/tryggingarfélagsrisanum Folksam hafa gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH sem var í eigu skilanefndar Kaupþings. 16. september 2010 19:51
Seðlabankinn og Kaupþing deila um söluna á FIH Samkvæmt frétt á vefsíðunni business.dk er komin upp deila milli Seðlabanka Íslands og skilanefndar Kaupþings um hvoru af tveimur kauptilboðum í FIH bankinn eigi að taka. Töluverður munur er á tilboðunum. 17. september 2010 10:40
FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr. 18. september 2010 07:54
Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni. 18. september 2010 17:43
Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir. 15. september 2010 08:11