Nýtt myndband CCP slær öllu við Tinni Sveinsson skrifar 6. maí 2010 16:21 Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf á dögunum út nýtt myndband fyrir EVE Online. Myndböndin frá fyrirtækinu í Grandagarði hafa verið flott hingað til en þetta slær öllu öðru við. Myndbandið er gert til að kynna nýja viðbót við EVE Online sem nefnist Tyrannis og fer í loftið 18. maí. Viðbótin breytir leiknum heilmikið. Spilarar geta nú farið niður á plánetur í EVE-heiminum og byggt á þeim eða nýtt náttúruauðlindir. Búast má við miklu kapphlaupi hjá þeim þrjú hundruð þúsund manns sem spila leikinn þegar opnað verður fyrir þennan möguleika en í síðustu uppfærslu leikjarins var grafíkin á plánetunum einmitt stórbætt. Þá hefur samskiptakerfi EVE einnig verið bætt þannig að spilarar eigi auðveldara með að spjalla saman utan leiks. Með þessu er CCP smám saman að undirbúa jarðveginn fyrir skotleikinn DUST 514, sem vonast er til að komi út á næstu misserum. Starfsmenn CCP í Shanghai stýra vinnu við leikinn en hann verður gefinn út á leikjatölvunni Xbox 360 og/eða á Playstation 3. Leikurinn tengist EVE Online á snilldarlegan hátt en leikmenn þar berjast á jörðu niðri um yfirráð yfir sömu plánetum og eru í EVE og geta haft samráð við spilara í EVE. EVE-spilarar eru einnig mjög spenntir fyrir viðbótinni Incarna sem er í vinnslu. Þá geta þeir farið fótgangandi inn í geimstöðvar og spjallað við hvorn annan í gegnum leikjapersónurnar. Tyrannis-myndbandið er hægt að sjá hér á eveonline.com. Leikjavísir Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf á dögunum út nýtt myndband fyrir EVE Online. Myndböndin frá fyrirtækinu í Grandagarði hafa verið flott hingað til en þetta slær öllu öðru við. Myndbandið er gert til að kynna nýja viðbót við EVE Online sem nefnist Tyrannis og fer í loftið 18. maí. Viðbótin breytir leiknum heilmikið. Spilarar geta nú farið niður á plánetur í EVE-heiminum og byggt á þeim eða nýtt náttúruauðlindir. Búast má við miklu kapphlaupi hjá þeim þrjú hundruð þúsund manns sem spila leikinn þegar opnað verður fyrir þennan möguleika en í síðustu uppfærslu leikjarins var grafíkin á plánetunum einmitt stórbætt. Þá hefur samskiptakerfi EVE einnig verið bætt þannig að spilarar eigi auðveldara með að spjalla saman utan leiks. Með þessu er CCP smám saman að undirbúa jarðveginn fyrir skotleikinn DUST 514, sem vonast er til að komi út á næstu misserum. Starfsmenn CCP í Shanghai stýra vinnu við leikinn en hann verður gefinn út á leikjatölvunni Xbox 360 og/eða á Playstation 3. Leikurinn tengist EVE Online á snilldarlegan hátt en leikmenn þar berjast á jörðu niðri um yfirráð yfir sömu plánetum og eru í EVE og geta haft samráð við spilara í EVE. EVE-spilarar eru einnig mjög spenntir fyrir viðbótinni Incarna sem er í vinnslu. Þá geta þeir farið fótgangandi inn í geimstöðvar og spjallað við hvorn annan í gegnum leikjapersónurnar. Tyrannis-myndbandið er hægt að sjá hér á eveonline.com.
Leikjavísir Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira