Össur hlynntur þjóðstjórn 19. júní 2010 06:00 Vel kemur til greina að koma á þjóðstjórn til að ná betur utan um þau vandamál sem steðja að íslensku samfélagi, og til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð stjórnmálamanna, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Ég er þingræðissinni og vil efla veg þingsins. Ég er æ meira að verða þeirrar skoðunar að mál eigi að leiða til lykta í samráði stjórnar og stjórnarandstöðu," segir Össur. Hann segir samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu í Icesave-málinu hafa sýnt fram á að samstarf allra flokka geti verið heppilegt stjórnar-form. „Ég vildi gjarnan sjá miklu meira samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Mér finnst vel koma til greina að menn skoði þann kost að koma á þjóðstjórn til þess að ná betur utan um ýmis vandamál, og til að gera þjóðina sáttari. Þetta er stjórnarform sem reynslan úr Icesave-málinu í vetur hefur gert fýsilegra í mínum augum," segir Össur.Hann segir að lesa megi úr niðurstöðum nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga áhuga fólks á nýjum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum. Þjóðstjórn væri breyting sem myndi hafa í för með sér gerbreytingu á störfum stjórnvalda og Alþingis. Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, lagði það til á fundi með ríkisstjórninni skömmu eftir hrunið haustið 2008 að stofnað yrði til þjóðstjórnar. Aðspurður segir Össur líklegt að það hafi ekki hjálpað þeirri hugmynd að Davíð Oddsson hafi nánast ruðst inn á ríkisstjórnarfund og skellt henni á borðið. Það hafi þó varla vakað fyrir Davíð að vinna gegn því að þjóðstjórn gæti orðið að veruleika með því að leggja tillöguna fram, enda telur Össur að Davíð hafi á þeim tíma séð sjálfan sig sem forsætisráðherraefni á nýjan leik. - bj Fréttir Innlent Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Vel kemur til greina að koma á þjóðstjórn til að ná betur utan um þau vandamál sem steðja að íslensku samfélagi, og til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð stjórnmálamanna, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Ég er þingræðissinni og vil efla veg þingsins. Ég er æ meira að verða þeirrar skoðunar að mál eigi að leiða til lykta í samráði stjórnar og stjórnarandstöðu," segir Össur. Hann segir samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu í Icesave-málinu hafa sýnt fram á að samstarf allra flokka geti verið heppilegt stjórnar-form. „Ég vildi gjarnan sjá miklu meira samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Mér finnst vel koma til greina að menn skoði þann kost að koma á þjóðstjórn til þess að ná betur utan um ýmis vandamál, og til að gera þjóðina sáttari. Þetta er stjórnarform sem reynslan úr Icesave-málinu í vetur hefur gert fýsilegra í mínum augum," segir Össur.Hann segir að lesa megi úr niðurstöðum nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga áhuga fólks á nýjum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum. Þjóðstjórn væri breyting sem myndi hafa í för með sér gerbreytingu á störfum stjórnvalda og Alþingis. Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, lagði það til á fundi með ríkisstjórninni skömmu eftir hrunið haustið 2008 að stofnað yrði til þjóðstjórnar. Aðspurður segir Össur líklegt að það hafi ekki hjálpað þeirri hugmynd að Davíð Oddsson hafi nánast ruðst inn á ríkisstjórnarfund og skellt henni á borðið. Það hafi þó varla vakað fyrir Davíð að vinna gegn því að þjóðstjórn gæti orðið að veruleika með því að leggja tillöguna fram, enda telur Össur að Davíð hafi á þeim tíma séð sjálfan sig sem forsætisráðherraefni á nýjan leik. - bj
Fréttir Innlent Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira