Rannsókn á glæpnum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2010 06:00 Innrásin í Írak á vordögum 2003 er óumdeilanlega orðin eitt mesta glæpaverk seinni tíma. Ráðist var inn í landið án samþykkis Sameinuðu þjóðanna, logið var upp tylliástæðum um kjarnorkuógn og tengsl Saddams Hussein við Al Kaída. Hundruð þúsunda manna, kvenna og barna hafa verið drepin í Írak síðan innrásin var gerð, bæði í innrásinni sjálfri og í borgarastyrjöldinni sem innrásin kom af stað milli þjóða og trúabragðahópa. Innrásarþjóðirnar standa meira og minna ráðalausar frammi fyrir ofbeldinu sem þær leystu úr læðingi og hafa engin svör við spurningunni til hvers innrásin var gerð. Engin réttlæting er finnanleg og þá stendur eftir hinn bitri sannleikur að innrásin var glæpaverk. Í Bretlandi er enn ein rannsóknarnefndin að störfum til þess að komast að hinu sanna í aðdraganda þátttöku Breta í innrásinni. Þar liggur æ betur fyrir, með hverri rannsókninni sem gerð er, hversu ömurlegur verknaðurinn var. Ekki aðeins var tilgangurinn spuni og rökin uppspuni heldur lá ekki fyrir hvað ætti að gera og hvernig byggja ætti upp friðsamt og gott samfélag í landinu. Þeir sem ábyrgð báru á ákvörðuninni og blekkingunum munu þurfa að svara til saka og axla ábyrgð. Það er gott og eykur tiltrú á Bretlandi sem lýðræðisþjóð. En hvar standa þessi mál á Íslandi? Með samþykki ríkisstjórnar Íslands var landið sett á lista hinna viljugu þjóða í upphafi innrásarinnar. Fram hefur komið að ákvörðun þar um hafi verið tekin utan ríkisstjórnarfundar og að henni hafi aðeins komið formenn stjórnarflokkanna, forsætisráðherrra Davíð Oddsson og utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson. Þá hefur líka verið upplýst að málið var ekki rætt í þingflokki framsóknarmanna. Þáverandi stjórnarandstaða gagnrýndi síðar málatilbúnaðinn. Það er ekki að sjá að ríkisstjórnin ætli að hreyfa þessu máli. Því er þess krafist að með sérstakri löggjöf verði skipuð sérstök rannsóknarnefnd óháðra manna og öllum þeim sem upplýsingar hafa um málið verði gert skylt að mæta fyrir nefndina og skýra frá öllu sem þeir vita og leggja fram öll gögn sem þeir hafa yfir að ráða. Öll gögn verði gerð opinber og vitnaleiðslur fari fram fyrir opnum tjöldum. Lagaskyldan nái til ráðherra, alþingismanna, starfsmanna stjórnmálaflokkanna og þingflokkanna, sendiherra, ráðuneytisstjóra, embættismanna og allra sem kunna að búa yfir upplýsingum eða vitneskju sem varpar ljósi á ákvörðunina. Upplýsa þarf hvernig ákvörðunin var tekin, á hvaða gögnum byggðist hún, hvaða álit um lögmæti og hættu lágu fyrir, hverjir tóku hana, við hverja var rætt innanlands og erlendis, hvaða áætlanir lágu fyrir um uppbyggingu og endurreisn í Írak og hvað annað það sem máli skiptir. Þátttaka Íslendinga í Íraksstríðinu með stuðningi við innrásina er glæpur sem landsmönnum svíður enn í dag. Glæpi á að upplýsa í stjórnarráðinu, sem á götum úti, og draga afbrotamennina fyrir dómstóla og rétta yfir þeim. Þeir sem eru ábyrgir í málinu verða að sæta ábyrgð. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða seðlabankastjóri. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Hvers vegna eru stjórnarflokkarnir ekki búnir að koma þessu í verk? Núna hafa þeir völdin og ráðin á Alþingi. Þá á að gera það sem áður var talað um. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Innrásin í Írak á vordögum 2003 er óumdeilanlega orðin eitt mesta glæpaverk seinni tíma. Ráðist var inn í landið án samþykkis Sameinuðu þjóðanna, logið var upp tylliástæðum um kjarnorkuógn og tengsl Saddams Hussein við Al Kaída. Hundruð þúsunda manna, kvenna og barna hafa verið drepin í Írak síðan innrásin var gerð, bæði í innrásinni sjálfri og í borgarastyrjöldinni sem innrásin kom af stað milli þjóða og trúabragðahópa. Innrásarþjóðirnar standa meira og minna ráðalausar frammi fyrir ofbeldinu sem þær leystu úr læðingi og hafa engin svör við spurningunni til hvers innrásin var gerð. Engin réttlæting er finnanleg og þá stendur eftir hinn bitri sannleikur að innrásin var glæpaverk. Í Bretlandi er enn ein rannsóknarnefndin að störfum til þess að komast að hinu sanna í aðdraganda þátttöku Breta í innrásinni. Þar liggur æ betur fyrir, með hverri rannsókninni sem gerð er, hversu ömurlegur verknaðurinn var. Ekki aðeins var tilgangurinn spuni og rökin uppspuni heldur lá ekki fyrir hvað ætti að gera og hvernig byggja ætti upp friðsamt og gott samfélag í landinu. Þeir sem ábyrgð báru á ákvörðuninni og blekkingunum munu þurfa að svara til saka og axla ábyrgð. Það er gott og eykur tiltrú á Bretlandi sem lýðræðisþjóð. En hvar standa þessi mál á Íslandi? Með samþykki ríkisstjórnar Íslands var landið sett á lista hinna viljugu þjóða í upphafi innrásarinnar. Fram hefur komið að ákvörðun þar um hafi verið tekin utan ríkisstjórnarfundar og að henni hafi aðeins komið formenn stjórnarflokkanna, forsætisráðherrra Davíð Oddsson og utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson. Þá hefur líka verið upplýst að málið var ekki rætt í þingflokki framsóknarmanna. Þáverandi stjórnarandstaða gagnrýndi síðar málatilbúnaðinn. Það er ekki að sjá að ríkisstjórnin ætli að hreyfa þessu máli. Því er þess krafist að með sérstakri löggjöf verði skipuð sérstök rannsóknarnefnd óháðra manna og öllum þeim sem upplýsingar hafa um málið verði gert skylt að mæta fyrir nefndina og skýra frá öllu sem þeir vita og leggja fram öll gögn sem þeir hafa yfir að ráða. Öll gögn verði gerð opinber og vitnaleiðslur fari fram fyrir opnum tjöldum. Lagaskyldan nái til ráðherra, alþingismanna, starfsmanna stjórnmálaflokkanna og þingflokkanna, sendiherra, ráðuneytisstjóra, embættismanna og allra sem kunna að búa yfir upplýsingum eða vitneskju sem varpar ljósi á ákvörðunina. Upplýsa þarf hvernig ákvörðunin var tekin, á hvaða gögnum byggðist hún, hvaða álit um lögmæti og hættu lágu fyrir, hverjir tóku hana, við hverja var rætt innanlands og erlendis, hvaða áætlanir lágu fyrir um uppbyggingu og endurreisn í Írak og hvað annað það sem máli skiptir. Þátttaka Íslendinga í Íraksstríðinu með stuðningi við innrásina er glæpur sem landsmönnum svíður enn í dag. Glæpi á að upplýsa í stjórnarráðinu, sem á götum úti, og draga afbrotamennina fyrir dómstóla og rétta yfir þeim. Þeir sem eru ábyrgir í málinu verða að sæta ábyrgð. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða seðlabankastjóri. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Hvers vegna eru stjórnarflokkarnir ekki búnir að koma þessu í verk? Núna hafa þeir völdin og ráðin á Alþingi. Þá á að gera það sem áður var talað um. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar