Heimssögulegur fundur í Lissabon Össur Skarphéðinsson skrifar 23. nóvember 2010 06:00 Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir hina nýju grunnstefnu heldur einnig þeirrar sögulegu ákvörðunar Rússa að taka höndum saman við bandalagsþjóðirnar um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbandalagið sé ekki ógn við Rússland. Praktísk nálgun hans birtist vel í umræðum, þar sem hann sagði að torfærur yrðu á leiðinni, og einstakar þjóðir kynnu að móðgast hver við aðra enda ekki hægt að fjarlægja söguna. Þjóðirnar ættu þrátt fyrir það að halda saman á leiðarenda nýs og árangursríks samstarfs. Í umræðum leiðtoganna kom skýrt fram það viðhorf margra þjóða, að Rússar og bandalagsþjóðirnar eigi í höggi við sameiginlegar ógnir. Þar voru efst á baugi hermdarverk, sem í dag eru mesta ógnun við stöðugleika og frið í okkar heimshluta, sjórán, sem nú færast í vöxt, netógnir sem lamað geta fjarskipti og þarmeð viðbúnaðarkerfi þjóða, auk hamfara af náttúrlegum völdum, eða manna. Sarkozy, Frakklandsforseti, kvað skýrt að orði, og sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka. Eitt af því sem Rússar vilja eiga samstarf við bandalagsþjóðirnar að uppfylltum skilyrðum er gerbreytt skotflaugavarnakerfi, sem á að verjast hugsanlegri ógn frá þeim 27 þjóðum, sem taldar eru búa yfir skotflaugum sem gætu á átakatímum ógnað íbúum Vesturlanda, og Rússa. Nokkrir þjóðarleiðtoganna hikuðu ekki við að nefna þar sérstaklega Íran og Sýrland. Uppbygging og staðsetning kerfisins verður samkvæmt sameiginlegri ákvörðun hagað með það í huga. Þetta kerfi er gerólíkt því sem Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseti lagði upp með, sem sést best á því að í stað þess að Rússar líti á það sem ógn við sig, vilji þeir vera með. Þjóðir eins og Norðmenn, Þjóðverjar, Lúxemborgarar, auk Íslendinga sem hafa verið tregir í stuðningi við skotflaugavarnir, telja kerfið draga úr vægi kjarnavopna, og geta því ýtt undir hraðari afvopnun á því sviði. Einstakar þjóðir innan bandalagsins halda enn fram gildi kjarnavopnafælingar, en engum dylst þó að hin nýja grunnstefna markar þáttaskil að því leyti, að þar er sagt afdráttarlaust að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, og hefur slík yfirlýsing aldrei fyrr verið birt jafn afdráttarlaust í stefnu Atlantshafsbandalagsins. Annað nýmæli felst einnig í sterkri áherslu á mannréttindi og alþjóðalög hvað varðar starfsemi bandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir hina nýju grunnstefnu heldur einnig þeirrar sögulegu ákvörðunar Rússa að taka höndum saman við bandalagsþjóðirnar um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbandalagið sé ekki ógn við Rússland. Praktísk nálgun hans birtist vel í umræðum, þar sem hann sagði að torfærur yrðu á leiðinni, og einstakar þjóðir kynnu að móðgast hver við aðra enda ekki hægt að fjarlægja söguna. Þjóðirnar ættu þrátt fyrir það að halda saman á leiðarenda nýs og árangursríks samstarfs. Í umræðum leiðtoganna kom skýrt fram það viðhorf margra þjóða, að Rússar og bandalagsþjóðirnar eigi í höggi við sameiginlegar ógnir. Þar voru efst á baugi hermdarverk, sem í dag eru mesta ógnun við stöðugleika og frið í okkar heimshluta, sjórán, sem nú færast í vöxt, netógnir sem lamað geta fjarskipti og þarmeð viðbúnaðarkerfi þjóða, auk hamfara af náttúrlegum völdum, eða manna. Sarkozy, Frakklandsforseti, kvað skýrt að orði, og sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka. Eitt af því sem Rússar vilja eiga samstarf við bandalagsþjóðirnar að uppfylltum skilyrðum er gerbreytt skotflaugavarnakerfi, sem á að verjast hugsanlegri ógn frá þeim 27 þjóðum, sem taldar eru búa yfir skotflaugum sem gætu á átakatímum ógnað íbúum Vesturlanda, og Rússa. Nokkrir þjóðarleiðtoganna hikuðu ekki við að nefna þar sérstaklega Íran og Sýrland. Uppbygging og staðsetning kerfisins verður samkvæmt sameiginlegri ákvörðun hagað með það í huga. Þetta kerfi er gerólíkt því sem Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseti lagði upp með, sem sést best á því að í stað þess að Rússar líti á það sem ógn við sig, vilji þeir vera með. Þjóðir eins og Norðmenn, Þjóðverjar, Lúxemborgarar, auk Íslendinga sem hafa verið tregir í stuðningi við skotflaugavarnir, telja kerfið draga úr vægi kjarnavopna, og geta því ýtt undir hraðari afvopnun á því sviði. Einstakar þjóðir innan bandalagsins halda enn fram gildi kjarnavopnafælingar, en engum dylst þó að hin nýja grunnstefna markar þáttaskil að því leyti, að þar er sagt afdráttarlaust að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, og hefur slík yfirlýsing aldrei fyrr verið birt jafn afdráttarlaust í stefnu Atlantshafsbandalagsins. Annað nýmæli felst einnig í sterkri áherslu á mannréttindi og alþjóðalög hvað varðar starfsemi bandalagsins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun