Gosið 1821 - Þrumur og eldglæringar SB skrifar 15. apríl 2010 08:54 Eldgosið á Fimmvörðuhálsi var mikið sjónarspil. Nýja eldgosið gæti varað lengi. Mynd/ Vilhelm. Eldar í jökli, þykkur öskumökkur, þrumur og eldingar - svona eru lýsingarnar á gosinu í Eyjafjallajökli árið 1821. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar um eldgosið í Eyjafjallajökli á bloggsíðu sinni. Hann lýsir þróun gossins í Eyjafjallajökli árið 1821 - 1823 en finna má lýsingu á því gosi í bók Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings. Bókin heitir yfirlit um eldgosasögu Íslands og er frá 1882. Einar vitnar í eftirfarandi kafla sem inniheldur lýsingu sjónarvotta á gosinu. "Eldgos í Eyjafjallajökli hófst að kvöldi 19. desember 1821. Þá sá fólk til elds uppi í jöklinum. Morguninn eftir mátti sjá hvítt ský ofan jökuls sem teygði sig stöðugt hærra og hærra til himins, varð smám saman dekkra og varð á endanum að þykkum öskumekki. Um það bil sem dimmdi af degi minnkaði bólsturinn um stund, en braust upp aftur og þá með eldglæringum og þrumum. Frá 21. til 27. desember var öskufall óbreytt að mestu, lengst af NA-átt og vesturhluti jökulsins varð svartur af ösku. Öskufall varð einkum undir Ytri-Eyjafjöllum og í Austur-Landeyjum. Fyrir vestan Eyjafjallajökul mátti þessa daga heyra drunur og ýmsar ár og fljót uxu verulega. Jökulhlaup brast fram til norðvesturs og í Markarfljót og fyllti dalinn á milli Langaness og innri Fljótshlíðar. Engi frá bæjunum Eyvindarmúla og Árkvörn [í Fljótshlíð] flæddu og á síðustu stundu tókst þar að bjarga skepnum frá flaumnum. Ísabrot og jökulstykki voru dreifð niður á sandinn vestan við Steinsholt og bráðnuðu ekki að fullu fyrr en að tveimur árum liðnum. Mikið dró úr öskufallinu þegar kom fram á nýárið 1822, en brak og brestir heyrðust áfram frá eldfjallinu." Einar segir frá því að gosinu hafi ekki lokið fyrr en í ársbyrjun 1823, Katla hafi svo rumskað um hálfu ári eftir að gosinu lauk. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Eldar í jökli, þykkur öskumökkur, þrumur og eldingar - svona eru lýsingarnar á gosinu í Eyjafjallajökli árið 1821. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar um eldgosið í Eyjafjallajökli á bloggsíðu sinni. Hann lýsir þróun gossins í Eyjafjallajökli árið 1821 - 1823 en finna má lýsingu á því gosi í bók Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings. Bókin heitir yfirlit um eldgosasögu Íslands og er frá 1882. Einar vitnar í eftirfarandi kafla sem inniheldur lýsingu sjónarvotta á gosinu. "Eldgos í Eyjafjallajökli hófst að kvöldi 19. desember 1821. Þá sá fólk til elds uppi í jöklinum. Morguninn eftir mátti sjá hvítt ský ofan jökuls sem teygði sig stöðugt hærra og hærra til himins, varð smám saman dekkra og varð á endanum að þykkum öskumekki. Um það bil sem dimmdi af degi minnkaði bólsturinn um stund, en braust upp aftur og þá með eldglæringum og þrumum. Frá 21. til 27. desember var öskufall óbreytt að mestu, lengst af NA-átt og vesturhluti jökulsins varð svartur af ösku. Öskufall varð einkum undir Ytri-Eyjafjöllum og í Austur-Landeyjum. Fyrir vestan Eyjafjallajökul mátti þessa daga heyra drunur og ýmsar ár og fljót uxu verulega. Jökulhlaup brast fram til norðvesturs og í Markarfljót og fyllti dalinn á milli Langaness og innri Fljótshlíðar. Engi frá bæjunum Eyvindarmúla og Árkvörn [í Fljótshlíð] flæddu og á síðustu stundu tókst þar að bjarga skepnum frá flaumnum. Ísabrot og jökulstykki voru dreifð niður á sandinn vestan við Steinsholt og bráðnuðu ekki að fullu fyrr en að tveimur árum liðnum. Mikið dró úr öskufallinu þegar kom fram á nýárið 1822, en brak og brestir heyrðust áfram frá eldfjallinu." Einar segir frá því að gosinu hafi ekki lokið fyrr en í ársbyrjun 1823, Katla hafi svo rumskað um hálfu ári eftir að gosinu lauk.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira