Magnús plataði mig ekki í þetta kjaftæði 20. nóvember 2010 07:15 Jakob Valgeir Flosason segir æskuvin sinn, sem stýrði gjaldeyrissjóði Glitnis, ekki hafa fengið sig með í Stím: Fyrrverandi stjórnarformaður Stíms neitar að gefa upp hver það var frá Glitni sem fékk hann til liðs við verkefnið og sannfærði hann um að taka að sér stjórnarformennsku í félaginu. Það hafi þó ekki verið vinur hans Magnús Pálmi Örnólfsson. Magnús Pálmi er einn þeirra sem hafa verið yfirheyrðir vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Glitnis. Magnús stýrði gjaldeyrissjóðnum GLB FX sem keypti haustið 2008 verðlaust skuldabréf, útgefið af Stími, á 1,2 milljarða af Saga Capital. Þar með slapp Saga Capital undan skuldbindingum sínum vegna Stíms, ólíkt öllum öðrum sem tóku þátt í verkefninu. Magnús Pálmi undirritaði samninginn um kaupin á bréfinu fyrir hönd sjóðsins. Fréttablaðið hefur síðan á þriðjudag ítrekað en án árangurs reynt að ná tali af Magnúsi Pálma til að spyrja hann um ástæður þess að hann kaus að verja 1,2 milljörðum í verðlausan pappír. Magnús Pálmi er Bolvíkingur og æskuvinur Jakobs Valgeirs Flosasonar, fyrrverandi stjórnarformanns Stíms. Félög á vegum þeirra beggja eru skráð til húsa í Síðumúla 33. Spurður hvort Magnús sé tenging hans inn í málið segir Jakob það af og frá. „Ég þekki fullt af fólki í þessum banka. Magnús kom ekki að því að plata mig í þetta kjaftæði." Hann fæst hins vegar ekki til að segja frá því hver eða hverjir það voru. „Það kannski kemur fram einhvern tímann seinna." Það hafi þó ekki heldur verið Jóhannes Baldursson, fyrrverandi yfirmaður markaðsviðskipta, sem sagður er hafa komið hluthafahópi Stíms saman. Jakob Valgeir hefur ekki verið yfirheyrður vegna málsins. Sjálfur segist hann ekkert hafa að fela í málinu. - sh Stím málið Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Fyrrverandi stjórnarformaður Stíms neitar að gefa upp hver það var frá Glitni sem fékk hann til liðs við verkefnið og sannfærði hann um að taka að sér stjórnarformennsku í félaginu. Það hafi þó ekki verið vinur hans Magnús Pálmi Örnólfsson. Magnús Pálmi er einn þeirra sem hafa verið yfirheyrðir vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Glitnis. Magnús stýrði gjaldeyrissjóðnum GLB FX sem keypti haustið 2008 verðlaust skuldabréf, útgefið af Stími, á 1,2 milljarða af Saga Capital. Þar með slapp Saga Capital undan skuldbindingum sínum vegna Stíms, ólíkt öllum öðrum sem tóku þátt í verkefninu. Magnús Pálmi undirritaði samninginn um kaupin á bréfinu fyrir hönd sjóðsins. Fréttablaðið hefur síðan á þriðjudag ítrekað en án árangurs reynt að ná tali af Magnúsi Pálma til að spyrja hann um ástæður þess að hann kaus að verja 1,2 milljörðum í verðlausan pappír. Magnús Pálmi er Bolvíkingur og æskuvinur Jakobs Valgeirs Flosasonar, fyrrverandi stjórnarformanns Stíms. Félög á vegum þeirra beggja eru skráð til húsa í Síðumúla 33. Spurður hvort Magnús sé tenging hans inn í málið segir Jakob það af og frá. „Ég þekki fullt af fólki í þessum banka. Magnús kom ekki að því að plata mig í þetta kjaftæði." Hann fæst hins vegar ekki til að segja frá því hver eða hverjir það voru. „Það kannski kemur fram einhvern tímann seinna." Það hafi þó ekki heldur verið Jóhannes Baldursson, fyrrverandi yfirmaður markaðsviðskipta, sem sagður er hafa komið hluthafahópi Stíms saman. Jakob Valgeir hefur ekki verið yfirheyrður vegna málsins. Sjálfur segist hann ekkert hafa að fela í málinu. - sh
Stím málið Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira