Skorar á fólk að ljósmynda innbrotsþjófa 10. nóvember 2010 03:00 Geir Jón Þórisson Flestir eru með myndavél í farsímanum og geta sent ábendingar á netfangið [email protected]. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir innbrotaöldu ríða yfir og biður almenning um aðstoð. „Ef fólk sér bíla keyra hægt og rólega um hverfið eða menn sem eru að sniglast og gefa ákveðnum húsum auga og jafnvel taka af þeim myndir þá á það að láta okkur vita," segir Geir Jón. Flestir farsímar séu nú búnir myndavélum og fólk þannig iðulega með myndavél á sér. Geir Jón biður fólk að fylgjast með og tilkynna um allt óvenjulegt. „Við biðjum fólk auðvitað að fara varlega og láta ekki sjá sig ef það er að taka svona myndir - það má ekki skapa sér hættu við að afla sér upplýsinga. Við hvetjum ekki til þess að fólk hlaupi fram fyrir menn úti á götu og taki mynd. Það getur tekið myndir út um glugga án þess að það sé tekið eftir því," segir yfirlögregluþjóninn, sem kveður almenning margoft hafa hjálpað til. „Fólk lét okkur til dæmis hafa númer á bíl sem stóð fyrir utan einbýlishús. Þegar við fórum að kanna málið reyndist þetta vera sendibíll sem var fullur af þýfi úr viðkomandi húsi," segir Geir Jón. Innbrotsþjófarnir eru stundum „fastir kúnnar" lögreglunnar. „Þá höfum við verið að taka gengi erlendra borgara sem við höfum ekki þekkt til áður. Lögreglan hefur í auknum mæli lagt til að mönnum sem eru hér eingöngu í skipulagðri brotastarfsemi sé vísað úr landi og það hefur gengið eftir," segir Geir Jón, sem kveður um tug útlendinga hafa verið vísað úr landi frá því að reglum hafi verið breytt í vor. Geir Jón segir að trúlega fari hluti af þýfinu úr landi. „En það sem okkur svíður skelfilega er að þeir ná að selja þýfið hér í gegnum ýmsar netsíður. Af verðlagningunni mega allir gera sér grein fyrir að það er verið að selja þýfi en ekki vel fengna hluti."- gar Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir innbrotaöldu ríða yfir og biður almenning um aðstoð. „Ef fólk sér bíla keyra hægt og rólega um hverfið eða menn sem eru að sniglast og gefa ákveðnum húsum auga og jafnvel taka af þeim myndir þá á það að láta okkur vita," segir Geir Jón. Flestir farsímar séu nú búnir myndavélum og fólk þannig iðulega með myndavél á sér. Geir Jón biður fólk að fylgjast með og tilkynna um allt óvenjulegt. „Við biðjum fólk auðvitað að fara varlega og láta ekki sjá sig ef það er að taka svona myndir - það má ekki skapa sér hættu við að afla sér upplýsinga. Við hvetjum ekki til þess að fólk hlaupi fram fyrir menn úti á götu og taki mynd. Það getur tekið myndir út um glugga án þess að það sé tekið eftir því," segir yfirlögregluþjóninn, sem kveður almenning margoft hafa hjálpað til. „Fólk lét okkur til dæmis hafa númer á bíl sem stóð fyrir utan einbýlishús. Þegar við fórum að kanna málið reyndist þetta vera sendibíll sem var fullur af þýfi úr viðkomandi húsi," segir Geir Jón. Innbrotsþjófarnir eru stundum „fastir kúnnar" lögreglunnar. „Þá höfum við verið að taka gengi erlendra borgara sem við höfum ekki þekkt til áður. Lögreglan hefur í auknum mæli lagt til að mönnum sem eru hér eingöngu í skipulagðri brotastarfsemi sé vísað úr landi og það hefur gengið eftir," segir Geir Jón, sem kveður um tug útlendinga hafa verið vísað úr landi frá því að reglum hafi verið breytt í vor. Geir Jón segir að trúlega fari hluti af þýfinu úr landi. „En það sem okkur svíður skelfilega er að þeir ná að selja þýfið hér í gegnum ýmsar netsíður. Af verðlagningunni mega allir gera sér grein fyrir að það er verið að selja þýfi en ekki vel fengna hluti."- gar
Fréttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira