Þingsályktanir um málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum verða ræddar á Alþingi í dag. Verði þær samþykktar verður landsdómur kallaður saman í fyrsta sinn. Niðurstaða þar um mun að líkindum fást í næstu viku.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mætti í gærkvöldi til fundar við þingflokk Samfylkingarinnar, en fulltrúar flokksins í þingmannanefndinni sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis lögðu til að hún yrði ákærð fyrir Landsdómi. Fundinum var ekki lokið er Fréttablaðið fór í prentun.
Þingfundurinn hefst klukkan hálf ellefu í dag.- bþs
