Stefnir til Hollywood að kynna sér þotuliðsþjálfara 16. júní 2010 07:00 Logi Geirsson. „Þetta er ógeðslega skemmtilegt nám og rosalega krefjandi. Það er farið rosalega djúpt í allt: næringarfræði, lífeðlisfræði og þjálfunarfræði," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi og Ingibjörg kærastan hans útskrifast sem einkaþjálfarar í dag frá Keili. Hann hyggst flytja ræðu við athöfnina og lofar að hún verði svakaleg. „Það er mjög ólíklegt að ræðan verði hefðbundin því ég hef aldrei heyrt útskriftarræðu áður, en ég ætla að ræða eitt og annað," segir hann. Logi flutti nýlega til landsins á ný eftir að hafa búið í Þýskalandi síðustu ár. Hann býr með kærustunni og saman eiga þau von á frumburðinum á næstu dögum. Logi segir einkaþjálfaraprófið vera grunninn, en hann hyggst fara í nám í íþróttaþjálfun næsta haust. „Ég ætla að taka þetta alla leið," segir hann kokhraustur. „Svo ætla ég að fara með konunni til Los Angeles og kynna mér þotuliðið í þjálfunarbransanum. Við ætlum að skoða hvað er að gerast í Hollywood - það er alltaf talað um að allt sé að gerast þar. Mig langar að sökkva mér í þetta. Kynna mér einkaþjálfara stjarnanna og sjá eitthvað nýtt." Logi er ekki fyrsti handboltakappinn sem fellur fyrir einkaþjálfaranáminum. Á meðal þeirra sem hafa einnig stundað námið eru Guðjón Valur, Björgvin Páll, Einar Hólmgeirsson, Vignir Svavarsson, Ragnar Óskarsson og Þórir Ólafs. En er Logi strax byrjaður að taka fólk í einkaþjálfun? „Ég tek fyrst bróður minn og konuna hans í gegn ásamt nokkrum vel völdum vinum. Ég ætla að afla mér reynslu og koma mér í gírinn áður en ég byrja á afrekskrökkunum." [email protected] [email protected] Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
„Þetta er ógeðslega skemmtilegt nám og rosalega krefjandi. Það er farið rosalega djúpt í allt: næringarfræði, lífeðlisfræði og þjálfunarfræði," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi og Ingibjörg kærastan hans útskrifast sem einkaþjálfarar í dag frá Keili. Hann hyggst flytja ræðu við athöfnina og lofar að hún verði svakaleg. „Það er mjög ólíklegt að ræðan verði hefðbundin því ég hef aldrei heyrt útskriftarræðu áður, en ég ætla að ræða eitt og annað," segir hann. Logi flutti nýlega til landsins á ný eftir að hafa búið í Þýskalandi síðustu ár. Hann býr með kærustunni og saman eiga þau von á frumburðinum á næstu dögum. Logi segir einkaþjálfaraprófið vera grunninn, en hann hyggst fara í nám í íþróttaþjálfun næsta haust. „Ég ætla að taka þetta alla leið," segir hann kokhraustur. „Svo ætla ég að fara með konunni til Los Angeles og kynna mér þotuliðið í þjálfunarbransanum. Við ætlum að skoða hvað er að gerast í Hollywood - það er alltaf talað um að allt sé að gerast þar. Mig langar að sökkva mér í þetta. Kynna mér einkaþjálfara stjarnanna og sjá eitthvað nýtt." Logi er ekki fyrsti handboltakappinn sem fellur fyrir einkaþjálfaranáminum. Á meðal þeirra sem hafa einnig stundað námið eru Guðjón Valur, Björgvin Páll, Einar Hólmgeirsson, Vignir Svavarsson, Ragnar Óskarsson og Þórir Ólafs. En er Logi strax byrjaður að taka fólk í einkaþjálfun? „Ég tek fyrst bróður minn og konuna hans í gegn ásamt nokkrum vel völdum vinum. Ég ætla að afla mér reynslu og koma mér í gírinn áður en ég byrja á afrekskrökkunum." [email protected] [email protected]
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira