Annað markalausa jafntefli Liverpool í röð í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2010 19:00 David Ngog og Salvatore Aronica í baráttu um boltann í leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Napoli og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í Napólí í K-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Þetta varð þriðja jafntefli ítalska liðsins í röð í keppninni og ennfremur annar leikur Liverpool í röð í Evrópudeildinni sem endar með markalausu jafntefli. Leikur Liverpool var betri heldur en í undanförnum leikjum þrátt fyrir að liðið léki án lykilmanna eins og Steven Gerrard og Fernando Torres sem hvíldu sig heima í Liverpool. Napoli komst næst því að skora þegar Paul Konchesky bjargaði á marklínu frá Marek Hamsik á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Napoli-menn vildu fá dæmt mark en endursýningar í sjónvarpi sýndu að marklínudómarinn hafði rétt fyrir sér. Ryan Babel fékk besta færi Liverpool undir lok leiksins eftir flottan undirbúning frá Milan Jovanovic en Morgan De Sanctis, markvörður Napoli varði vel frá honum. Liverpool er áfram í efsta sæti riðilsins sem fimm stig eða tveimur stigum meira en Napoli sem er í 2. sæti. Utrecht er með jafnmörg stig og Napoli en lakari markatölu eftir 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Steaua Búkarest í kvöld. Úrslit og markaskorarar úr leikjum Evrópudeildarinnar sem hófust klukkan 17.05: G-riðill Zenit St. Pétursborg-Hajduk Split 2-0 1-0 Aleksandr Bukharov (25.), 2-0 Danny (68.)Anderlecht-AEK Aþena 3-0 1-0 Moubarek Boussoufa (31.), 2-0 Romelo Lukaku (71.), 3-0 Romelo Lukaku (75.).H-riðillYoung Boys Bern-Odense BK 4-2 1-0 Henri Ntsama (25.), 2-0 Scott Lee Sutter (34.), 2-1 Peter Utaka (48.), 3-1 David Degen (61.), 4-1 Senad Lulic (74.), 4-2 Chris Sørensen (84.). Rúrik Gíslason spilaði fyrstu 72 mínúrunar en fór útaf í stöðunni 3-1.Stuttgart-Getafe CF 1-0 1-0 Ciprian Marica (29.)I-riðillMetalist Kharkiv-Sampdoria 2-1 0-1 Vladimir Koman (32.), 1-1 Taison (38.), 2-1 Cleiton Xavier (73.).Debreceni-Psv Eindhoven 1-2 1-0 Mirsad Mijadinoski (35.), 1-1 Orlando Engelaar (40.), 1-2 Jonathan Reis (66.)J-riðillBorussia Dortmund-Paris ST Germain 1-1 1-0 Nuri Sahin (50.), 1-1 Clément Chantôme (87.) Karpaty Lviv-Sevilla 0-1 0-1 Frederic Kanoute (34.)K-riðillFC Utrecht-Steaua Búkarest 1-1 1-0 Edouard Duplan (60.), 1-1 Sjálfsmark (75.)Napoli-Liverpool FC 0-0L-riðillCska Sofia-Rapid Vín 0-2 0-1 Jan Vennegoor of Hesselink (28.), 0-2 Steffen Hofmann (32.)Besiktas-Porto 1-3 0-1 Falcao (26.), 0-2 Hulk (59.), 0-3 Hulk (78.), 1-3 Bobo (90.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Napoli og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í Napólí í K-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Þetta varð þriðja jafntefli ítalska liðsins í röð í keppninni og ennfremur annar leikur Liverpool í röð í Evrópudeildinni sem endar með markalausu jafntefli. Leikur Liverpool var betri heldur en í undanförnum leikjum þrátt fyrir að liðið léki án lykilmanna eins og Steven Gerrard og Fernando Torres sem hvíldu sig heima í Liverpool. Napoli komst næst því að skora þegar Paul Konchesky bjargaði á marklínu frá Marek Hamsik á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Napoli-menn vildu fá dæmt mark en endursýningar í sjónvarpi sýndu að marklínudómarinn hafði rétt fyrir sér. Ryan Babel fékk besta færi Liverpool undir lok leiksins eftir flottan undirbúning frá Milan Jovanovic en Morgan De Sanctis, markvörður Napoli varði vel frá honum. Liverpool er áfram í efsta sæti riðilsins sem fimm stig eða tveimur stigum meira en Napoli sem er í 2. sæti. Utrecht er með jafnmörg stig og Napoli en lakari markatölu eftir 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Steaua Búkarest í kvöld. Úrslit og markaskorarar úr leikjum Evrópudeildarinnar sem hófust klukkan 17.05: G-riðill Zenit St. Pétursborg-Hajduk Split 2-0 1-0 Aleksandr Bukharov (25.), 2-0 Danny (68.)Anderlecht-AEK Aþena 3-0 1-0 Moubarek Boussoufa (31.), 2-0 Romelo Lukaku (71.), 3-0 Romelo Lukaku (75.).H-riðillYoung Boys Bern-Odense BK 4-2 1-0 Henri Ntsama (25.), 2-0 Scott Lee Sutter (34.), 2-1 Peter Utaka (48.), 3-1 David Degen (61.), 4-1 Senad Lulic (74.), 4-2 Chris Sørensen (84.). Rúrik Gíslason spilaði fyrstu 72 mínúrunar en fór útaf í stöðunni 3-1.Stuttgart-Getafe CF 1-0 1-0 Ciprian Marica (29.)I-riðillMetalist Kharkiv-Sampdoria 2-1 0-1 Vladimir Koman (32.), 1-1 Taison (38.), 2-1 Cleiton Xavier (73.).Debreceni-Psv Eindhoven 1-2 1-0 Mirsad Mijadinoski (35.), 1-1 Orlando Engelaar (40.), 1-2 Jonathan Reis (66.)J-riðillBorussia Dortmund-Paris ST Germain 1-1 1-0 Nuri Sahin (50.), 1-1 Clément Chantôme (87.) Karpaty Lviv-Sevilla 0-1 0-1 Frederic Kanoute (34.)K-riðillFC Utrecht-Steaua Búkarest 1-1 1-0 Edouard Duplan (60.), 1-1 Sjálfsmark (75.)Napoli-Liverpool FC 0-0L-riðillCska Sofia-Rapid Vín 0-2 0-1 Jan Vennegoor of Hesselink (28.), 0-2 Steffen Hofmann (32.)Besiktas-Porto 1-3 0-1 Falcao (26.), 0-2 Hulk (59.), 0-3 Hulk (78.), 1-3 Bobo (90.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira